Sport

ÍR-ævintýrið á enda?

ÍR og Keflavík eigast við í undanúrslitum Intersportdeildarinnar í körfuknattleik í Seljaskóla í kvöld. ÍR vann fyrsta leikinn sem fram fór á heimavelli Keflvíkinga á laugardaginn, 88-80, en liðið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst í úrslit gegn Snæfelli eða Fjölni. Búast má við húsfylli í Seljaskóla en þar á bæ eru menn orðnir langeygir eftir titli. Síðasti Íslandsmeistaratitill ÍR leit dagsins ljós árið 1977 en fáir reikna með að liðið nái að leggja hið firnasterka Keflavíkurlið í þrígang þó svo að fyrsti leikurinn hafi unnist. Keflavík er Íslandsmeistari síðustu tveggja ára og gerir nú harða atlögu að sínum þriðja titli í röð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×