Sport

Ætluðum að vera tilbúin

Keflavík tekur á móti ÍS í kvöld í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í 1. deild kvenna í körfuknattleik. Keflavíkurstúlkur er núverandi Íslandsmeistari og stefnir að þriðja titli sínum í röð. "Við ætluðum að vera tilbúin þegar að úrslitakeppninni kæmi," sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur. "Við fáum erfiða andstæðinga í fyrstu umferð en það var eitthvað sem við vissum fyrirfram. Þessi deild er búinn að vera jöfn í vetur og því var alltaf viðbúið að fyrsta umferðin gæti orðin erfið." Lið ÍS hefur einu sinni lagt Keflavík að velli í vetur í þeim sex viðureignum sem liðin hafa leitt saman hesta sína. Unndór Sigurðsson, þjálfari Stúdína, sagði að liðið færi inn í seríuna fullt sjálfstrausts. "Við vitum að við þurfum að vinna í Keflavík til þess að komast áfram og stelpurnar eru tilbúnar í það og ætlum að vinna þessu rimmu," sagði Unndór. Leikurinn fer fram í Sláturhúsinu í Keflavík og hefst kl. 19.15.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×