Sport

Njarðvíkingar lágu heima

Njarðvíkingar lágu á heimavelli gegn ÍR-ingum 91-87 í Intersport-deild karla í körfubolta í gærkvöldi. Sigurinn kom mjög á óvart en hann var verðskuldaður. Breiðhyltingar voru yfir nánast allann leikinn. Theo Dixon skoraði 29 stig og Eiríkur Önundarson 24 fyrir ÍR. Brenton Birmingham skoraði 25 stig fyrir Njarðvík. Fjölnismenn héldu sigurgöngu sinni áfram. Þeir lögðu lánlaust lið KFÍ að velli 122-83. Grindavík tapaði enn einum leiknum, nú gegn Hamri/Selfoss, 106-97. KR vann góðan sigur á útivelli gegn Skallagrími 107-93 og Tindastóll vann gríðarlegan mikilvægan sigur á heimavelli gegn Haukum 79-74. Fjögur lið eru með 18 stig: Keflavík, Njarðvík, Fjölnir og Snæfell en Keflavík og Snæfell eiga innbyrðisleik til góða. KFÍ er á botninum án stiga og Tindastóll og Haukar eru með átta stig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×