Sport

Englandsfararnir valdir

Ívar Ásgrímsson, landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta og aðstoðarmaður hans Henning Heninngsson hafa valið þrettán manna landsliðshóp sem fer til Englands milli jóla og nýárs og munu spila þrjá æfingaleiki í Englandi, tvo opinbera landsleiki gegn Englandi og svo æfingaleik gegn úrvalsliði frá London. Flestir leikmannana koma úr Keflavík eða fimm stelpur en þá eru þrjár Stúdínur í hópnum. Erla Þorsteinsdóttir hjá Grindavík er fyrirliði landsliðsins. Birna Valgarðsdóttir er leikreyndust í íslenska hópnum en hún mun væntanlega spila 58. og 59. landsleik sinn í ferðinni og vantar þá aðeins einn leik til að jafna landsleikjamet Önnu Maríu Sveinsdóttur. Hópurinn er þannig skipaður:Birna Valgarðsdóttir, Keflavík María Ben Erlingsdótti, Keflavík Rannveig Randversdóttir, Keflavík Svava Stefánsdóttir, Keflavík Bryndís Guðmundsdóttir, Keflavík Helga Jónasdóttir, Njarðvík Ingibjörg Vilbergsdóttir, Njarðvík Erla Þorsteinsdóttir, Grindavík, Fyrirliði Helena Sverrisdóttir, Haukar Alda Leif Jónsdóttir, ÍS Signý Hermannsdóttir, ÍS, vara fyrirliði Þórunn Bjarnadóttir, ÍS Hildur Þorsteinsdóttir, Yamtland, Svíþjóð



Fleiri fréttir

Sjá meira


×