Carter kjaftaði frá kerfi 20. desember 2004 00:01 Vince Carter, sem nýlega gekk til liðs við New Jersey Nets í NBA-körfuboltanum, hefur verið ásakaður um tilraun til að skemma leik fyrir þáverandi liði sínu, Toronto Raptors. Enn er óljóst hvort hegðan Carters hafi orðið til þess að honum var skipt frá liðinu í síðustu viku. Rob Babcock, framkvæmdastjóri Raptors, var spurður út í atvikið í leiknum, tjáði sig ekki um málið, en skipti Carter tveimur dögum seinna til New Jersey Nets fyrir Alonzo Mourning, Aaron Williams, Eric Williams og tvo valrétti. Þrír leikmenn Seattle Supersonics fullyrða að Carter hafi vísvitandi gefið andstæðingum sínum upplýsingar um kerfi sem að leikmenn Raptors ákváðu í leikhléi 29 sekúndum fyrir leikslok þegar liðin mættust í Toronto 19. nóvember sl. Staðan var 97-90 gestunum í vil þegar Raptors stillti upp fyrir innkast. Carter staðsetti sig andspænis varamannabekk Seattle og áður en innkastið átti sér stað sagði hann varamönnum Sonics hvaða kerfi væri framundan. Viðbrögð leikmanna Sonics sem sátu á bekknum voru: "Heyrðuð þið þetta? Sáuð þið þetta? Þvílíkt rugl," heyrðist frá varamannabekk Sonics. Leikurinn endaði 101-94 fyrir Seattle. Leikmenn Sonics veltu vöngum yfir tilgangi Carters með uppátækinu. "Ef þú gerir þetta einhverntímann mun ég útskúfa þig úr deildinni," sagði einn af þjálfurum Sonics við einn leikmanna sinna. Reggie Evans, leikmaður Sonics, vildi lítið sem ekkert tjá sig um málið. "Hann verður að eiga þetta við sig og sína samvisku. Ég læt frekar Ray tala um svona mál," sagði Evans. Ray Allen, stigahæsti maður Sonics í vetur, sagði að um tvennt væri að ræða. "Annað hvort var hann að sýna fram á að við gætum ekki stoppað hann þó að við vissum hvaða kerfi þeir væru að spila eða að láta okkur vita svo við gætum stoppað hann," sagði Allen. Ónefndur samherji Allens sagði að leikmenn Sonics hafi öllum fundist Carter ætla að eyðileggja leikinn fyrir Raptors vegan þess að áhorfendur hefðu baulað ítrekað á sig og að hann vildi komast frá liðinu hið fyrsta. Rob Babcock, framkvæmdastjóri Toronto Raptors, sagðist enga vitneskju haft um framkomu Carter. "Ég vissi ekki af þessu en ef þetta er tilfellið yrði ég mjög óhress með það mál og myndum við tækla það við fyrsta tækifæri," sagði Babcock. Körfubolti Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Sjá meira
Vince Carter, sem nýlega gekk til liðs við New Jersey Nets í NBA-körfuboltanum, hefur verið ásakaður um tilraun til að skemma leik fyrir þáverandi liði sínu, Toronto Raptors. Enn er óljóst hvort hegðan Carters hafi orðið til þess að honum var skipt frá liðinu í síðustu viku. Rob Babcock, framkvæmdastjóri Raptors, var spurður út í atvikið í leiknum, tjáði sig ekki um málið, en skipti Carter tveimur dögum seinna til New Jersey Nets fyrir Alonzo Mourning, Aaron Williams, Eric Williams og tvo valrétti. Þrír leikmenn Seattle Supersonics fullyrða að Carter hafi vísvitandi gefið andstæðingum sínum upplýsingar um kerfi sem að leikmenn Raptors ákváðu í leikhléi 29 sekúndum fyrir leikslok þegar liðin mættust í Toronto 19. nóvember sl. Staðan var 97-90 gestunum í vil þegar Raptors stillti upp fyrir innkast. Carter staðsetti sig andspænis varamannabekk Seattle og áður en innkastið átti sér stað sagði hann varamönnum Sonics hvaða kerfi væri framundan. Viðbrögð leikmanna Sonics sem sátu á bekknum voru: "Heyrðuð þið þetta? Sáuð þið þetta? Þvílíkt rugl," heyrðist frá varamannabekk Sonics. Leikurinn endaði 101-94 fyrir Seattle. Leikmenn Sonics veltu vöngum yfir tilgangi Carters með uppátækinu. "Ef þú gerir þetta einhverntímann mun ég útskúfa þig úr deildinni," sagði einn af þjálfurum Sonics við einn leikmanna sinna. Reggie Evans, leikmaður Sonics, vildi lítið sem ekkert tjá sig um málið. "Hann verður að eiga þetta við sig og sína samvisku. Ég læt frekar Ray tala um svona mál," sagði Evans. Ray Allen, stigahæsti maður Sonics í vetur, sagði að um tvennt væri að ræða. "Annað hvort var hann að sýna fram á að við gætum ekki stoppað hann þó að við vissum hvaða kerfi þeir væru að spila eða að láta okkur vita svo við gætum stoppað hann," sagði Allen. Ónefndur samherji Allens sagði að leikmenn Sonics hafi öllum fundist Carter ætla að eyðileggja leikinn fyrir Raptors vegan þess að áhorfendur hefðu baulað ítrekað á sig og að hann vildi komast frá liðinu hið fyrsta. Rob Babcock, framkvæmdastjóri Toronto Raptors, sagðist enga vitneskju haft um framkomu Carter. "Ég vissi ekki af þessu en ef þetta er tilfellið yrði ég mjög óhress með það mál og myndum við tækla það við fyrsta tækifæri," sagði Babcock.
Körfubolti Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Sjá meira