Sport

Landsliðið tilkynnt

Ívar Ásgrímsson, landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta, hefur valið 16 manna æfingahóp fyrir æfingaferð kvennalandsliðsins til Englands milli jóla og nýárs. Ívar hefur ákveðið ásamt aðstoðarmanni sínum, Henning Henningssyni, að taka inn yngri leikmenn sem hafa verið að standa sig vel í deildinni í vetur. Landsliðshópurinn að þessu sinni er því mjög ungur að árum og eru t.d. fimm 16 ára leikmenn í hópnum. Farið verður með tólf leikmenn til Englands og mun sá hópur verða valinn á æfingu þann 22. desember og verður hann tilkynntur á Þorláksmessu. Haldið verður af stað til Englands þriðja í jólum og komið heim daginn fyrir gamlársdag. Íslenska landsliðið mun leika þrjá leiki á þessum fjórum dögum, tvo opinbera landsleiki við landslið Englands í Nottingham 28. desember og daginn eftir í Sheffield og síðan leika íslensku stelpurnar æfingaleik við úrvalslið frá London 30. desember. Flestar í hópnum koma úr toppliði Keflavíkur eða sex leikmenn en Hildur Sigurðardóttir er síðan eini leikmaðurinn sem spilar erlendis en hún leikur með sænska liðinu Jamtland. Landsliðshópurinn: (Leikir/stig) Birna Valgarðsdóttir, Keflavík (57/447) Rannveig Randversdóttir, Keflavík (9/32) María Ben Erlingsdóttir, Keflavík (6/11) Bryndís Guðmundsdóttir, Keflavík (Nýliði) Svava Ó. Stefánsdóttir, Keflavík (11/17) Bára Bragadóttir, Keflavík (Nýliði) Helga Jónasdóttir, Njarðvík (8/11) Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir, Njarðvík (3/0) Erla Þorsteinsdóttir, Grindavík (46/362) Ólöf Helga Pálsdóttir, Grindavík (3/0) Helena Sverrisdóttir, Haukar (7/59) Pálína M. Gunnlaugsdóttir, Haukar (Nýliði) Alda Leif Jónsdóttir, ÍS (44/237) Signý Hermannsdóttir, ÍS (30/275) Þórunn Bjarnadóttir, ÍS (3/0) Hildur Sigurðardóttir, Jamtland, Svíþjóð (39/204)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×