Sport

Fimm af sex liðum komin með kana

Erlendir leikmenn streyma nú til liðanna í 1. deild kvenna í körfubolta en Njarðvík, KR, Grindavík og Haukar hafa öll styrkt sig með atvinnumönnum á síðustu dögum. Njarðvík fékk til sín serbneskan bakvörð, Veru Janjic, en hin liðin hafa fengið til sín bandaríska leikmenn sem eiga að hjálpa til í baráttunni. Cori Williston spilaði sinn fyrsta leik með KR í síðustu viku líkt og Vera Janjic gerði í sama leik með Njarðvík, Myriah Spence skoraði 31 stig í 20 stiga tapi Grindavíkur gegn Keflavík og þá lék Ebony Shaw sinn fyrsta leik með Haukum í gær. Topplið Keflavíkur sem hefur unnið alla leiki tímabilsins hefur verið með bandarískan leikmann frá byrjun móts og því er ÍS eina liðið í deildinni sem hefur ekki fengið til sín erlendan leikmann. Það er ljóst að það mun taka nýja leikmenn nokkrar vikur að komast inn í leik sinna liða og því verða næstu leikir eflaust opnir og spennandi meðan styrkur liðanna með nýjum leikmönnum kemur betur í ljós.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×