Greiddu fyrir vegtyllurnar 12. nóvember 2004 00:01 Unnur Stefánsdóttir, gjaldkeri Framsóknarflokksins áranna 1992 til 2000, setti sig í samband við alla framsóknarmenn sem beint eða óbeint voru í starfi á vegum flokksins og óskaði eftir því að þeir greiddu ákveðna upphæð mánaðarlega. Venjulega var miðað við 5.000 krónur á mánuði en greiðslurnar gátu farið allt niður í 400 krónur, sérstaklega ef um stöður með lægri launum var að ræða. Þetta var gert með samþykki og í samstarfi við formanninn Halldór Ásgrímsson. Unnur segir að innheimtan hafi verið erfið, jafnvel hjá hörðustu framsóknarmönnum, og margir þeirra hafi ekki viljað greiða þennan skatt. "Það er eitthvað sem ég þekki ekki," segir Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóri. "Ég held að þetta hafi aðallega tíðkast í sveitarstjórnum og launuðum nefndum sem menn voru skipaðir í á vegum flokksins. Ég held að þannig sé þetta t.d. í Garðabæ en ég hef aldrei heyrt að menn hafi látið tíund renna til flokksins af launuðum störfum sínum. Ég er mjög undrandi að heyra það því að flokkurinn skipar að sjálfsögðu ekki í slíkar stöður." Steingrímur hefur aldrei látið tíund renna af sínum launum til flokksins, hvorki sem seðlabankastjóri né ráðherra, og hann man ekki til þess að hafa verið í launuðu nefndastarfi fyrir flokkinn síðustu áratugina. Hvað þá að þessi spurning hafi komið upp. Hann segist hins vegar alltaf hafa keypt happdrættismiða hjá flokknum. "Ég tel ekki rétt að skylda mann sem hefur menntun og fær starf, t.d. í kennslu eða skólastjórn, til að borga í flokkssjóð. Ég tel mjög óeðlilegt að hann borgi reglulega af launum sínum til flokksins nema náttúrulega að hann geri það af fúsum og frjálsum vilja," segir hann. Framsóknarflokkurinn:Gefur ekki upplýsingar "Framsóknarflokkurinn safnar fé til flokksstarfsins á meðal einstaklinga og fyrirtækja. Flokkurinn gefur hins vegar ekki upp hverjir styrkja hann, né upphæðir einstakra framlaga. Þess má jafnframt geta að hvorki þingmenn né ráðherrar flokksins hafa þær upplýsingar heldur, aðeins fjáröflunarnefnd flokksins og framkvæmdastjóri. Upplýsingar um greiðslur einstakra tegunda fyrirtækja svo sem olíufélaga eru heldur ekki gefnar upp eða heildargreiðslur fyrirtækja til flokksins." Þannig hljómar svar Sigurðar Eyþórssonar, framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins, við fyrirspurn Fréttablaðsins um styrki olíufélaganna til flokksins síðustu tíu ár. Sigurður Geirdal:Borgar þegar illa stendur á Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi, greiðir árgjald til Framsóknarflokksfélagsins í Kópavogi og grípur svo stöku reikninga og greiðir úr eigin vasa þegar illa stendur á hjá flokknum. Bæjarfulltrúar og fulltrúar flokksins í nefndum hafa aldrei greitt ákveðinn hlurta af launum sínum til flokksins. Sigurður segir að það hafi komið til umræðu en aldrei til framkvæmda. "Félagsmenn borga árgjald og það eru ekki stórir peningar. Það er helst fyrir kosningar að félagsmönnum er skrifað og þeir beðnir um að leggja í kosningasjóð," segir Sigurður. "Þegar kemur að kosningum er auglýst að öll framlög séu vel þegin og við fáum styrk frá óteljandi aðilum. Við gefum líka út blað og menn eru þá sprækari að auglýsa þannig að blaðið er gefið út með hagnaði. En hjá smáfuglunum gerir margt smátt eitt stórt. Við björgum okkur á því." Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Unnur Stefánsdóttir, gjaldkeri Framsóknarflokksins áranna 1992 til 2000, setti sig í samband við alla framsóknarmenn sem beint eða óbeint voru í starfi á vegum flokksins og óskaði eftir því að þeir greiddu ákveðna upphæð mánaðarlega. Venjulega var miðað við 5.000 krónur á mánuði en greiðslurnar gátu farið allt niður í 400 krónur, sérstaklega ef um stöður með lægri launum var að ræða. Þetta var gert með samþykki og í samstarfi við formanninn Halldór Ásgrímsson. Unnur segir að innheimtan hafi verið erfið, jafnvel hjá hörðustu framsóknarmönnum, og margir þeirra hafi ekki viljað greiða þennan skatt. "Það er eitthvað sem ég þekki ekki," segir Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóri. "Ég held að þetta hafi aðallega tíðkast í sveitarstjórnum og launuðum nefndum sem menn voru skipaðir í á vegum flokksins. Ég held að þannig sé þetta t.d. í Garðabæ en ég hef aldrei heyrt að menn hafi látið tíund renna til flokksins af launuðum störfum sínum. Ég er mjög undrandi að heyra það því að flokkurinn skipar að sjálfsögðu ekki í slíkar stöður." Steingrímur hefur aldrei látið tíund renna af sínum launum til flokksins, hvorki sem seðlabankastjóri né ráðherra, og hann man ekki til þess að hafa verið í launuðu nefndastarfi fyrir flokkinn síðustu áratugina. Hvað þá að þessi spurning hafi komið upp. Hann segist hins vegar alltaf hafa keypt happdrættismiða hjá flokknum. "Ég tel ekki rétt að skylda mann sem hefur menntun og fær starf, t.d. í kennslu eða skólastjórn, til að borga í flokkssjóð. Ég tel mjög óeðlilegt að hann borgi reglulega af launum sínum til flokksins nema náttúrulega að hann geri það af fúsum og frjálsum vilja," segir hann. Framsóknarflokkurinn:Gefur ekki upplýsingar "Framsóknarflokkurinn safnar fé til flokksstarfsins á meðal einstaklinga og fyrirtækja. Flokkurinn gefur hins vegar ekki upp hverjir styrkja hann, né upphæðir einstakra framlaga. Þess má jafnframt geta að hvorki þingmenn né ráðherrar flokksins hafa þær upplýsingar heldur, aðeins fjáröflunarnefnd flokksins og framkvæmdastjóri. Upplýsingar um greiðslur einstakra tegunda fyrirtækja svo sem olíufélaga eru heldur ekki gefnar upp eða heildargreiðslur fyrirtækja til flokksins." Þannig hljómar svar Sigurðar Eyþórssonar, framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins, við fyrirspurn Fréttablaðsins um styrki olíufélaganna til flokksins síðustu tíu ár. Sigurður Geirdal:Borgar þegar illa stendur á Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi, greiðir árgjald til Framsóknarflokksfélagsins í Kópavogi og grípur svo stöku reikninga og greiðir úr eigin vasa þegar illa stendur á hjá flokknum. Bæjarfulltrúar og fulltrúar flokksins í nefndum hafa aldrei greitt ákveðinn hlurta af launum sínum til flokksins. Sigurður segir að það hafi komið til umræðu en aldrei til framkvæmda. "Félagsmenn borga árgjald og það eru ekki stórir peningar. Það er helst fyrir kosningar að félagsmönnum er skrifað og þeir beðnir um að leggja í kosningasjóð," segir Sigurður. "Þegar kemur að kosningum er auglýst að öll framlög séu vel þegin og við fáum styrk frá óteljandi aðilum. Við gefum líka út blað og menn eru þá sprækari að auglýsa þannig að blaðið er gefið út með hagnaði. En hjá smáfuglunum gerir margt smátt eitt stórt. Við björgum okkur á því."
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira