Ómögulegt að spá um úrslit 2. nóvember 2004 00:01 Einhverjar mest spennandi forsetakosningar í manna minnum fara fram í Bandaríkjunum í dag. Mikil óvissa ríkir og fréttaskýrendum hefur reynst ómögulegt að spá um útkomuna. Mikill hiti er í frambjóðendum og er talið að þeir Bush og Kerry muni rjúfa þá hefð að vera ekki með áróður á kjördag en talið er að báðir muni í dag koma opinberlega fram til að reyna að hafa áhrif á þessum lokaspretti. Meðaltal sex kannana sem gerðar voru á síðustu þremur dögum sýna að Bush er með 48% fylgi en Kerry 46% fylgi. Þessi munur er þó innan skekkjumarka og telst því ekki marktækur. Stuðniningsmenn þeirra Bush og Kerry hafa lagt mikla áherslu á atkvæðasmölun á lokasprettinum og er talið að hún geti skipt sköpum um hver útkoman verður. Þeir Bush og Kerry gerðu allt sem þeir gátu í gær til að reyna að sannfæra þá sem enn eru óákveðnir. Milljónir manna hafa kosið utankjörfundar og búist er við að kosningaþátttakan nú geti orðið ein sú mesta í fjörutíu ár. Í könnun ABC sögðu 75% að þeir teldu kosningarnar nú þær mikilvægustu á sinni lífstíð. Fréttaskýrendur telja að mikil kosningaþátttaka geti orðið Kerry í hag þar sem nýir kjósendur og þeir sem kjósa sjaldan eru líklegri til að kjósa breytingar. Hins vegar hafa Bandaríkjamenn sýnt að þeir eru ekki viljugir til að breyta um forseta á stríðstímum og gætu því allt eins haldið sig við Bush. Kerry er nú á leið til Wisconsin, sem er eitt af lykilríkjunum, en þaðan mun hann halda til Boston þar sem hann mun bíða úrslitanna. George Bush greiddi atkvæði sitt í Crawford í Texas í morgun og mun á leið sinni til Washington koma við í Ohio. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Sjá meira
Einhverjar mest spennandi forsetakosningar í manna minnum fara fram í Bandaríkjunum í dag. Mikil óvissa ríkir og fréttaskýrendum hefur reynst ómögulegt að spá um útkomuna. Mikill hiti er í frambjóðendum og er talið að þeir Bush og Kerry muni rjúfa þá hefð að vera ekki með áróður á kjördag en talið er að báðir muni í dag koma opinberlega fram til að reyna að hafa áhrif á þessum lokaspretti. Meðaltal sex kannana sem gerðar voru á síðustu þremur dögum sýna að Bush er með 48% fylgi en Kerry 46% fylgi. Þessi munur er þó innan skekkjumarka og telst því ekki marktækur. Stuðniningsmenn þeirra Bush og Kerry hafa lagt mikla áherslu á atkvæðasmölun á lokasprettinum og er talið að hún geti skipt sköpum um hver útkoman verður. Þeir Bush og Kerry gerðu allt sem þeir gátu í gær til að reyna að sannfæra þá sem enn eru óákveðnir. Milljónir manna hafa kosið utankjörfundar og búist er við að kosningaþátttakan nú geti orðið ein sú mesta í fjörutíu ár. Í könnun ABC sögðu 75% að þeir teldu kosningarnar nú þær mikilvægustu á sinni lífstíð. Fréttaskýrendur telja að mikil kosningaþátttaka geti orðið Kerry í hag þar sem nýir kjósendur og þeir sem kjósa sjaldan eru líklegri til að kjósa breytingar. Hins vegar hafa Bandaríkjamenn sýnt að þeir eru ekki viljugir til að breyta um forseta á stríðstímum og gætu því allt eins haldið sig við Bush. Kerry er nú á leið til Wisconsin, sem er eitt af lykilríkjunum, en þaðan mun hann halda til Boston þar sem hann mun bíða úrslitanna. George Bush greiddi atkvæði sitt í Crawford í Texas í morgun og mun á leið sinni til Washington koma við í Ohio.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Sjá meira