Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Kristján Már Unnarsson skrifar 28. október 2025 21:21 Með Suðureyjargöngum verður búið að tengja saman allar stærstu og fjölmennustu eyjar Færeyja. grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Allir stjórnmálaflokkar á færeyska Lögþinginu náðu í gær samstöðu um veglínu fyrirhugaðra jarðganga til Suðureyjar og að bjóða verkið út. Þessi neðansjávargöng yrðu langstærsta mannvirkjagerð í sögu Færeyja. Í fréttum Sýnar var fjallað um magnaða jarðgangagerð Færeyinga. Frá árinu 1963 eru þeir búnir að grafa 27 jarðgöng, þarf af fern neðansjávargöng. Færeyingar byrjuðu samt ekki að grafa göng undir sjó fyrr en þeir kynntu sér Hvalfjarðargöngin á Íslandi. Þeir grófu Vogagöng, sem tengdu flugvöllinn í Vogum við Þórshöfn. Norðureyjargöng tengdu Klakksvík við stærstu eyjarnar. Svo komu Austureyjargöng, yfir ellefu kílómetra löng og þau einu í heiminum með hringtorgi undir hafsbotni. Sandeyjargöng voru svo opnuð fyrir tveimur árum, nærri ellefu kílómetra löng. Og núna er framundan að láta stærsta drauminn rætast, jarðgöng til Suðureyjar, þar sem 4.500 manns búa, álíka margir og í Vestmannaeyjum. Þar hafa einkum tveir kostir verið til skoðunar. Annarsvegar leið 2A, 28 kílómetra löng göng og talin kosta 104 milljarða íslenskra króna, og hinsvegar leið 1A, 24 kílómetra löng og áætluð kosta 94 milljarða íslenskra króna. Athyglisvert er að báðar leiðirnar gera ráð fyrir tengingu við Skúfey, þar sem aðeins 30 manns búa, þótt því fylgi umtalsverður kostnaðarauki. Stór áfangi náðist í gær þegar lögmaður Færeyja, Aksel V. Johannessen, tilkynnti að allir flokkar á Lögþinginu hefðu náð samstöðu um að velja styttri og ódýrari leiðina, leið 1A. Jafnframt væri samstaða um að hefja hönnun ganganna og að bjóða verkið út. Valkostirnir tveir sem helst voru til skoðunar á göngum milli Sandeyjar og Suðureyjar. Niðurstaða flokkanna á Lögþinginu var að velja leið 1A; 24,3 kílómetra löng göng, með 1,5 kílómetra legg til að tengja Skúfey. Þessi leið er talin kosta 94 milljarða íslenskra króna.grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Þetta er þó ekki ákvörðun um að hefja framkvæmdir. Það er nefnilega skilyrt að þegar tilboð liggja fyrir, og menn sjá hina raunverulegu tölu, þá þarf aftur samþykki Lögþingsins til að hefja verkið. Sú ákvörðun gæti legið fyrir eftir tvö ár en það er talið taka átta ár að gera göngin. Þau gætu því verið komin í gagnið eftir tíu ár. Færeyjar Samgöngur Vegagerð Vegtollar Jarðgöng á Íslandi Tengdar fréttir Búa sig undir ákvörðun um stærsta mannvirki Færeyja Færeyingar búa sig núna undir stærstu ákvörðun færeyskrar mannvirkjagerðar, hvort grafa eigi 26 kílómetra löng neðansjávargöng til Suðureyjar. Þeir stefna að ákvörðun eftir hálft ár og vonast til að framkvæmdir hefjist innan þriggja ára. 19. júní 2024 22:00 Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, tilkynnti í Ólafsvökuræðunni í fyrradag, setningarræðu færeyska lögþingsins, að frumvörp landsstjórnarinnar um gerð Suðureyjarganga og hækkun eftirlaunaaldurs yrðu bæði lögð fram að nýju í haust. Einn stjórnarflokkanna, Framsókn, fékk því framgengt að málin verði spyrt saman og að Suðureyjargöng verði ekki samþykkt nema hækkun eftirlaunaaldurs í áföngum upp í 70 ár fylgi með. 31. júlí 2025 12:30 Færeyingar fagna enn einum jarðgöngunum Færeyingar fögnuðu í gær opnun nýrra jarðganga, Fámjinsganga á Suðurey. Jóhan Christiansen, sjávarútvegs- og samgönguráðherra, opnaði göngin formlega með því að skera á borða. Elsti íbúi Fámjin, Svend Joensen, fékk svo fyrstur að aka í gegn. 26. júní 2025 14:50 Færeyingar fagna tvennum göngum Mannfjöldi fagnaði opnun tveggja nýrra jarðganga á Borðey í Færeyjum fyrir helgi, Árnafjarðarganga og Hvannasundsganga. Saman nefnast þau Göngin norður um Fjall og eru samtals 4,2 kílómetra löng. 22. desember 2024 06:46 Færeyingar fagna fjórðu neðansjávargöngunum Færeyingar fögnuðu í dag enn einni samgöngubyltingunni, Sandeyjargöngum, ellefu kílómetra löngum neðansjávargöngum milli Straumeyjar og Sandeyjar. 21. desember 2023 22:55 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Innlent Fleiri fréttir Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Sjá meira
Í fréttum Sýnar var fjallað um magnaða jarðgangagerð Færeyinga. Frá árinu 1963 eru þeir búnir að grafa 27 jarðgöng, þarf af fern neðansjávargöng. Færeyingar byrjuðu samt ekki að grafa göng undir sjó fyrr en þeir kynntu sér Hvalfjarðargöngin á Íslandi. Þeir grófu Vogagöng, sem tengdu flugvöllinn í Vogum við Þórshöfn. Norðureyjargöng tengdu Klakksvík við stærstu eyjarnar. Svo komu Austureyjargöng, yfir ellefu kílómetra löng og þau einu í heiminum með hringtorgi undir hafsbotni. Sandeyjargöng voru svo opnuð fyrir tveimur árum, nærri ellefu kílómetra löng. Og núna er framundan að láta stærsta drauminn rætast, jarðgöng til Suðureyjar, þar sem 4.500 manns búa, álíka margir og í Vestmannaeyjum. Þar hafa einkum tveir kostir verið til skoðunar. Annarsvegar leið 2A, 28 kílómetra löng göng og talin kosta 104 milljarða íslenskra króna, og hinsvegar leið 1A, 24 kílómetra löng og áætluð kosta 94 milljarða íslenskra króna. Athyglisvert er að báðar leiðirnar gera ráð fyrir tengingu við Skúfey, þar sem aðeins 30 manns búa, þótt því fylgi umtalsverður kostnaðarauki. Stór áfangi náðist í gær þegar lögmaður Færeyja, Aksel V. Johannessen, tilkynnti að allir flokkar á Lögþinginu hefðu náð samstöðu um að velja styttri og ódýrari leiðina, leið 1A. Jafnframt væri samstaða um að hefja hönnun ganganna og að bjóða verkið út. Valkostirnir tveir sem helst voru til skoðunar á göngum milli Sandeyjar og Suðureyjar. Niðurstaða flokkanna á Lögþinginu var að velja leið 1A; 24,3 kílómetra löng göng, með 1,5 kílómetra legg til að tengja Skúfey. Þessi leið er talin kosta 94 milljarða íslenskra króna.grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Þetta er þó ekki ákvörðun um að hefja framkvæmdir. Það er nefnilega skilyrt að þegar tilboð liggja fyrir, og menn sjá hina raunverulegu tölu, þá þarf aftur samþykki Lögþingsins til að hefja verkið. Sú ákvörðun gæti legið fyrir eftir tvö ár en það er talið taka átta ár að gera göngin. Þau gætu því verið komin í gagnið eftir tíu ár.
Færeyjar Samgöngur Vegagerð Vegtollar Jarðgöng á Íslandi Tengdar fréttir Búa sig undir ákvörðun um stærsta mannvirki Færeyja Færeyingar búa sig núna undir stærstu ákvörðun færeyskrar mannvirkjagerðar, hvort grafa eigi 26 kílómetra löng neðansjávargöng til Suðureyjar. Þeir stefna að ákvörðun eftir hálft ár og vonast til að framkvæmdir hefjist innan þriggja ára. 19. júní 2024 22:00 Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, tilkynnti í Ólafsvökuræðunni í fyrradag, setningarræðu færeyska lögþingsins, að frumvörp landsstjórnarinnar um gerð Suðureyjarganga og hækkun eftirlaunaaldurs yrðu bæði lögð fram að nýju í haust. Einn stjórnarflokkanna, Framsókn, fékk því framgengt að málin verði spyrt saman og að Suðureyjargöng verði ekki samþykkt nema hækkun eftirlaunaaldurs í áföngum upp í 70 ár fylgi með. 31. júlí 2025 12:30 Færeyingar fagna enn einum jarðgöngunum Færeyingar fögnuðu í gær opnun nýrra jarðganga, Fámjinsganga á Suðurey. Jóhan Christiansen, sjávarútvegs- og samgönguráðherra, opnaði göngin formlega með því að skera á borða. Elsti íbúi Fámjin, Svend Joensen, fékk svo fyrstur að aka í gegn. 26. júní 2025 14:50 Færeyingar fagna tvennum göngum Mannfjöldi fagnaði opnun tveggja nýrra jarðganga á Borðey í Færeyjum fyrir helgi, Árnafjarðarganga og Hvannasundsganga. Saman nefnast þau Göngin norður um Fjall og eru samtals 4,2 kílómetra löng. 22. desember 2024 06:46 Færeyingar fagna fjórðu neðansjávargöngunum Færeyingar fögnuðu í dag enn einni samgöngubyltingunni, Sandeyjargöngum, ellefu kílómetra löngum neðansjávargöngum milli Straumeyjar og Sandeyjar. 21. desember 2023 22:55 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Innlent Fleiri fréttir Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Sjá meira
Búa sig undir ákvörðun um stærsta mannvirki Færeyja Færeyingar búa sig núna undir stærstu ákvörðun færeyskrar mannvirkjagerðar, hvort grafa eigi 26 kílómetra löng neðansjávargöng til Suðureyjar. Þeir stefna að ákvörðun eftir hálft ár og vonast til að framkvæmdir hefjist innan þriggja ára. 19. júní 2024 22:00
Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, tilkynnti í Ólafsvökuræðunni í fyrradag, setningarræðu færeyska lögþingsins, að frumvörp landsstjórnarinnar um gerð Suðureyjarganga og hækkun eftirlaunaaldurs yrðu bæði lögð fram að nýju í haust. Einn stjórnarflokkanna, Framsókn, fékk því framgengt að málin verði spyrt saman og að Suðureyjargöng verði ekki samþykkt nema hækkun eftirlaunaaldurs í áföngum upp í 70 ár fylgi með. 31. júlí 2025 12:30
Færeyingar fagna enn einum jarðgöngunum Færeyingar fögnuðu í gær opnun nýrra jarðganga, Fámjinsganga á Suðurey. Jóhan Christiansen, sjávarútvegs- og samgönguráðherra, opnaði göngin formlega með því að skera á borða. Elsti íbúi Fámjin, Svend Joensen, fékk svo fyrstur að aka í gegn. 26. júní 2025 14:50
Færeyingar fagna tvennum göngum Mannfjöldi fagnaði opnun tveggja nýrra jarðganga á Borðey í Færeyjum fyrir helgi, Árnafjarðarganga og Hvannasundsganga. Saman nefnast þau Göngin norður um Fjall og eru samtals 4,2 kílómetra löng. 22. desember 2024 06:46
Færeyingar fagna fjórðu neðansjávargöngunum Færeyingar fögnuðu í dag enn einni samgöngubyltingunni, Sandeyjargöngum, ellefu kílómetra löngum neðansjávargöngum milli Straumeyjar og Sandeyjar. 21. desember 2023 22:55
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent