Allt getur gerst 30. september 2004 00:01 Allt getur gerst þó að kannanir vestan hafs gefi til kynna að George Bush hafi töluvert forskot á John Kerry í kapphlaupinu um Hvíta húsið. Aðeins þrjú málefni skipta sköpum í baráttunni, að sögn bandarísks sérfræðings í skoðanakönnunum. Í kvöld mætast þeir George W. Bush og John Kerry í fyrstu kappræðunum af þremur sem fara fram á næstu vikum. Skoðanakannanir benda eindregið til þess að Bush hafi töluvert forskot og vaxi ásmeginn, en að John Kerry sé í vanda staddur - munurinn er í sumum könnunum allt að tíu prósent. Þó er allt að fjórðungur kjósenda óákveðinn eða reiðubúinn að skipta um skoðun, að mati Karlyn Bowman hjá American Enterprise Institute í Washington. Hún segir enn langt til kosninganna og að vika sé heil eilífð í bandarískum stjórnmálum. Að sögn Karlyn getur margt breyst á lokasprettinum. Karlyn segir að tölurnar sýni að Kerry hafi verið með mjög gott flokksþing en Bush með betra flokksþing. Hún segir aðeins þrjú mál vera á oddinum í þessari kosningabaráttu sem sé óvenjulegt því yfirleitt séu helstu málin fjögur til sex. „Þjóðin hefur miklar áhyggjur af efnahagsmálunum, stríðinu í Írak og stríðinu gegn hryðjuverkum. Þetta eru einu málin sem tekist er á um í kosningabaráttunni,“ segir Karlyn. Að mati Karlyn getur ýmislegt gerst í kappræðunum í kvöld. Bæði hafa þær áhrif á óákveðna og frambjóðendunum má ekki verða á í messunni; slíkt getur haft alvarlegar afleiðingar eins og hjá Al Gore í síðustu kosningum. „Hann andvarpaði í sífellu eins og honum leiddist svör George Bush og einu sinni fór hann alveg upp að forsetanum á mjög furðulegan hátt. Fólk varð afhuga vegna framkomu hans,“ segir Karlyn. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Fleiri fréttir Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Sjá meira
Allt getur gerst þó að kannanir vestan hafs gefi til kynna að George Bush hafi töluvert forskot á John Kerry í kapphlaupinu um Hvíta húsið. Aðeins þrjú málefni skipta sköpum í baráttunni, að sögn bandarísks sérfræðings í skoðanakönnunum. Í kvöld mætast þeir George W. Bush og John Kerry í fyrstu kappræðunum af þremur sem fara fram á næstu vikum. Skoðanakannanir benda eindregið til þess að Bush hafi töluvert forskot og vaxi ásmeginn, en að John Kerry sé í vanda staddur - munurinn er í sumum könnunum allt að tíu prósent. Þó er allt að fjórðungur kjósenda óákveðinn eða reiðubúinn að skipta um skoðun, að mati Karlyn Bowman hjá American Enterprise Institute í Washington. Hún segir enn langt til kosninganna og að vika sé heil eilífð í bandarískum stjórnmálum. Að sögn Karlyn getur margt breyst á lokasprettinum. Karlyn segir að tölurnar sýni að Kerry hafi verið með mjög gott flokksþing en Bush með betra flokksþing. Hún segir aðeins þrjú mál vera á oddinum í þessari kosningabaráttu sem sé óvenjulegt því yfirleitt séu helstu málin fjögur til sex. „Þjóðin hefur miklar áhyggjur af efnahagsmálunum, stríðinu í Írak og stríðinu gegn hryðjuverkum. Þetta eru einu málin sem tekist er á um í kosningabaráttunni,“ segir Karlyn. Að mati Karlyn getur ýmislegt gerst í kappræðunum í kvöld. Bæði hafa þær áhrif á óákveðna og frambjóðendunum má ekki verða á í messunni; slíkt getur haft alvarlegar afleiðingar eins og hjá Al Gore í síðustu kosningum. „Hann andvarpaði í sífellu eins og honum leiddist svör George Bush og einu sinni fór hann alveg upp að forsetanum á mjög furðulegan hátt. Fólk varð afhuga vegna framkomu hans,“ segir Karlyn.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Fleiri fréttir Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Sjá meira