Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Ólafur Björn Sverrisson skrifar 25. desember 2024 22:17 Donald Trump hefur blásið í glæður ýmissa mála sem hann hélt uppi í forsetatíð sinni, sum eru sérkennilegri en önnur, eins og hugmynd hans um að „kaupa“ Grænland. AP/Evan Vucc Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti hefur á undanförnum vikum sýnt því áhuga að komast yfir landsvæði á borð við Panama, Grænland og Kanada. Hvort sem um grín eða alvöru er að ræða er ljóst að utanríkisstefnan er í andstöðu við þá sem snerist um að einangra sig frá fjarlægum deilum og samkeppnisríkjum. Fyrir rétt rúmri viku gantaðist Trump með það á samfélagsmiðli sínum Truth Social að gera Kanada að 51. ríki Bandaríkjanna. Það væri hávær krafa um það innan úr landinu norðan við Bandaríkin. Þó að um augljóst grín hafi verið að ræða hafa engir fyrirvarar verið settir á hugmyndir hans um til að mynda Panama-skurðinn. Trump ræddi það á ráðstefnu í Arizona-ríki um síðustu helgi að Panama væri að rukka bandarísk skip „fáranleg, mjög ósanngjörn gjöld“ fyrir afnot af Panama-skurðinum. Bandaríkjamenn veittu Panamamönnum full yfirráð yfir skurðinum árið 1970 eftir að hafa tekið að sér byggingu skurðarins á fyrri hluta 20. aldar. Trump sagði hins vegar ljóst að ef „féflettingin“ hætti ekki þá myndi hann krefjast þess að skurðinum yrði aftur skilað til Bandaríkjanna, án þess að ræða útfærsluna á því neitt nánar. Hann bætti því við að hann vildi ekki að Panama-skurðurinn „félli í rangar hendur“ og þá sérstaklega ekki í hendur Kínverja, sem hafa sinna hagsmuna að gæta hvað skurðinn varðar. Kína er annar stærsti notandi skurðarins á eftir Bandaríkjamönnum, samkvæmt opinberum gögnum. José Raúl Mulino forseti Panama hefur tekið af öll tvímæli um að skurðurinn Panama tilheyrði hans ríki og muni gera það áfram. Danir auka útgjöld til varnarmála Auk þessa hefur Trump um árabil lýst yfir áhuga sínum á að „kaupa Grænland“, nokkuð sem yfirvöld í Grænlandi, og Danmörku, hafa lýst yfir að sé ekki möguleiki. Þessar hugmyndir viðraði Trump í forsetatíð sinni, en jafnframt nýlega á samfélagsmiðlum. Elsti sonur Trump, Eric Trump, birti einnig mynd sem sýnir Trump bæta Grænlandi, Panama-skurðinum og Kanada í vörukörfu á Amazon. We are so back!!! pic.twitter.com/PvybVULeAz— Eric Trump (@EricTrump) December 24, 2024 Trump er talinn vilja styrkja stöðu Bandaríkjanna á Norðurslóðum og í því skyni ná yfirráðum á Grænlandi. Hann setti málið aftur á dagskrá þegar hann tilnefndi vin Elons Musk sem næsta sendiherra Danmerkur í síðustu viku. Hvort sem það var tilviljun eða ekki, þá tilkynntu Danir um stóraukin útgjöld til varnarmála í Grænlandi, daginn eftir tilkynninguna. Formaður varnarmálanefndar danska þingsins hefur sömuleiðis sagt að Bandaríkjaher geti ekki verið áfram á Grænlandi reyni Bandaríkjastjórn að komast yfir danskt yfirráðasvæði. Grænland Bandaríkin Panama Kanada Donald Trump Tengdar fréttir Segir Grænland ekki falt Formaður landsstjórnar Grænlands segir landið ekki til sölu eftir að Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti vakti aftur máls á eignarhaldi eyjunnar. Formaður varnarmálanefndar danska þingsins segir Bandaríkjaher ekki geta verið áfram á Grænlandi reyni Bandaríkjastjórn að komast yfir danskt yfirráðasvæði. 23. desember 2024 15:01 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Fyrir rétt rúmri viku gantaðist Trump með það á samfélagsmiðli sínum Truth Social að gera Kanada að 51. ríki Bandaríkjanna. Það væri hávær krafa um það innan úr landinu norðan við Bandaríkin. Þó að um augljóst grín hafi verið að ræða hafa engir fyrirvarar verið settir á hugmyndir hans um til að mynda Panama-skurðinn. Trump ræddi það á ráðstefnu í Arizona-ríki um síðustu helgi að Panama væri að rukka bandarísk skip „fáranleg, mjög ósanngjörn gjöld“ fyrir afnot af Panama-skurðinum. Bandaríkjamenn veittu Panamamönnum full yfirráð yfir skurðinum árið 1970 eftir að hafa tekið að sér byggingu skurðarins á fyrri hluta 20. aldar. Trump sagði hins vegar ljóst að ef „féflettingin“ hætti ekki þá myndi hann krefjast þess að skurðinum yrði aftur skilað til Bandaríkjanna, án þess að ræða útfærsluna á því neitt nánar. Hann bætti því við að hann vildi ekki að Panama-skurðurinn „félli í rangar hendur“ og þá sérstaklega ekki í hendur Kínverja, sem hafa sinna hagsmuna að gæta hvað skurðinn varðar. Kína er annar stærsti notandi skurðarins á eftir Bandaríkjamönnum, samkvæmt opinberum gögnum. José Raúl Mulino forseti Panama hefur tekið af öll tvímæli um að skurðurinn Panama tilheyrði hans ríki og muni gera það áfram. Danir auka útgjöld til varnarmála Auk þessa hefur Trump um árabil lýst yfir áhuga sínum á að „kaupa Grænland“, nokkuð sem yfirvöld í Grænlandi, og Danmörku, hafa lýst yfir að sé ekki möguleiki. Þessar hugmyndir viðraði Trump í forsetatíð sinni, en jafnframt nýlega á samfélagsmiðlum. Elsti sonur Trump, Eric Trump, birti einnig mynd sem sýnir Trump bæta Grænlandi, Panama-skurðinum og Kanada í vörukörfu á Amazon. We are so back!!! pic.twitter.com/PvybVULeAz— Eric Trump (@EricTrump) December 24, 2024 Trump er talinn vilja styrkja stöðu Bandaríkjanna á Norðurslóðum og í því skyni ná yfirráðum á Grænlandi. Hann setti málið aftur á dagskrá þegar hann tilnefndi vin Elons Musk sem næsta sendiherra Danmerkur í síðustu viku. Hvort sem það var tilviljun eða ekki, þá tilkynntu Danir um stóraukin útgjöld til varnarmála í Grænlandi, daginn eftir tilkynninguna. Formaður varnarmálanefndar danska þingsins hefur sömuleiðis sagt að Bandaríkjaher geti ekki verið áfram á Grænlandi reyni Bandaríkjastjórn að komast yfir danskt yfirráðasvæði.
Grænland Bandaríkin Panama Kanada Donald Trump Tengdar fréttir Segir Grænland ekki falt Formaður landsstjórnar Grænlands segir landið ekki til sölu eftir að Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti vakti aftur máls á eignarhaldi eyjunnar. Formaður varnarmálanefndar danska þingsins segir Bandaríkjaher ekki geta verið áfram á Grænlandi reyni Bandaríkjastjórn að komast yfir danskt yfirráðasvæði. 23. desember 2024 15:01 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Segir Grænland ekki falt Formaður landsstjórnar Grænlands segir landið ekki til sölu eftir að Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti vakti aftur máls á eignarhaldi eyjunnar. Formaður varnarmálanefndar danska þingsins segir Bandaríkjaher ekki geta verið áfram á Grænlandi reyni Bandaríkjastjórn að komast yfir danskt yfirráðasvæði. 23. desember 2024 15:01