Vald ráðherra mikið við dómaraval 28. september 2004 00:01 Deilt hefur verið um það undanfarið hvernig skipa skuli dómara við Hæstarétt hér á landi. Eins og kunnugt er skipar forseti Íslands í réttinn að tillögu dómsmálaráðherra, en dómsmálaráðherra byggir tillögu sína á umsögn Hæstaréttar. Hæstarétti er falið að skera úr um hvaða umsækjendur séu hæfir og hverjir ekki. Það er fróðlegt að skoða til samanburðar fyrirkomulag á skipan dómara í nágrannalöndunum. Það er margvíslegt, en þó virðist vald ráðherra vera einna mest hér á landi, ef eitthvað er. Danskir hæstaréttadómarar eru skipaðir af drottningunni eftir tillögu frá dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðherra byggir tillögu sína á útnefningu sérstaks skipunarráðs, sem í eru sex meðlimir skipaðir til fimm ára -- einn hæstaréttardómari, tveir dómarar undirrétta, einn lögmaður og tveir fulltrúar almannavaldsins. Ráðið gerir rökstudda tillögu um aðeins einn aðila hverju sinni. Ráðherra getur, lagalega, gengið gegn vilja ráðsins í tillögu sinni til drottningar, en slíkt hefur ákveðnar stjórnskipulegar afleiðingar í för með sér. Forsetinn skipar hæstaréttardómara í Finnlandi að tillögu dómsmálaráðherra, ekki ósvipað og hér. Tillaga dómsmálaráðherra er hins vegar gerð á grunni tillögu frá hæstarétti sjálfum. Hæstiréttur hefur þannig mikið vald um skipan dómara í réttinn og virðist vald ráðherrans við skipan dómara vera nánast eingöngu formlegt. Í Þýskalandi skipar forsetinn í hæstaréttinn eftir útnefningu frá dómsmálaráðherra, en sérstök valnefnd hefur áður gert tillögu að dómara. Ráðherrann situr í nefndinni og hefur þar atkvæðisrétt ásamt öðrum meðlimum. Í Frakklandi er svipað uppi á teningnum, en þar skipar forsetinn formlega í réttinn eftir útnefningu frá ráðherra. Ráðherra fer þó sjaldan gegn niðurstöðu sérstaks dómstólaráðs sem hefur áður gert tillögu um dómara. Ofangreindar upplýsingar eru fengnar úr nefndaráliti um breytingar á norska dómskerfinu frá 1999. Fréttir Hæstiréttur Innlent Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Deilt hefur verið um það undanfarið hvernig skipa skuli dómara við Hæstarétt hér á landi. Eins og kunnugt er skipar forseti Íslands í réttinn að tillögu dómsmálaráðherra, en dómsmálaráðherra byggir tillögu sína á umsögn Hæstaréttar. Hæstarétti er falið að skera úr um hvaða umsækjendur séu hæfir og hverjir ekki. Það er fróðlegt að skoða til samanburðar fyrirkomulag á skipan dómara í nágrannalöndunum. Það er margvíslegt, en þó virðist vald ráðherra vera einna mest hér á landi, ef eitthvað er. Danskir hæstaréttadómarar eru skipaðir af drottningunni eftir tillögu frá dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðherra byggir tillögu sína á útnefningu sérstaks skipunarráðs, sem í eru sex meðlimir skipaðir til fimm ára -- einn hæstaréttardómari, tveir dómarar undirrétta, einn lögmaður og tveir fulltrúar almannavaldsins. Ráðið gerir rökstudda tillögu um aðeins einn aðila hverju sinni. Ráðherra getur, lagalega, gengið gegn vilja ráðsins í tillögu sinni til drottningar, en slíkt hefur ákveðnar stjórnskipulegar afleiðingar í för með sér. Forsetinn skipar hæstaréttardómara í Finnlandi að tillögu dómsmálaráðherra, ekki ósvipað og hér. Tillaga dómsmálaráðherra er hins vegar gerð á grunni tillögu frá hæstarétti sjálfum. Hæstiréttur hefur þannig mikið vald um skipan dómara í réttinn og virðist vald ráðherrans við skipan dómara vera nánast eingöngu formlegt. Í Þýskalandi skipar forsetinn í hæstaréttinn eftir útnefningu frá dómsmálaráðherra, en sérstök valnefnd hefur áður gert tillögu að dómara. Ráðherrann situr í nefndinni og hefur þar atkvæðisrétt ásamt öðrum meðlimum. Í Frakklandi er svipað uppi á teningnum, en þar skipar forsetinn formlega í réttinn eftir útnefningu frá ráðherra. Ráðherra fer þó sjaldan gegn niðurstöðu sérstaks dómstólaráðs sem hefur áður gert tillögu um dómara. Ofangreindar upplýsingar eru fengnar úr nefndaráliti um breytingar á norska dómskerfinu frá 1999.
Fréttir Hæstiréttur Innlent Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira