Danskir ráðamenn réttmætt skotmark 27. september 2004 00:01 Danski forsætisráðherrann, varnarmálaráðherrann og danskir hermenn í Írak eru réttmæt skotmörk hryðjuverkamanna. Þetta sagði danskur múslimi sem var fyrr á árinu leystur úr haldi Bandaríkjamanna sem héldu honum föngnum í Guantanamo. Slimane Hadj Abderrahmane var handtekinn í Pakistan í febrúar 2002 og sendur til fangavistar og yfirheyrslu í herstöð Bandaríkjamanna í Guantanamo á Kúbu vegna hugsanlegra tengsla við al-Kaída og Talibanana sem stjórnuðu Afganistan fyrir innrás Bandaríkjanna. Sjálfur segist hann hafa verið í þjálfunarbúðum til undirbúnings því að berjast gegn Rússum með trúbræðrum sínum í Tsjetsjeníu. Það geti hann ekki gert nú því ein forsendan fyrir lausn hans frá Guantanamo var að hann hét því að beita ekki ofbeldi. Ummæli hans í dönskum fjölmiðlum um réttmæti árása á danska ráðamenn og hermenn í Írak vegna stuðnings Dana við innrásina í Írak hafa valdið miklu fjaðrafoki í Danmörku. Abderrahmane sagði í tveimur sjónvarpsviðtölum að þegar land ætti í stríði við múslima ættu leiðtogar landsins á hættu að verða skotmörk. Fréttamaður DR-2 sjónvarpsstöðvarinnar spurði hvort þetta þýddi að forsætisráðherrann og varnarmálaráðherrann væru réttmæt skotmörk. "Já, þeir geta verið það," svaraði Abderrahmane. "Ég get verið ósammála forsætisráðherranum, en enginn ætti að gefa í skyn að líf hans væri í hættu eða að drepa ætti danska hermenn," sagði sósíalistinn Anne Bastrup og sagði orð Abderrahmane óbeina viðurkenningu á beitingu ofbeldis. Peter Skaarup, þingmaður Þjóðarflokksins, gekk skrefinu lengra og hvatti dómsmálaráðuneytið til að athuga hvort Abderrahmane hefði gengið of langt í orðum sínum. Sjálfur réttmætti Abderrahmane orð sín með því að hann gæti ekki þagað þunnu hljóði. "Ég get ekki setið hjá aðgerðalaus meðan hermenn bandalagsþjóðanna ráðast á konur og börn í Írak." Danir studdu innrásina í Írak og hafa að auki sent herlið til landsins. Foringi í hernum hefur verið sakaður um að misþyrma íröskum föngum. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Danski forsætisráðherrann, varnarmálaráðherrann og danskir hermenn í Írak eru réttmæt skotmörk hryðjuverkamanna. Þetta sagði danskur múslimi sem var fyrr á árinu leystur úr haldi Bandaríkjamanna sem héldu honum föngnum í Guantanamo. Slimane Hadj Abderrahmane var handtekinn í Pakistan í febrúar 2002 og sendur til fangavistar og yfirheyrslu í herstöð Bandaríkjamanna í Guantanamo á Kúbu vegna hugsanlegra tengsla við al-Kaída og Talibanana sem stjórnuðu Afganistan fyrir innrás Bandaríkjanna. Sjálfur segist hann hafa verið í þjálfunarbúðum til undirbúnings því að berjast gegn Rússum með trúbræðrum sínum í Tsjetsjeníu. Það geti hann ekki gert nú því ein forsendan fyrir lausn hans frá Guantanamo var að hann hét því að beita ekki ofbeldi. Ummæli hans í dönskum fjölmiðlum um réttmæti árása á danska ráðamenn og hermenn í Írak vegna stuðnings Dana við innrásina í Írak hafa valdið miklu fjaðrafoki í Danmörku. Abderrahmane sagði í tveimur sjónvarpsviðtölum að þegar land ætti í stríði við múslima ættu leiðtogar landsins á hættu að verða skotmörk. Fréttamaður DR-2 sjónvarpsstöðvarinnar spurði hvort þetta þýddi að forsætisráðherrann og varnarmálaráðherrann væru réttmæt skotmörk. "Já, þeir geta verið það," svaraði Abderrahmane. "Ég get verið ósammála forsætisráðherranum, en enginn ætti að gefa í skyn að líf hans væri í hættu eða að drepa ætti danska hermenn," sagði sósíalistinn Anne Bastrup og sagði orð Abderrahmane óbeina viðurkenningu á beitingu ofbeldis. Peter Skaarup, þingmaður Þjóðarflokksins, gekk skrefinu lengra og hvatti dómsmálaráðuneytið til að athuga hvort Abderrahmane hefði gengið of langt í orðum sínum. Sjálfur réttmætti Abderrahmane orð sín með því að hann gæti ekki þagað þunnu hljóði. "Ég get ekki setið hjá aðgerðalaus meðan hermenn bandalagsþjóðanna ráðast á konur og börn í Írak." Danir studdu innrásina í Írak og hafa að auki sent herlið til landsins. Foringi í hernum hefur verið sakaður um að misþyrma íröskum föngum.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira