Hægriöfgaflokkur sigurvegari 20. september 2004 00:01 Hægriöfgaflokkurinn NPD og fyrrverandi kommúnistaflokkurinn PDS eru sigurvegarar kosninga sem fóru fram í Þýskalandi í gær. Stjórnmálamenn segja kjósendur vera að mótmæla en virðast vanmeta hversu útbreitt útlendingahatur er orðið. Sambandslandskosningar fóru fram í Saxlandi og Brandenburg í gær og óhætt er að segja að kjósendur þar hafi veitt hefðbundnu flokkunum ærlega ráðningu. Í Saxlandi hlaut hægriöfgaflokkurinn NPD ríflega níu prósenta fylgi á meðan kristilegir demókratar, sem stjórnað hafa í Saxlandi frá falli Berlínarmúrsins, töpuðu sextán prósentum. Næst stærsti flokkurinn í Saxlandi er fyrrverandi kommúnistaflokkurinn og stjórnarflokkur Austur-Þýskalands, PDS. Í Brandenburg hlaut annar hægriöfgaflokkur, DVU, sex prósenta fylgi. Báðir flokkarnir virðast einkum hafa höfðað til yngri kjósenda og atvinnulausra. Jafnaðarmannaflokkur Schröders kanslara, sem ráðið hefur ríkjum í Brandenburg, galt afhroð en getur þó myndað samsteypustjórn með vinstriflokknum PDS. Stjórnmálamenn og fréttaskýrendur fara mikinn í þýskum fjölmiðlum í dag og segja ástæðu úrslitana vera þá að kjósendur hafi viljað refsa hefðbundnu flokkunum. Fylgi öfgaflokka sé í raun mótmæli kjósenda sem sagt er að séu óánægðir með róttækar umbætur á atvinnuleysistryggingakerfinu. Hægriöfgamenn hafa frá falli múrs átt hljómgrunn í Austur-Þýskalandi, þar er útlendingahatur vandamál þó að þar búi mun færri útlendingar en vestan megin gömlu landamæranna. Vonleysi og atvinnuleysi eru alvarleg vandamál sem illa hefur gengið að koma böndum á og í því umhverfi hafa öfgahópar fundið frjósaman jarðveg. Yfirvöld hafa látið semja lærðar skýrslur um þennan vanda en ráðaleysi hefur ríkt um hvernig mætti leysa hann. Niðurstöður kosninganna ættu ekki að koma á óvart og bera vott um meira en mótmæli kjósenda. Þær bera vott um hreina hægriöfgasveiflu og vinsældir flokka sem breiða út boðskap sem rekur rætur sínar beint til nasista seinni heimsstyrjaldarinnar. Í sambandslöndunum hafa íbúar og hagsmunaaðilar miklar áhyggjur af þessari þróun. Á meðal almennings er stuðningur við öfgahópa ekki mikill; hagsmunahópar gyðinga óttast nýnasisma og talsmenn viðskiptalífsins hafa af því áhyggjur, að fjárfestar þori ekki að leggja fé í atvinnurekstur á svæði, þar sem öfgamenn eiga sér bakland. Holger Apfel, leiðtogi NPD-flokksins, sést hér umkringdur blaðamönnum og ljósmyndurum eftir að hafa greitt atkvæði sitt í gær. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Fleiri fréttir Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Sjá meira
Hægriöfgaflokkurinn NPD og fyrrverandi kommúnistaflokkurinn PDS eru sigurvegarar kosninga sem fóru fram í Þýskalandi í gær. Stjórnmálamenn segja kjósendur vera að mótmæla en virðast vanmeta hversu útbreitt útlendingahatur er orðið. Sambandslandskosningar fóru fram í Saxlandi og Brandenburg í gær og óhætt er að segja að kjósendur þar hafi veitt hefðbundnu flokkunum ærlega ráðningu. Í Saxlandi hlaut hægriöfgaflokkurinn NPD ríflega níu prósenta fylgi á meðan kristilegir demókratar, sem stjórnað hafa í Saxlandi frá falli Berlínarmúrsins, töpuðu sextán prósentum. Næst stærsti flokkurinn í Saxlandi er fyrrverandi kommúnistaflokkurinn og stjórnarflokkur Austur-Þýskalands, PDS. Í Brandenburg hlaut annar hægriöfgaflokkur, DVU, sex prósenta fylgi. Báðir flokkarnir virðast einkum hafa höfðað til yngri kjósenda og atvinnulausra. Jafnaðarmannaflokkur Schröders kanslara, sem ráðið hefur ríkjum í Brandenburg, galt afhroð en getur þó myndað samsteypustjórn með vinstriflokknum PDS. Stjórnmálamenn og fréttaskýrendur fara mikinn í þýskum fjölmiðlum í dag og segja ástæðu úrslitana vera þá að kjósendur hafi viljað refsa hefðbundnu flokkunum. Fylgi öfgaflokka sé í raun mótmæli kjósenda sem sagt er að séu óánægðir með róttækar umbætur á atvinnuleysistryggingakerfinu. Hægriöfgamenn hafa frá falli múrs átt hljómgrunn í Austur-Þýskalandi, þar er útlendingahatur vandamál þó að þar búi mun færri útlendingar en vestan megin gömlu landamæranna. Vonleysi og atvinnuleysi eru alvarleg vandamál sem illa hefur gengið að koma böndum á og í því umhverfi hafa öfgahópar fundið frjósaman jarðveg. Yfirvöld hafa látið semja lærðar skýrslur um þennan vanda en ráðaleysi hefur ríkt um hvernig mætti leysa hann. Niðurstöður kosninganna ættu ekki að koma á óvart og bera vott um meira en mótmæli kjósenda. Þær bera vott um hreina hægriöfgasveiflu og vinsældir flokka sem breiða út boðskap sem rekur rætur sínar beint til nasista seinni heimsstyrjaldarinnar. Í sambandslöndunum hafa íbúar og hagsmunaaðilar miklar áhyggjur af þessari þróun. Á meðal almennings er stuðningur við öfgahópa ekki mikill; hagsmunahópar gyðinga óttast nýnasisma og talsmenn viðskiptalífsins hafa af því áhyggjur, að fjárfestar þori ekki að leggja fé í atvinnurekstur á svæði, þar sem öfgamenn eiga sér bakland. Holger Apfel, leiðtogi NPD-flokksins, sést hér umkringdur blaðamönnum og ljósmyndurum eftir að hafa greitt atkvæði sitt í gær.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Fleiri fréttir Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Sjá meira