Aukin harka um forsetastólinn 7. september 2004 00:01 Aukin harka færist í keppni þeirra George Bush og Johns Kerrys um forsetastólinn í Bandaríkjunum. Hins vegar er umdeilanlegt hvort umræðan sé málefnalegri fyrir vikið. Það kvað við nokkuð hvassari tón í ræðu Johns Kerrys í Vestur-Virginíu í gær. Nýir liðsmenn í kosningaliðinu, gömul brýni úr innsta hring Bills Clintons, höfðu greinilega ákveðið að kominn væri tími á örlítið meiri hörku en Kerry hefur sýnt hingað til. Kerry spurði áheyrendur í Virginíu hvort þeir vildu fjögur ár enn þar sem störf eru flutt úr landi og í staðinn komi störf sem séu verr launuð en núverandi störf landsmanna. „Viljið þið fjögur ár enn af einstrengingslegri utanríkisstefnu sem einangrar Bandaríkin? Þetta er mjög einfalt. Ef þið voruð hrifin af síðustu fjórum árum og viljið fjögur slík í viðbót, þá skuluð þið segja fólki að kjósa George W. Bush því þetta er það sem þið fáið,“ sagði Kerry. Kerry sagði þetta kristallast í einum bókstaf, „W“, og vísaði þar til nafns forsetans, George W. Bush. Hann sagði stafinn standa fyrir „rangt“ (wrong): rangt val, rangt mat, rangan forgang og ranga stefnu fyrir Bandaríkin. Kerry vill kalla bandarískar hersveitir frá Írak á fyrsta kjörtímabili sínu og segir fullyrðingar Bush-stjórnarinnar um bandalag margra þjóða í Írak tóma þvælu. Langflestir hermennirnir séu bandarískir og mannfallið sé mest á meðal þeirra. Bandarískir skattgreiðendur borgi auk þess brúsann. Svörin létu ekki á sér standa. George Bush sagði á kosningafundi að Kerry hefði vaknað í gærmorgun með nýja kosningaráðgjafa og enn eina afstöðuna. „Allt í einu er hann aftur á móti. Það er sama hve oft Kerry skiptir um skoðun, það var rétt fyrir Bandaríkin þá og það er rétt fyrir Bandaríkin núna að Saddam Hussein skuli ekki vera lengur við völd,“ sagði Bush. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Varað við ferðalögum víða um land Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Aukin harka færist í keppni þeirra George Bush og Johns Kerrys um forsetastólinn í Bandaríkjunum. Hins vegar er umdeilanlegt hvort umræðan sé málefnalegri fyrir vikið. Það kvað við nokkuð hvassari tón í ræðu Johns Kerrys í Vestur-Virginíu í gær. Nýir liðsmenn í kosningaliðinu, gömul brýni úr innsta hring Bills Clintons, höfðu greinilega ákveðið að kominn væri tími á örlítið meiri hörku en Kerry hefur sýnt hingað til. Kerry spurði áheyrendur í Virginíu hvort þeir vildu fjögur ár enn þar sem störf eru flutt úr landi og í staðinn komi störf sem séu verr launuð en núverandi störf landsmanna. „Viljið þið fjögur ár enn af einstrengingslegri utanríkisstefnu sem einangrar Bandaríkin? Þetta er mjög einfalt. Ef þið voruð hrifin af síðustu fjórum árum og viljið fjögur slík í viðbót, þá skuluð þið segja fólki að kjósa George W. Bush því þetta er það sem þið fáið,“ sagði Kerry. Kerry sagði þetta kristallast í einum bókstaf, „W“, og vísaði þar til nafns forsetans, George W. Bush. Hann sagði stafinn standa fyrir „rangt“ (wrong): rangt val, rangt mat, rangan forgang og ranga stefnu fyrir Bandaríkin. Kerry vill kalla bandarískar hersveitir frá Írak á fyrsta kjörtímabili sínu og segir fullyrðingar Bush-stjórnarinnar um bandalag margra þjóða í Írak tóma þvælu. Langflestir hermennirnir séu bandarískir og mannfallið sé mest á meðal þeirra. Bandarískir skattgreiðendur borgi auk þess brúsann. Svörin létu ekki á sér standa. George Bush sagði á kosningafundi að Kerry hefði vaknað í gærmorgun með nýja kosningaráðgjafa og enn eina afstöðuna. „Allt í einu er hann aftur á móti. Það er sama hve oft Kerry skiptir um skoðun, það var rétt fyrir Bandaríkin þá og það er rétt fyrir Bandaríkin núna að Saddam Hussein skuli ekki vera lengur við völd,“ sagði Bush.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Varað við ferðalögum víða um land Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira