Erlent

Schröder beið afhroð

Jafnaðarmannaflokkur Gerhards Schröders beið enn á ný afhroð í héraðskosningum í gær en þá var kosið í Saarlandi. Flokkurinn fékk ærlegan skell og tapaði 13,5 prósentum af fylgi sínu miðað við síðustu kosningar. Flokkurinn hlaut 30,8 prósent sem er það minnsta sem hann hefur hlotið síðan árið 1960. Kristilegir demókratar sóttu á, fengu 47,5 prósent. Hægriöfgaflokkurinn NPD hlaut einnig nokkuð gott fylgi. Stjórnmálaskýrendur segja umdeildar breytingar stjórnvalda í Berlín á atvinnuleysistryggingum og velferðarkerfinu að líkindum meginástæðu þess hvernig kosningarnar fóru.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×