Erlent

Gagnrýndi Kerry harðlega

Varaforseti Bandaríkjanna, Dick Cheney, talaði á flokksþingi repúblikana í New York í gær. Hann gagnrýndi forsetaframbjóðanda demókrata, John Kerry, harðlega og sagði hann frægan fyrir að skipta um skoðun. Hann sagði hins vegar George Bush Bandaríkjaforseta framúrskarandi stjórnanda sem hefði rétt við efnahag Bandaríkjanna og komi til með að leiða þjóðina til sigurs í baráttunni við hryðjuverk. Það þótti einnig sæta tíðindum að öldungadeildarþingmaður úr flokki demókrata, Zen Miller, talaði á þinginu og lýsti yfir stuðningi sínum við Bush. Forsetinn stígur sjálfur í svið í kvöld en búist er við miklum mótmælum fyrir utan samkomuhúsið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×