Erlent

Chirac gagnrýnir Bush

Jaques Chirac, forseti Frakklands, gagnrýndi George Bush, forseta Bandaríkjanna, á blaðamannafundi í dag fyrir að lýsa yfir eindregnum stuðningi við umsókn Tyrkja um inngöngu í Evrópusambandið og þrýsta á sambandið um að ákveða hvenær samningaviðræður geti hafist. Bush lýsti þessu yfir í Istanbúl í gær en þar fer nú fram leiðtogafundur sambandsríkja Atlantshafsbandalagsins. Chirac segir Bush ekki aðeins hafa gengið of langt með þessum ummælum sínum heldur hafi hann jafnframt farið út fyrir verksvið sitt. Við sama tækifæri sagðist Chirac vera mótfallinn því að NATO hafi formlegt hlutverk í Írak, þrátt fyrir að bandalagið hafi samþykkt fyrr í dag að taka þátt í að endurþjálfa írakska herinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×