Erlent

Kjarnorkubann framlengt

Indverjar og Pakistanar hafa ákveðið að framlengja bann við tilraunum á kjarnorkuvopnum. Mikil spenna hefur verið á milli þjóðanna um árabil og náði hámarki fyrir tveimur árum þegar óttast var að upp úr syði með kjarnorkustríði. Fulltrúar ríkjanna hafa setið að samningaborði í Nýju Delí síðustu daga. Þeir féllust einnig á að setja upp sérstakan neyðarsíma á milli utanríkisráðuneyta þjóðanna til að minnka líkur á að kjarnorkuvopnum verði beitt. Í samkomulagi Indverja og Pakistana eru þó ákvæði um að beita megi kjarnorkuvopnum, verði ríkjunum ógnað á afgerandi hátt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×