Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar lítillega Verðbólga mælist nú 6,6 prósent en hún var 6,7 prósent í síðasta mánuði. Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,33 prósent milli mánaða en verðbólgan hefur ekki verið lægri síðan í febrúar 2022. Viðskipti innlent 28.2.2024 09:11 Jafnlaunavottun sé orðin að bissness Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins hyggst leggja til breytingar á lögum um jafnlaunavottun þannig að hún verði valkvæð en ekki skylda líkt og í dag. Hún segir engan marktækan mun á kynbundnum launamun fyrirtækja með vottunina og þeirra sem séu án hennar. Viðskipti innlent 28.2.2024 08:45 Lækkaði um átta prósent eftir mikla hækkun í gær Virði hlutabréfa í Alvotech lækkuðu um 7,76 prósent í dag. Velta dagsins var um 1,3 milljarðar króna. Verð hlutar í félaginu stendur nú í 2.260 krónum og á síðastliðnu ári hefur verðið hækkað um 42,6 prósent. Viðskipti innlent 27.2.2024 20:01 Hagnaður Nova tók stökk Nova Klúbburinn hf. hagnaðist um 729 milljónir á síðasta ári og var það aukning um 35 prósent milli ára. Tekjur fyrirtækisins á síðasta ári voru tæpir þrettán milljarðar og jukust um þær um 2,8 prósent frá 2023. Viðskipti innlent 27.2.2024 18:57 Tíðinda af hugsanlegri sölu miðla að vænta á vormánuðum Rekstrarhagnaður samstæðu Sýnar nam 3.544 milljónum króna árið 2023. Að teknu tilliti þriggja milljarða króna sölu á stofnneti félagsins og tiltekinna einskiptisliða og afskrifta tengdum rekstrarhagræðingu nam rekstrarhagnaður 1.945 milljónum króna. Viðskipti innlent 27.2.2024 17:09 Ómar segir skilið við Securitas Ómar Svavarsson hefur komist að samkomulagi við stjórn Securitas um starfslok eftir að hafa gegnt starfi forstjóra frá júlí árið 2017. Hann lætur strax af daglegum störfum en verður félaginu innan handar þar til eftirmaður hans hefur verið ráðinn. Viðskipti innlent 27.2.2024 15:47 Hrund og Rósa María ráðnar til Íslandshótela Íslandshótel hafa ráðið Hrund Hauksdóttur og Rósu Maríu Ásgeirsdóttur til starfa á skrifstofu félagsins. Viðskipti innlent 27.2.2024 14:21 Ásgeir seðlabankastjóri í fimm ár í viðbót Ásgeir Jónsson verður áfram seðlabankastjóri næstu fimm árin, til ársins 2029. Gerist það sjálfkrafa þar sem staðan verður ekki auglýst. Viðskipti innlent 27.2.2024 10:57 Noona kaupir SalesCloud Noona Labs ehf., sem á og rekur markaðstorgið Noona og rekstrarumsjónarkerfið Noona HQ, hefur fest kaup á öllu hlutafé í hugbúnaðarfyrirtækinu SalesCloud ehf., sem hefur um áraraðir þróað sölu- og greiðslukerfi fyrir veitingastaði, bari, hótel og ýmsa afþreyingu hér á landi og í Svíþjóð. Viðskipti innlent 27.2.2024 10:26 Ráðin stafrænn leiðtogi Hagkaups Helga Eir Gunnlaugsdóttir hefur verið ráðin stafrænn leiðtogi Hagkaups. Viðskipti innlent 27.2.2024 07:42 Guðjón og Gylfi ætla að berjast um sæti í stjórn Festi Guðjón Auðunsson, fráfarandi forstjóri Reita fasteignafélags, og Gylfi Ólafsson, fyrrum forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, hafa boðið sig fram til stjórnar hjá Festi. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. Viðskipti innlent 26.2.2024 17:07 Kristín kveður Sýn Sýn og Kristín Friðgeirsdóttir hafa gert samkomulag um að Kristín láti af störfum sem fjármálastjóri félagsins. Kristín hefur gegnt þeirri stöðu frá árinu 2021. Viðskipti innlent 26.2.2024 16:12 Ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Kviku banka Halldór Þór Snæland hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Kviku og tekur sæti í framkvæmdastjórn bankans. Viðskiptabankasviðið þjónustar viðskiptavini með almennri bankaþjónustu, fjölbreyttum fjártæknilausnum og í gegnum sérhæfð vörumerki og dótturfélög. Á meðal vörumerkja sem heyra undir viðskiptabankasviðið eru Auður, Aur, Lykill, Netgíró og Straumur. Viðskipti innlent 26.2.2024 15:26 Gjaldþrota veitingamaður mátti ekki borga þrjátíu kúlur fyrir kókið Greiðslu gjaldþrota veitingamanns til Coca-Cola Europacific Partners Ísland ehf. upp á tæplega þrjátíu milljónir króna hefur verið rift af Landsrétti. Maðurinn nýtti fjármuni frá gjaldþrota fyrirtæki sínu til þess að greiða skuld sem hann hafði gengið í sjálfskuldarábyrgð fyrir. Viðskipti innlent 26.2.2024 11:58 Engar torfur fundist enn í loðnuleitinni Þriðja loðnuleitin frá áramótum, sem núna stendur yfir, hefur enn sem komið er ekki skilað neinni viðbót sem gefur tilefni til að ætla að grænt ljós verði gefið á loðnuveiðar þennan veturinn. Tvö leitarskip af þremur hafa lokið sinni yfirferð en það þriðja heldur áfram að leita næstu tvo til þrjá daga. Viðskipti innlent 26.2.2024 11:55 Kaldbakur festir kaup á Optimar Fjárfestingafélagið Kaldbakur, sem er í eigu tveggja stofnenda Samherja, hefur gengið frá kaupum á hátæknifyrirtækinu Optimar af þýska eignarhaldsfélaginu Haniel. Optimar framleiðir sjálfvirk fiskvinnslukerfi til notkunar um borð í fiskiskipum, á landi og í fiskeldi og er með viðskiptavini í meira en 30 löndum. Viðskipti innlent 26.2.2024 11:03 Salome til Transition Labs Salome Hallfreðsdóttir hefur gengið til liðs við loftslagsfyrirtækið Transition Labs og verður framkvæmdastjóri nýstofnaðs dótturfélags þess sem nefnist Röst sjávarrannsóknasetur ehf. Viðskipti innlent 26.2.2024 09:55 Tóku 23 milljarða tilboði í morgunsárið Alvotech gekk í morgun að tilboði frá hópi fagfjárfesta og viðurkenndra gagnaðila um sölu á 10.127.132 almennum hlutabréfum í félaginu að verðmæti um 22,8 milljarðar króna. Tilboðið er jafnvirði 166 milljóna dala miðað við miðgengi Seðlabanka Íslands síðastliðinn fösudag á genginu 2.250 krónur á hlut, 16,41 dalir á hlut. Verð á bréfum í félaginu hækkaði um þrettán prósent eftir fyrstu viðskipti dagsins. Viðskipti innlent 26.2.2024 09:31 Dýrasta spilið kostar 140 þúsund krónur Eina Pokémon-verslun landsins hefur stækkað við sig vegna mikillar velgengni. Stök spil geta kostað tugi þúsunda króna en eigendurnir segja viðtökurnar hafa farið fram úr þeirra björtustu vonum. Viðskipti innlent 25.2.2024 21:52 Alvotech fær langþráð grænt ljós í Bandaríkjunum Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur veitt Alvotech leyfi til sölu og markaðssetningar í Bandaríkjunum á Simlandi (adalimumab-ryvk) sem líftæknilyfjahliðstæðu við Humira. Þetta kemur fram í tilkynningu Alvotech til Kauphallarinnar. Viðskipti innlent 24.2.2024 03:00 Milljarðatjón vegna umfjöllunar um jarðhræringar við Grindavík Forstjóri Play segir fréttir heimsfjölmiðla af umbrotunum í Grindavík fyrr í vetur hafa valdið íslenskri ferðaþjónustu milljarðatjóni. Hann hvetur íslensk stjórnvöld til að líta í eigin barm um hvað megi gera betur. Viðskipti innlent 23.2.2024 22:18 Blæs á áhyggjur borgarfulltrúa af brúnni Framkvæmdastjóri Betri samgangna segir ekkert til í því að Fossvogsbrú muni nýtast illa. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir allt of mikla fjármuni fara í framkvæmdina, sem myndu nýtast betur annars staðar. Viðskipti innlent 23.2.2024 20:30 Stórir hluthafar mótfallnir eða hugsi yfir framboði Þórðar Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, stærsti hluthafinn í Festi sem er móðurfélag Krónunnar, N1 og Elko, leggst gegn því að Þórður Már Jóhannesson verði kjörinn í stjórn félagsins á ný. Fleiri lífeyrissjóðir eru sama sinnis. Viðskipti innlent 23.2.2024 12:16 Styrmir Þór til Vals Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri Arctic Adventures, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Vals. Styrmir tekur við starfinu af Sigursteini Stefánssyni sem sagði starfi sínu lausu á dögunum. Viðskipti innlent 23.2.2024 11:49 Gunnar Páll nýr framkvæmdastjóri ALVA framkvæmda Gunnar Páll Viðarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri ALVA framkvæmda hjá fjárfestingarfélaginu ALVA Capital. Þetta kemur fram í tilkynningu. Viðskipti innlent 23.2.2024 10:12 Helga hættir sem formaður bankaráðs Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans, sem hefur setið í bankaráði frá árinu 2013 og verið formaður þess frá árinu 2016, gefur ekki kost á sér til áframhaldandi setu í bankaráði á aðalfundi bankans í mars. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landsbankans. Viðskipti innlent 23.2.2024 10:02 Rapyd í ólgusjó: Herjað á mörg hundruð fyrirtæki að slíta viðskiptum við Rapyd Tugir viðskiptavina hafa hætt viðskiptum við greiðsluhirðinn Rapyd Europe á síðustu vikum. Forstjórinn segir sniðgönguna bitna á starfsfólki fyrirtækisins en aðgerðasinnar segja efnahagssniðgöngu eina vopn almennra borgara. Ríkiskaup endurnýjuðu samning sinn við Rapyd Europe á mánudag en eru að undirbúa nýtt útboð á færsluhirðingu. Viðskipti innlent 23.2.2024 08:01 Vill heimild til að selja Íslandsbanka í útboði með áherslu á almenning Drög að frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra um ráðstöfun eignarhlutar ríkisins í Íslandsbanka hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Drögin fela í sér að ríkið ráðstafi eignarhlut sínum í Íslandsbanka með markaðssettu útboði og að sala til einstaklinga hafi forgang. Viðskipti innlent 22.2.2024 16:59 Bjóða Grindvíkingum að færa fasta vexti Landsbankinn býður Grindvíkingum sem eru með íbúðalán á föstum vöxtum hjá bankanum og ákveða að selja ríkinu íbúðarhúsnæði sitt að halda þeim kjörum sem eru á láninu við kaup á nýrri fasteign. Viðskipti innlent 22.2.2024 16:28 Segja að loðnan gæti verið að bíða eftir nýju tungli Starfsmenn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum velta því nú fyrir sér hvort loðnan hafi ekki enn fundist vegna þess að hún bíði eftir nýju tungli. Það er byggt á gamalli japanskri sjómannaspeki. Viðskipti innlent 22.2.2024 15:42 « ‹ 29 30 31 32 33 34 35 36 37 … 334 ›
Verðbólga hjaðnar lítillega Verðbólga mælist nú 6,6 prósent en hún var 6,7 prósent í síðasta mánuði. Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,33 prósent milli mánaða en verðbólgan hefur ekki verið lægri síðan í febrúar 2022. Viðskipti innlent 28.2.2024 09:11
Jafnlaunavottun sé orðin að bissness Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins hyggst leggja til breytingar á lögum um jafnlaunavottun þannig að hún verði valkvæð en ekki skylda líkt og í dag. Hún segir engan marktækan mun á kynbundnum launamun fyrirtækja með vottunina og þeirra sem séu án hennar. Viðskipti innlent 28.2.2024 08:45
Lækkaði um átta prósent eftir mikla hækkun í gær Virði hlutabréfa í Alvotech lækkuðu um 7,76 prósent í dag. Velta dagsins var um 1,3 milljarðar króna. Verð hlutar í félaginu stendur nú í 2.260 krónum og á síðastliðnu ári hefur verðið hækkað um 42,6 prósent. Viðskipti innlent 27.2.2024 20:01
Hagnaður Nova tók stökk Nova Klúbburinn hf. hagnaðist um 729 milljónir á síðasta ári og var það aukning um 35 prósent milli ára. Tekjur fyrirtækisins á síðasta ári voru tæpir þrettán milljarðar og jukust um þær um 2,8 prósent frá 2023. Viðskipti innlent 27.2.2024 18:57
Tíðinda af hugsanlegri sölu miðla að vænta á vormánuðum Rekstrarhagnaður samstæðu Sýnar nam 3.544 milljónum króna árið 2023. Að teknu tilliti þriggja milljarða króna sölu á stofnneti félagsins og tiltekinna einskiptisliða og afskrifta tengdum rekstrarhagræðingu nam rekstrarhagnaður 1.945 milljónum króna. Viðskipti innlent 27.2.2024 17:09
Ómar segir skilið við Securitas Ómar Svavarsson hefur komist að samkomulagi við stjórn Securitas um starfslok eftir að hafa gegnt starfi forstjóra frá júlí árið 2017. Hann lætur strax af daglegum störfum en verður félaginu innan handar þar til eftirmaður hans hefur verið ráðinn. Viðskipti innlent 27.2.2024 15:47
Hrund og Rósa María ráðnar til Íslandshótela Íslandshótel hafa ráðið Hrund Hauksdóttur og Rósu Maríu Ásgeirsdóttur til starfa á skrifstofu félagsins. Viðskipti innlent 27.2.2024 14:21
Ásgeir seðlabankastjóri í fimm ár í viðbót Ásgeir Jónsson verður áfram seðlabankastjóri næstu fimm árin, til ársins 2029. Gerist það sjálfkrafa þar sem staðan verður ekki auglýst. Viðskipti innlent 27.2.2024 10:57
Noona kaupir SalesCloud Noona Labs ehf., sem á og rekur markaðstorgið Noona og rekstrarumsjónarkerfið Noona HQ, hefur fest kaup á öllu hlutafé í hugbúnaðarfyrirtækinu SalesCloud ehf., sem hefur um áraraðir þróað sölu- og greiðslukerfi fyrir veitingastaði, bari, hótel og ýmsa afþreyingu hér á landi og í Svíþjóð. Viðskipti innlent 27.2.2024 10:26
Ráðin stafrænn leiðtogi Hagkaups Helga Eir Gunnlaugsdóttir hefur verið ráðin stafrænn leiðtogi Hagkaups. Viðskipti innlent 27.2.2024 07:42
Guðjón og Gylfi ætla að berjast um sæti í stjórn Festi Guðjón Auðunsson, fráfarandi forstjóri Reita fasteignafélags, og Gylfi Ólafsson, fyrrum forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, hafa boðið sig fram til stjórnar hjá Festi. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. Viðskipti innlent 26.2.2024 17:07
Kristín kveður Sýn Sýn og Kristín Friðgeirsdóttir hafa gert samkomulag um að Kristín láti af störfum sem fjármálastjóri félagsins. Kristín hefur gegnt þeirri stöðu frá árinu 2021. Viðskipti innlent 26.2.2024 16:12
Ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Kviku banka Halldór Þór Snæland hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Kviku og tekur sæti í framkvæmdastjórn bankans. Viðskiptabankasviðið þjónustar viðskiptavini með almennri bankaþjónustu, fjölbreyttum fjártæknilausnum og í gegnum sérhæfð vörumerki og dótturfélög. Á meðal vörumerkja sem heyra undir viðskiptabankasviðið eru Auður, Aur, Lykill, Netgíró og Straumur. Viðskipti innlent 26.2.2024 15:26
Gjaldþrota veitingamaður mátti ekki borga þrjátíu kúlur fyrir kókið Greiðslu gjaldþrota veitingamanns til Coca-Cola Europacific Partners Ísland ehf. upp á tæplega þrjátíu milljónir króna hefur verið rift af Landsrétti. Maðurinn nýtti fjármuni frá gjaldþrota fyrirtæki sínu til þess að greiða skuld sem hann hafði gengið í sjálfskuldarábyrgð fyrir. Viðskipti innlent 26.2.2024 11:58
Engar torfur fundist enn í loðnuleitinni Þriðja loðnuleitin frá áramótum, sem núna stendur yfir, hefur enn sem komið er ekki skilað neinni viðbót sem gefur tilefni til að ætla að grænt ljós verði gefið á loðnuveiðar þennan veturinn. Tvö leitarskip af þremur hafa lokið sinni yfirferð en það þriðja heldur áfram að leita næstu tvo til þrjá daga. Viðskipti innlent 26.2.2024 11:55
Kaldbakur festir kaup á Optimar Fjárfestingafélagið Kaldbakur, sem er í eigu tveggja stofnenda Samherja, hefur gengið frá kaupum á hátæknifyrirtækinu Optimar af þýska eignarhaldsfélaginu Haniel. Optimar framleiðir sjálfvirk fiskvinnslukerfi til notkunar um borð í fiskiskipum, á landi og í fiskeldi og er með viðskiptavini í meira en 30 löndum. Viðskipti innlent 26.2.2024 11:03
Salome til Transition Labs Salome Hallfreðsdóttir hefur gengið til liðs við loftslagsfyrirtækið Transition Labs og verður framkvæmdastjóri nýstofnaðs dótturfélags þess sem nefnist Röst sjávarrannsóknasetur ehf. Viðskipti innlent 26.2.2024 09:55
Tóku 23 milljarða tilboði í morgunsárið Alvotech gekk í morgun að tilboði frá hópi fagfjárfesta og viðurkenndra gagnaðila um sölu á 10.127.132 almennum hlutabréfum í félaginu að verðmæti um 22,8 milljarðar króna. Tilboðið er jafnvirði 166 milljóna dala miðað við miðgengi Seðlabanka Íslands síðastliðinn fösudag á genginu 2.250 krónur á hlut, 16,41 dalir á hlut. Verð á bréfum í félaginu hækkaði um þrettán prósent eftir fyrstu viðskipti dagsins. Viðskipti innlent 26.2.2024 09:31
Dýrasta spilið kostar 140 þúsund krónur Eina Pokémon-verslun landsins hefur stækkað við sig vegna mikillar velgengni. Stök spil geta kostað tugi þúsunda króna en eigendurnir segja viðtökurnar hafa farið fram úr þeirra björtustu vonum. Viðskipti innlent 25.2.2024 21:52
Alvotech fær langþráð grænt ljós í Bandaríkjunum Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur veitt Alvotech leyfi til sölu og markaðssetningar í Bandaríkjunum á Simlandi (adalimumab-ryvk) sem líftæknilyfjahliðstæðu við Humira. Þetta kemur fram í tilkynningu Alvotech til Kauphallarinnar. Viðskipti innlent 24.2.2024 03:00
Milljarðatjón vegna umfjöllunar um jarðhræringar við Grindavík Forstjóri Play segir fréttir heimsfjölmiðla af umbrotunum í Grindavík fyrr í vetur hafa valdið íslenskri ferðaþjónustu milljarðatjóni. Hann hvetur íslensk stjórnvöld til að líta í eigin barm um hvað megi gera betur. Viðskipti innlent 23.2.2024 22:18
Blæs á áhyggjur borgarfulltrúa af brúnni Framkvæmdastjóri Betri samgangna segir ekkert til í því að Fossvogsbrú muni nýtast illa. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir allt of mikla fjármuni fara í framkvæmdina, sem myndu nýtast betur annars staðar. Viðskipti innlent 23.2.2024 20:30
Stórir hluthafar mótfallnir eða hugsi yfir framboði Þórðar Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, stærsti hluthafinn í Festi sem er móðurfélag Krónunnar, N1 og Elko, leggst gegn því að Þórður Már Jóhannesson verði kjörinn í stjórn félagsins á ný. Fleiri lífeyrissjóðir eru sama sinnis. Viðskipti innlent 23.2.2024 12:16
Styrmir Þór til Vals Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri Arctic Adventures, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Vals. Styrmir tekur við starfinu af Sigursteini Stefánssyni sem sagði starfi sínu lausu á dögunum. Viðskipti innlent 23.2.2024 11:49
Gunnar Páll nýr framkvæmdastjóri ALVA framkvæmda Gunnar Páll Viðarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri ALVA framkvæmda hjá fjárfestingarfélaginu ALVA Capital. Þetta kemur fram í tilkynningu. Viðskipti innlent 23.2.2024 10:12
Helga hættir sem formaður bankaráðs Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans, sem hefur setið í bankaráði frá árinu 2013 og verið formaður þess frá árinu 2016, gefur ekki kost á sér til áframhaldandi setu í bankaráði á aðalfundi bankans í mars. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landsbankans. Viðskipti innlent 23.2.2024 10:02
Rapyd í ólgusjó: Herjað á mörg hundruð fyrirtæki að slíta viðskiptum við Rapyd Tugir viðskiptavina hafa hætt viðskiptum við greiðsluhirðinn Rapyd Europe á síðustu vikum. Forstjórinn segir sniðgönguna bitna á starfsfólki fyrirtækisins en aðgerðasinnar segja efnahagssniðgöngu eina vopn almennra borgara. Ríkiskaup endurnýjuðu samning sinn við Rapyd Europe á mánudag en eru að undirbúa nýtt útboð á færsluhirðingu. Viðskipti innlent 23.2.2024 08:01
Vill heimild til að selja Íslandsbanka í útboði með áherslu á almenning Drög að frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra um ráðstöfun eignarhlutar ríkisins í Íslandsbanka hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Drögin fela í sér að ríkið ráðstafi eignarhlut sínum í Íslandsbanka með markaðssettu útboði og að sala til einstaklinga hafi forgang. Viðskipti innlent 22.2.2024 16:59
Bjóða Grindvíkingum að færa fasta vexti Landsbankinn býður Grindvíkingum sem eru með íbúðalán á föstum vöxtum hjá bankanum og ákveða að selja ríkinu íbúðarhúsnæði sitt að halda þeim kjörum sem eru á láninu við kaup á nýrri fasteign. Viðskipti innlent 22.2.2024 16:28
Segja að loðnan gæti verið að bíða eftir nýju tungli Starfsmenn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum velta því nú fyrir sér hvort loðnan hafi ekki enn fundist vegna þess að hún bíði eftir nýju tungli. Það er byggt á gamalli japanskri sjómannaspeki. Viðskipti innlent 22.2.2024 15:42