Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. ágúst 2025 22:31 Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Vísir/Sigurjón Atvinnurekendur eiga erfitt með að trúa að Bandaríkjastjórn ætli að setja á fimmtán prósenta toll á íslenskar vörur að sögn framkvæmdastjóra félags þeirra. Hann hvetur þá til að flytja sem mest út til landsins áður en tollarnir skella á. Ríflega sólarhringur er þar til boðuð tollahækkun Bandaríkjaforseta á íslenskar vörur upp á fimmtán prósent tekur gildi í Bandaríkjunum. Tilkynnt var um hækkunina nú um mánaðamótin og sagði utanríkisráðherra við það tækifæri að hún væri vonbrigði. Kallað hafi verið eftir samtali við bandarísk stjórnvöld. „Félagsmenn spyrja okkur, er þetta raunverulega að fara að bresta á núna? Síðasta auglýsta tollahækkun var tíu prósent og var frestað. Það er ekkert sem bendir til annars en fimmtán prósent tollar taki gildi á fimmtudaginn,“ segir Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Hann hvetur félagsmenn sína sem flytja út vörur til Bandaríkjanna að bregðast við yfirvofandi tollahækkunum sem fyrst. „Eina leiðin til að losna við þessa tolla er að koma vörunni í flutning fyrir hádegi á fimmtudag. Það þarf þá að afgreiða hana úr vöruhúsi í Bandaríkjunum fyrir 5. október næstkomandi. Það er eini glugginn sem menn hafa,“ segir Ólafur. Krefjandi samningaviðræður fram undan Boðað hefur verið fundar í utanríkismálanefnd Alþingis á fimmtudag vegna málsins. Ólafur býst við löngum og flóknum samningaumleitunum við bandarísk stjórnvöld. „Bandaríkin munu væntanlega ekki vilja semja við okkur nema að íslensk stjórnvöld komi með gott tilboð. Það er ekkert einfalt í þessu umhverfi. Ég tel að það geti tekið tíma að ná niður þessum tollum. Þetta verður erfitt og flókið. Það er ólíklegt að tollarnir fari niður fyrir tíu prósent sem virðist vera hið nýja gólf hjá bandarískum stjórnvöldum,“ segir Ólafur að lokum. Skattar og tollar Fjármál heimilisins Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Ríflega sólarhringur er þar til boðuð tollahækkun Bandaríkjaforseta á íslenskar vörur upp á fimmtán prósent tekur gildi í Bandaríkjunum. Tilkynnt var um hækkunina nú um mánaðamótin og sagði utanríkisráðherra við það tækifæri að hún væri vonbrigði. Kallað hafi verið eftir samtali við bandarísk stjórnvöld. „Félagsmenn spyrja okkur, er þetta raunverulega að fara að bresta á núna? Síðasta auglýsta tollahækkun var tíu prósent og var frestað. Það er ekkert sem bendir til annars en fimmtán prósent tollar taki gildi á fimmtudaginn,“ segir Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Hann hvetur félagsmenn sína sem flytja út vörur til Bandaríkjanna að bregðast við yfirvofandi tollahækkunum sem fyrst. „Eina leiðin til að losna við þessa tolla er að koma vörunni í flutning fyrir hádegi á fimmtudag. Það þarf þá að afgreiða hana úr vöruhúsi í Bandaríkjunum fyrir 5. október næstkomandi. Það er eini glugginn sem menn hafa,“ segir Ólafur. Krefjandi samningaviðræður fram undan Boðað hefur verið fundar í utanríkismálanefnd Alþingis á fimmtudag vegna málsins. Ólafur býst við löngum og flóknum samningaumleitunum við bandarísk stjórnvöld. „Bandaríkin munu væntanlega ekki vilja semja við okkur nema að íslensk stjórnvöld komi með gott tilboð. Það er ekkert einfalt í þessu umhverfi. Ég tel að það geti tekið tíma að ná niður þessum tollum. Þetta verður erfitt og flókið. Það er ólíklegt að tollarnir fari niður fyrir tíu prósent sem virðist vera hið nýja gólf hjá bandarískum stjórnvöldum,“ segir Ólafur að lokum.
Skattar og tollar Fjármál heimilisins Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira