Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 24. júlí 2025 10:48 Bakaríið Hygge var lokað í alls 245 daga á meðan beðið var eftir rekstrarleyfi. Vísir/Anton Brink Bakaríið Hygge opnaði loks á þriðjudag eftir 245 daga bið eftir rekstrarleyfi. Eigandinn segir það mikið spennufall að fá loks leyfið. Hann er ósáttur með samskiptaleysi yfirvalda. „Það var svolítið spennufall. Við fengum símtal undir lok mánudags: „heyrðu við ákváðum bara að hleypa leyfinu í gegn, þetta er komið,“ segir Axel Þorsteinsson, annar eiganda Hygge í viðtali í Bítinu á Bylgjunni. Staðurinn var loks opnaður í gærmorgun og segir Axel að mikið hafi verið að gera allan daginn. Allt er búið til á staðnum, frá pestói og grænna djúsa til salats og bakkelsis. Axel hefur staðið í ströngu síðustu 245 dagana en að hans sögn hefur Reykjavíkurborg og heilbrigðiseftirlitið farið fram og aftur með breytingar sem þyrftu að framkvæma til að opna mætti staðinn. „Það þarf alltaf að reikna og gera ráð fyrir þessu. Ég skil að það er eitthvað sem borgin þarf að gera en að fara svona fram og til baka sýnir bara að borgin veit ekkert hvað þau eru að tala um,“ segir Axel. „Ég er búinn að opna fjölmarga staði um allan heim. Það er svo erfitt að segja, þú þarft alltaf að vera á varðbergi. Undirbúðu þig fyrir það versta, það er því miður eina ráðið sem ég hef. Þú veist aldrei hvað þú ert að fara ganga inn í. Ég vildi óska að ég gæti sagt núna eftir alla þessa fundi með borgarstjóra og fundi með Reykjavíkurborg og öllum að kerfið væri orðið betra. Það er ekkert orðið þannig.“ Þurftu ítrekað að senda inn sömu leyfin Eigendurnir keyptu staðinn í nóvember, sem stendur við Barónsstíg 6, en þar áður var veitingastaðurinn og fataverslunin Nebraska til húsa. Sótt var um rekstrarleyfi hjá borgaryfirvöldum og var stefnt á að opna staðinn í desember eða janúar. Hins vegar þurfti að reisa tvo gifsveggi inni í húsnæðinu og þá hafi heilbrigðiseftirlitið skorist í leikinn. Axel þurfti að senda aftur öll gögn sem þá þegar hafði verið búið að samþykkja. Þar á eftir kom í ljós að sex desíbel vantaði upp á til að staðurinn stæðist hljóðmælingu. Rífa þurfti allt út til að setja hljóðdúk og framkvæma svo aðra hljóðmælingu. Þá tók ný reglugerð gildi í maí sem sagði að hvert starfsleyfi þyrfti að auglýsa á vef heilbrigðiseftirlitsins. Ef einhverjar athugasemdir berast á þeim tíma hefur eftirlitið fjórar vikur til að vinna úr þeim. Að lokum voru það sorpmálin. „Þetta tafðist aftur. Þannig að í stuttu máli þá var þannig að þeir vildu ekki að upprunalega sorpið sem var þarna frá fyrrum veitingastað væri þarna sem það átti að vera. Þannig við þurftum að finna aðra lausn og við þurftum að koma því fyrir og þeir að koma og gefa grænt ljós. Þá mátti það allt í einu ekki vera þar og þeir hættu við. Þá þurftum við aftur að fara grafa eitthvað og þá allt í einu mátti upprunalega sorpið vera til staðar,“ segir Axel. Óánægður með samskiptaleysi Axel segist óánægður með heilbrigðiseftirlitið sem hafi ekki veitt honum neina aðstoð eða ráðlagt á nokkurn hátt. „Það sem kom mér mest á óvart voru samskiptin frá kerfinu. Frá byggingarfulltrúa og heilbrigðiseftirlitinu. Samskiptin voru ekki til staðar. Geta þeir ekki í alvöru leiðbeint eða sagt þér hvað á að gera? Þeir vilja ekki skoða, vilja ekki ráðleggja,“ segir hann. „Ég held þau þori ekki að taka ábyrgð, það er bara þannig. Það er því þau hafa ekki nógu skýrar leiðbeiningar þaðan frá.“ Hann segir það myndi koma fólki á óvart hversu margir staðir séu opnir, sem ættu ekki að vera opnir. Bakarí Veitingastaðir Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Reykjavík Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira
„Það var svolítið spennufall. Við fengum símtal undir lok mánudags: „heyrðu við ákváðum bara að hleypa leyfinu í gegn, þetta er komið,“ segir Axel Þorsteinsson, annar eiganda Hygge í viðtali í Bítinu á Bylgjunni. Staðurinn var loks opnaður í gærmorgun og segir Axel að mikið hafi verið að gera allan daginn. Allt er búið til á staðnum, frá pestói og grænna djúsa til salats og bakkelsis. Axel hefur staðið í ströngu síðustu 245 dagana en að hans sögn hefur Reykjavíkurborg og heilbrigðiseftirlitið farið fram og aftur með breytingar sem þyrftu að framkvæma til að opna mætti staðinn. „Það þarf alltaf að reikna og gera ráð fyrir þessu. Ég skil að það er eitthvað sem borgin þarf að gera en að fara svona fram og til baka sýnir bara að borgin veit ekkert hvað þau eru að tala um,“ segir Axel. „Ég er búinn að opna fjölmarga staði um allan heim. Það er svo erfitt að segja, þú þarft alltaf að vera á varðbergi. Undirbúðu þig fyrir það versta, það er því miður eina ráðið sem ég hef. Þú veist aldrei hvað þú ert að fara ganga inn í. Ég vildi óska að ég gæti sagt núna eftir alla þessa fundi með borgarstjóra og fundi með Reykjavíkurborg og öllum að kerfið væri orðið betra. Það er ekkert orðið þannig.“ Þurftu ítrekað að senda inn sömu leyfin Eigendurnir keyptu staðinn í nóvember, sem stendur við Barónsstíg 6, en þar áður var veitingastaðurinn og fataverslunin Nebraska til húsa. Sótt var um rekstrarleyfi hjá borgaryfirvöldum og var stefnt á að opna staðinn í desember eða janúar. Hins vegar þurfti að reisa tvo gifsveggi inni í húsnæðinu og þá hafi heilbrigðiseftirlitið skorist í leikinn. Axel þurfti að senda aftur öll gögn sem þá þegar hafði verið búið að samþykkja. Þar á eftir kom í ljós að sex desíbel vantaði upp á til að staðurinn stæðist hljóðmælingu. Rífa þurfti allt út til að setja hljóðdúk og framkvæma svo aðra hljóðmælingu. Þá tók ný reglugerð gildi í maí sem sagði að hvert starfsleyfi þyrfti að auglýsa á vef heilbrigðiseftirlitsins. Ef einhverjar athugasemdir berast á þeim tíma hefur eftirlitið fjórar vikur til að vinna úr þeim. Að lokum voru það sorpmálin. „Þetta tafðist aftur. Þannig að í stuttu máli þá var þannig að þeir vildu ekki að upprunalega sorpið sem var þarna frá fyrrum veitingastað væri þarna sem það átti að vera. Þannig við þurftum að finna aðra lausn og við þurftum að koma því fyrir og þeir að koma og gefa grænt ljós. Þá mátti það allt í einu ekki vera þar og þeir hættu við. Þá þurftum við aftur að fara grafa eitthvað og þá allt í einu mátti upprunalega sorpið vera til staðar,“ segir Axel. Óánægður með samskiptaleysi Axel segist óánægður með heilbrigðiseftirlitið sem hafi ekki veitt honum neina aðstoð eða ráðlagt á nokkurn hátt. „Það sem kom mér mest á óvart voru samskiptin frá kerfinu. Frá byggingarfulltrúa og heilbrigðiseftirlitinu. Samskiptin voru ekki til staðar. Geta þeir ekki í alvöru leiðbeint eða sagt þér hvað á að gera? Þeir vilja ekki skoða, vilja ekki ráðleggja,“ segir hann. „Ég held þau þori ekki að taka ábyrgð, það er bara þannig. Það er því þau hafa ekki nógu skýrar leiðbeiningar þaðan frá.“ Hann segir það myndi koma fólki á óvart hversu margir staðir séu opnir, sem ættu ekki að vera opnir.
Bakarí Veitingastaðir Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Reykjavík Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira