Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Árni Sæberg skrifar 25. júlí 2025 14:41 Landsbankahúsið í Austurstræti er eitt það glæsilegasta í borginni. Vísir/Vilhelm Landsbankinn hefur tekið tilboði Landsbyggðar ehf. í Landsbankahúsið við Austurstræti 11 og húsin að Hafnarstræti 10, 12 og 14. Söluverð húsanna er 2,85 milljarðar króna. Landsbyggð ehf. er í eigu Kristjáns Vilhelmssonar, sem kenndur er við Samherja, og Leós Árnasonar. Húsið er þriðja fyrrverandi bankaútibúið sem félög tengd Kristjáni kaupir af Landsbankanum. Í tilkynningu á vef Landsbankans segir að húsin hafi verið auglýst til sölu 15. maí síðastliðinn. Tvö tilboð hafi borist og tilboð Landsbyggðar hafi verið metið hagstæðara, að teknu tilliti til tilboðsskilmála og núvirðis á greiðslum. Landsbyggð sé fasteigna- og þróunarfélag sem sérhæfi sig í uppbyggingar- og umbreytingarverkefnum um allt land og hafi meðal annars staðið að uppbyggingunni í miðbæ Selfoss, í gegnum dótturfélagið Sigtún þróunarfélag. Öll Landsbankahúsin seld „Austurstræti 11 er eitt glæsilegasta hús landsins og reyndist bankanum afar vel. Salan markar tímamót því nú hefur bankinn selt öll Landsbankahúsin, sem voru teiknuð af eða byggðu á teikningum Guðjóns Samúelssonar, en líkt og átti við um hin húsin hentaði Austurstræti 11 ekki lengur starfsemi bankans. Það er mikilvægt fyrir miðborgina að húsið fái nýtt hlutverk og það verður áhugavert að fylgjast með hvernig byggingarnar verða nýttar og svæðið glætt nýju lífi,“ er haft eftir Lilju Björk Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans. Hin Landsbankahúsin sem teiknuð voru af Guðjóni Samúelssyni eru gömlu Landsbankahúsin á Akureyri, Ísafirði og Selfossi. Svo virðist sem Kristján hafi sérstakt dálæti á slíkum húsum, enda hafa félög tengd honum keypt þrjú þeirra. Árið 2020 keypti Sigtún þróunarfélag ehf. Landsbankahúsið á Selfossi á 350 milljónir króna. Félagið er í jafnri eigu Kristjáns og áðurnefnds Leós. Þá keypti Kaldbakur ehf. Landsbankahúsið á Akureyri árið 2022 á 685 milljónir króna. Kaldbakur heldur utan um fjárfestingar Samherja og Kristján á lítinn hlut í félaginu en fjögur börn hans hafa tekið við tæplega 47 prósenta hlut í félaginu. Efla mannlíf í borginni „Landsbyggð horfir til þess að þróa húsin með virðingu fyrir sögu þeirra og staðsetningu með það að markmiði að þau verði lifandi hluti af borginni á ný. Markmiðið er að efla mannlíf í hjarta borgarinnar. Húsin og staðsetningin bjóða upp á ótal möguleika sem ríma vel við þá hugsun sem liggur að baki okkar verkefnum – að vinna með sögu og staðaranda og búa til nýja og skemmtilega áfangastaði,“ er haft eftir Guðjóni Auðunssyni, stjórnarformanni Landsbyggðar. Í tilkynningunni segir að húsin sem um ræðir séu samtals 5.836 fermetrar að stærð, þar af 1.380 fermetrar í kjallara. Austurstræti 11 hafi verið reist árið 1898 og endurbyggt árið 1924 eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar, húsameistara ríkisins. Guðjón hafi einnig hannað innréttingar hússins. Húsið hafi verið friðað árið 1991, bæði að utan sem og innviðir eins og vegglistaverk og upprunalegar innréttingar. Viðbygging við húsið hafi verið tekin í notkun árið 1940. Samtengt húsinu sé Hafnarstræti 10–12, svonefnt Edinborgarhús frá árinu 1923, auk Hafnarstrætis 14 sem hafi verið reist árið 1970. Landsbankinn hafi flutt starfsemi sína úr Kvosinni árið 2023, úr samtals 12 húsum, í nýtt húsnæði við Reykjastræti 6. Landsbankinn Fasteignamarkaður Fjármálafyrirtæki Reykjavík Tengdar fréttir Kaldbakur keypti Landsbankahúsið á Akureyri Fjárfestingafélagið Kaldbakur reyndist hæstbjóðandi í Landsbankahúsið við Ráðhústorgið á Akureyri, sem auglýst var til sölu á dögunum. Kaupverðið er 685 milljónir króna. 2. nóvember 2022 14:07 Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
Í tilkynningu á vef Landsbankans segir að húsin hafi verið auglýst til sölu 15. maí síðastliðinn. Tvö tilboð hafi borist og tilboð Landsbyggðar hafi verið metið hagstæðara, að teknu tilliti til tilboðsskilmála og núvirðis á greiðslum. Landsbyggð sé fasteigna- og þróunarfélag sem sérhæfi sig í uppbyggingar- og umbreytingarverkefnum um allt land og hafi meðal annars staðið að uppbyggingunni í miðbæ Selfoss, í gegnum dótturfélagið Sigtún þróunarfélag. Öll Landsbankahúsin seld „Austurstræti 11 er eitt glæsilegasta hús landsins og reyndist bankanum afar vel. Salan markar tímamót því nú hefur bankinn selt öll Landsbankahúsin, sem voru teiknuð af eða byggðu á teikningum Guðjóns Samúelssonar, en líkt og átti við um hin húsin hentaði Austurstræti 11 ekki lengur starfsemi bankans. Það er mikilvægt fyrir miðborgina að húsið fái nýtt hlutverk og það verður áhugavert að fylgjast með hvernig byggingarnar verða nýttar og svæðið glætt nýju lífi,“ er haft eftir Lilju Björk Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans. Hin Landsbankahúsin sem teiknuð voru af Guðjóni Samúelssyni eru gömlu Landsbankahúsin á Akureyri, Ísafirði og Selfossi. Svo virðist sem Kristján hafi sérstakt dálæti á slíkum húsum, enda hafa félög tengd honum keypt þrjú þeirra. Árið 2020 keypti Sigtún þróunarfélag ehf. Landsbankahúsið á Selfossi á 350 milljónir króna. Félagið er í jafnri eigu Kristjáns og áðurnefnds Leós. Þá keypti Kaldbakur ehf. Landsbankahúsið á Akureyri árið 2022 á 685 milljónir króna. Kaldbakur heldur utan um fjárfestingar Samherja og Kristján á lítinn hlut í félaginu en fjögur börn hans hafa tekið við tæplega 47 prósenta hlut í félaginu. Efla mannlíf í borginni „Landsbyggð horfir til þess að þróa húsin með virðingu fyrir sögu þeirra og staðsetningu með það að markmiði að þau verði lifandi hluti af borginni á ný. Markmiðið er að efla mannlíf í hjarta borgarinnar. Húsin og staðsetningin bjóða upp á ótal möguleika sem ríma vel við þá hugsun sem liggur að baki okkar verkefnum – að vinna með sögu og staðaranda og búa til nýja og skemmtilega áfangastaði,“ er haft eftir Guðjóni Auðunssyni, stjórnarformanni Landsbyggðar. Í tilkynningunni segir að húsin sem um ræðir séu samtals 5.836 fermetrar að stærð, þar af 1.380 fermetrar í kjallara. Austurstræti 11 hafi verið reist árið 1898 og endurbyggt árið 1924 eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar, húsameistara ríkisins. Guðjón hafi einnig hannað innréttingar hússins. Húsið hafi verið friðað árið 1991, bæði að utan sem og innviðir eins og vegglistaverk og upprunalegar innréttingar. Viðbygging við húsið hafi verið tekin í notkun árið 1940. Samtengt húsinu sé Hafnarstræti 10–12, svonefnt Edinborgarhús frá árinu 1923, auk Hafnarstrætis 14 sem hafi verið reist árið 1970. Landsbankinn hafi flutt starfsemi sína úr Kvosinni árið 2023, úr samtals 12 húsum, í nýtt húsnæði við Reykjastræti 6.
Landsbankinn Fasteignamarkaður Fjármálafyrirtæki Reykjavík Tengdar fréttir Kaldbakur keypti Landsbankahúsið á Akureyri Fjárfestingafélagið Kaldbakur reyndist hæstbjóðandi í Landsbankahúsið við Ráðhústorgið á Akureyri, sem auglýst var til sölu á dögunum. Kaupverðið er 685 milljónir króna. 2. nóvember 2022 14:07 Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
Kaldbakur keypti Landsbankahúsið á Akureyri Fjárfestingafélagið Kaldbakur reyndist hæstbjóðandi í Landsbankahúsið við Ráðhústorgið á Akureyri, sem auglýst var til sölu á dögunum. Kaupverðið er 685 milljónir króna. 2. nóvember 2022 14:07