Viðskipti erlent

Er kreppunni að ljúka í Bandaríkjunum?

Talið er að bandaríska hagkerfið muni rétta úr kútnum á seinni hluta þessa árs, það er mun fyrr en hagfræðingar höfðu áður gert ráð fyrir. Þetta kemur fram í nýrri könnun á vegum Bloomberg fréttaveitunnar. Ástæðan er að meðal annars aukin einkaneysla.

Viðskipti erlent

Sænsk herrasetur til sölu á tombóluverði

Fjármálakreppan og lágt gengi sænsku krónunnar hefur gert það að verkum að nú er hægt að kaupa sænsk herrasetur (herregård) á tombóluverði. Dæmi eru um að verð á þeim hafi fallið niður í 60 milljónir kr. sem er svipað og kostar að kaupa fjögurra herbergja íbúð í Kaupmannahöfn.

Viðskipti erlent

Tap Alcoa minna en væntingar voru um

Bandaríski álrisinn Alcoa, sem m.a. á Fjarðarál, skilaði minna tapi á öðrum ársfjórðungi en væntingar voru um. Tapið nam 454 milljónum dollara eða um 59 milljörðum kr. Á sama tímabili í fyrra var hagnaður af rekstrinum hinsvegar 546 milljónir dollara.

Viðskipti erlent

Líkir hlutabréfum SAS við Hubba Bubba tyggjó

Markaðsstjóri flugfélagsins Ryanair á Norðurlöndunum, Erik Elmsätser, líkir hlutabréfum í SAS flugfélaginu við Hubba Bubba tyggjó. Hann segir að um leið og hluturinn í SAS fer niður í sama verð og stykkið af Hubba Bubba muni Lufthansa slá til og kaupa SAS.

Viðskipti erlent

Stal viðskiptaforriti Goldman Sachs

Fyrrum starfsmaður fjárfestingabankans Goldman Sachs gæti orsakað gríðarlegt tap hjá bankanum þar sem hann stal mikilvægum viðskiptahugbúnaði í eigu bankans. Bankinn gæti hugsanlega tapað hundruðum milljóna króna komist gögnin ekki aftur í vörslu bankans.

Viðskipti erlent

Svikahrappur olli háu olíuverði

Olíuverð náði óvænt hámarki á þessu ári síðastliðinn þriðjudag. Ástæðan er rakin til mikilla kaupa olíumiðlara á svarta gullinu. Viðskipti miðlarans eru talin ólögleg og hafa verið tilkynnt til breskra og bandarískra yfirvalda.

Viðskipti erlent