Ein fegursta ofursnekkja heims er til sölu 8. september 2009 13:14 Hin rúmlega 100 metra langa ofursnekkja Corsair Nero er án efa ein sú fegursta í heimi. Hún er núna til sölu og verðmiðinn hljóðar upp á 105 milljónir dollara eða rúmlega 13 milljarða kr. Í umfjöllun um málið á börsen.dk segir að Corsair Nero sé blanda af 100 ára gamalli hönnun og öllum nútímaþægindum sem hugsanleg eru í snekkju af þessari stærð. Hönnun er sú sama og lá til grundvallar smíði fyrstu Corsair snekkjunnar sem var sérsmíðuð fyrir auðjöfurinn og bankamanninn J.P. Morgan á sínum tíma. Alls voru fjórar slíkar snekkjur smíðaðar fyrir Morgan og hinni síðustu, Corsair iV var hleypt af stokkunum árið 1930. Eigandi og seljandi Corsair Nero er Lundúnabúinn Neil Taylor sem upphaflega ætlaði að útvega sér eintak af einni af hinum upprunalegu Corsair snekkjum og gera hana upp. Það reyndist ekki hægt og því ákvað Taylor að smíða eina slíka frá grunni. Corsair Nero er smíðuð í kínversku skipasmíðastöðnni Yantai Raffles Shipyard. Þar unnu um 400 skipasmiðir í yfir þrjú ár með mikilli leynd að verkinu. Allar innréttingar eru úr tekki-trjám frá Burma, káetur eru lagðar marmara, bókasafn er til staðar og allar ljósakrónur um borð eru eftirlíkingar úr Asturlandahraðlestinni árið 1930. Þar fyrir utan eru flatskjáir í öllum káetum, einnig ipod tengingar, þráðlaust internet um gerfihnattasamband og ýmislegt fleiri. Corsair Nero er með gistirými fyrir 12 farþega og nær 17 hnúta hraða með aðstoð tveggja Caterpillar véla sem gefa af sér 2.333 hestöfl. Fyrir þá sem ekki hafa efni á að kaup Corsair Nero fyrir 105 milljónir dollara er hægt að leigja snekkjuna um þessar mundir fyrir litla 450.000 dollara á viku. Mest lesið Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendur Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Hin rúmlega 100 metra langa ofursnekkja Corsair Nero er án efa ein sú fegursta í heimi. Hún er núna til sölu og verðmiðinn hljóðar upp á 105 milljónir dollara eða rúmlega 13 milljarða kr. Í umfjöllun um málið á börsen.dk segir að Corsair Nero sé blanda af 100 ára gamalli hönnun og öllum nútímaþægindum sem hugsanleg eru í snekkju af þessari stærð. Hönnun er sú sama og lá til grundvallar smíði fyrstu Corsair snekkjunnar sem var sérsmíðuð fyrir auðjöfurinn og bankamanninn J.P. Morgan á sínum tíma. Alls voru fjórar slíkar snekkjur smíðaðar fyrir Morgan og hinni síðustu, Corsair iV var hleypt af stokkunum árið 1930. Eigandi og seljandi Corsair Nero er Lundúnabúinn Neil Taylor sem upphaflega ætlaði að útvega sér eintak af einni af hinum upprunalegu Corsair snekkjum og gera hana upp. Það reyndist ekki hægt og því ákvað Taylor að smíða eina slíka frá grunni. Corsair Nero er smíðuð í kínversku skipasmíðastöðnni Yantai Raffles Shipyard. Þar unnu um 400 skipasmiðir í yfir þrjú ár með mikilli leynd að verkinu. Allar innréttingar eru úr tekki-trjám frá Burma, káetur eru lagðar marmara, bókasafn er til staðar og allar ljósakrónur um borð eru eftirlíkingar úr Asturlandahraðlestinni árið 1930. Þar fyrir utan eru flatskjáir í öllum káetum, einnig ipod tengingar, þráðlaust internet um gerfihnattasamband og ýmislegt fleiri. Corsair Nero er með gistirými fyrir 12 farþega og nær 17 hnúta hraða með aðstoð tveggja Caterpillar véla sem gefa af sér 2.333 hestöfl. Fyrir þá sem ekki hafa efni á að kaup Corsair Nero fyrir 105 milljónir dollara er hægt að leigja snekkjuna um þessar mundir fyrir litla 450.000 dollara á viku.
Mest lesið Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendur Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira