Ein fegursta ofursnekkja heims er til sölu 8. september 2009 13:14 Hin rúmlega 100 metra langa ofursnekkja Corsair Nero er án efa ein sú fegursta í heimi. Hún er núna til sölu og verðmiðinn hljóðar upp á 105 milljónir dollara eða rúmlega 13 milljarða kr. Í umfjöllun um málið á börsen.dk segir að Corsair Nero sé blanda af 100 ára gamalli hönnun og öllum nútímaþægindum sem hugsanleg eru í snekkju af þessari stærð. Hönnun er sú sama og lá til grundvallar smíði fyrstu Corsair snekkjunnar sem var sérsmíðuð fyrir auðjöfurinn og bankamanninn J.P. Morgan á sínum tíma. Alls voru fjórar slíkar snekkjur smíðaðar fyrir Morgan og hinni síðustu, Corsair iV var hleypt af stokkunum árið 1930. Eigandi og seljandi Corsair Nero er Lundúnabúinn Neil Taylor sem upphaflega ætlaði að útvega sér eintak af einni af hinum upprunalegu Corsair snekkjum og gera hana upp. Það reyndist ekki hægt og því ákvað Taylor að smíða eina slíka frá grunni. Corsair Nero er smíðuð í kínversku skipasmíðastöðnni Yantai Raffles Shipyard. Þar unnu um 400 skipasmiðir í yfir þrjú ár með mikilli leynd að verkinu. Allar innréttingar eru úr tekki-trjám frá Burma, káetur eru lagðar marmara, bókasafn er til staðar og allar ljósakrónur um borð eru eftirlíkingar úr Asturlandahraðlestinni árið 1930. Þar fyrir utan eru flatskjáir í öllum káetum, einnig ipod tengingar, þráðlaust internet um gerfihnattasamband og ýmislegt fleiri. Corsair Nero er með gistirými fyrir 12 farþega og nær 17 hnúta hraða með aðstoð tveggja Caterpillar véla sem gefa af sér 2.333 hestöfl. Fyrir þá sem ekki hafa efni á að kaup Corsair Nero fyrir 105 milljónir dollara er hægt að leigja snekkjuna um þessar mundir fyrir litla 450.000 dollara á viku. Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Hin rúmlega 100 metra langa ofursnekkja Corsair Nero er án efa ein sú fegursta í heimi. Hún er núna til sölu og verðmiðinn hljóðar upp á 105 milljónir dollara eða rúmlega 13 milljarða kr. Í umfjöllun um málið á börsen.dk segir að Corsair Nero sé blanda af 100 ára gamalli hönnun og öllum nútímaþægindum sem hugsanleg eru í snekkju af þessari stærð. Hönnun er sú sama og lá til grundvallar smíði fyrstu Corsair snekkjunnar sem var sérsmíðuð fyrir auðjöfurinn og bankamanninn J.P. Morgan á sínum tíma. Alls voru fjórar slíkar snekkjur smíðaðar fyrir Morgan og hinni síðustu, Corsair iV var hleypt af stokkunum árið 1930. Eigandi og seljandi Corsair Nero er Lundúnabúinn Neil Taylor sem upphaflega ætlaði að útvega sér eintak af einni af hinum upprunalegu Corsair snekkjum og gera hana upp. Það reyndist ekki hægt og því ákvað Taylor að smíða eina slíka frá grunni. Corsair Nero er smíðuð í kínversku skipasmíðastöðnni Yantai Raffles Shipyard. Þar unnu um 400 skipasmiðir í yfir þrjú ár með mikilli leynd að verkinu. Allar innréttingar eru úr tekki-trjám frá Burma, káetur eru lagðar marmara, bókasafn er til staðar og allar ljósakrónur um borð eru eftirlíkingar úr Asturlandahraðlestinni árið 1930. Þar fyrir utan eru flatskjáir í öllum káetum, einnig ipod tengingar, þráðlaust internet um gerfihnattasamband og ýmislegt fleiri. Corsair Nero er með gistirými fyrir 12 farþega og nær 17 hnúta hraða með aðstoð tveggja Caterpillar véla sem gefa af sér 2.333 hestöfl. Fyrir þá sem ekki hafa efni á að kaup Corsair Nero fyrir 105 milljónir dollara er hægt að leigja snekkjuna um þessar mundir fyrir litla 450.000 dollara á viku.
Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira