Viðskipti erlent

House of Fraser skilar góðum hagnaði

Tískuvöruverslunarkeðjan House of Fraser skilaði góðum hagnaði á fyrri helmingi ársins eða 16% meiri hagnaði en á sama tímabili í fyrra. Þá hefur keðjan náð að minnka skuldir sínar á tímabilinu um 21 milljón punda eða ríflega 4 milljarða kr.

House of Fraser er að stórum hluta í eigu Landsbankans og Glitnis og þar af heldur skilanefnd Landsbankans um tæplega 35% hlut í keðjunni.

Í frétt um málið í Retailweek segir að á fyrstu sex vikunum á seinni helming ársins hafi söluaukning hjá keðjunni numið 1,3%. Er þetta viðsnúningur frá sama tíma í fyrra þegar salan minnkaði um 2,7%.

Hagræðingar- og sparnaðaraðgerðir hjá keðjunni hafa skilað um 10 milljónum punda, eða ríflega 2 milljörðum kr. á fyrri helming ársins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×