Fjárfestagoðsögn: Varar við gjaldmiðlakreppu 14. september 2009 13:25 Fjárfestagoðsögnin Jim Rogers varar nú við því að gjaldmiðlakreppa gæti verið í aðsigi í kjölfar fjármálakreppunnar. Þess orð lét Roges falla í viðtali á CNBC. Að sögn Rogers er yfirvofandi hætta á gjaldmiðlakreppu tilkomin vegna þess hve mikið af skuldum eru enn til staðar í alþjóðlega fjármálakerfinu. Samtíms ályktar hann að sá viðsnúningur sem er í efnahagslífi heimsins nú stafi af því að einkaneyslan hafi fallið svo dramatískt á síðasta ári að nú sé fólk einfaldlega að kaupa þá hluti sem það hefur brýna nauðsyn fyrir. „Hvernig getur lausn á vandamálinu skuldir og neysla verið meiri skuldir og neysla," spyr Rogers. Hann bendir á að heilu fjöllin af skuldum sé enn til staðar sem ekkert hefur verið gert við. Til dæmis í miðhluta Evrópu. Á sama tíma vona menn að Kína muni enn draga vagninn út úr kreppunni. „Kína hefur sparað mikið til að mæta slæmum tímum. Þeir eru komnir og Kínverjar nota nú sparnaðinn en Kína getur ekki dregið Bandaríkin, Indland eða Evrópu upp úr forinni," segir Rogers. „Hagkerfi Kína eru um tíundi hluti af hagkerfi Bandaríkjanna. Halelúja, látum þá gera góða hluti en þeir geta ekki bjargað heiminum." Rogers er m.a.þekktur fyrir að hafa smíðað Rogers International Commodity Index, þekkt sem RICI vísitalan. Sú vístala mælir breytingar á hrávöruverði í heiminum og samanstendur af þróun á verðlagi 35 hrávara á 11 mismunandi hrávörumörkuðum. Rogers er fyrrum viðskiptafélagi ofurfjárfestirins George Soros en saman stofnuðu þeir fjárfestingasjóðinn Quantum Fund á áttunda áratugnum. Á árunum upp úr 1990 sköpuðu þeir félagar oft mikið öngþveiti á gjaldmiðlamörkuðum heimsins með mjög umdeildri fjárfestingastefnu sinni. Þeir urðu síðan heimsfrægir báðir tveir árið 1992 þegar þeir snýttu Englandsbanka um hátt í einn milljarð punda með því að taka risavaxna stöðu gegn pundinu. Þetta leiddi til þess að Bretland varð að segja sig úr ERM, evrópska myntsamstarfinu. Mest lesið Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Fjárfestagoðsögnin Jim Rogers varar nú við því að gjaldmiðlakreppa gæti verið í aðsigi í kjölfar fjármálakreppunnar. Þess orð lét Roges falla í viðtali á CNBC. Að sögn Rogers er yfirvofandi hætta á gjaldmiðlakreppu tilkomin vegna þess hve mikið af skuldum eru enn til staðar í alþjóðlega fjármálakerfinu. Samtíms ályktar hann að sá viðsnúningur sem er í efnahagslífi heimsins nú stafi af því að einkaneyslan hafi fallið svo dramatískt á síðasta ári að nú sé fólk einfaldlega að kaupa þá hluti sem það hefur brýna nauðsyn fyrir. „Hvernig getur lausn á vandamálinu skuldir og neysla verið meiri skuldir og neysla," spyr Rogers. Hann bendir á að heilu fjöllin af skuldum sé enn til staðar sem ekkert hefur verið gert við. Til dæmis í miðhluta Evrópu. Á sama tíma vona menn að Kína muni enn draga vagninn út úr kreppunni. „Kína hefur sparað mikið til að mæta slæmum tímum. Þeir eru komnir og Kínverjar nota nú sparnaðinn en Kína getur ekki dregið Bandaríkin, Indland eða Evrópu upp úr forinni," segir Rogers. „Hagkerfi Kína eru um tíundi hluti af hagkerfi Bandaríkjanna. Halelúja, látum þá gera góða hluti en þeir geta ekki bjargað heiminum." Rogers er m.a.þekktur fyrir að hafa smíðað Rogers International Commodity Index, þekkt sem RICI vísitalan. Sú vístala mælir breytingar á hrávöruverði í heiminum og samanstendur af þróun á verðlagi 35 hrávara á 11 mismunandi hrávörumörkuðum. Rogers er fyrrum viðskiptafélagi ofurfjárfestirins George Soros en saman stofnuðu þeir fjárfestingasjóðinn Quantum Fund á áttunda áratugnum. Á árunum upp úr 1990 sköpuðu þeir félagar oft mikið öngþveiti á gjaldmiðlamörkuðum heimsins með mjög umdeildri fjárfestingastefnu sinni. Þeir urðu síðan heimsfrægir báðir tveir árið 1992 þegar þeir snýttu Englandsbanka um hátt í einn milljarð punda með því að taka risavaxna stöðu gegn pundinu. Þetta leiddi til þess að Bretland varð að segja sig úr ERM, evrópska myntsamstarfinu.
Mest lesið Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira