Viðskipti erlent Eins manns dauði er annars manns brauð Verslanir með ódýrar vörur þrífast best í því efnahagsástandi sem nú er á Bretlandi. Verslunarkeðjan 99p Stores, eða allt á 99pens, hefur fjölgað verslunum sínum verulega á árinu og áætlar að tvöfalda fjölda verslana sinna á þessu ári. Verslanir 99p Stores á Bretlandi eru nú 99 talsins. Gjaldþrot Woolwoths, sem var að hluta til í eigu Baugs, aðstoðar við vöxt verslananna, segir annar af eigendum 99p Stores. Viðskipti erlent 21.8.2009 11:56 Evran styrkist og evrópsk hlutabréf hækka Evran hefur styrkst og hlutabréf í Evrópu hafa hækkað eftir jákvæðar fréttir af þjónustugeiranum i Þýskalandi og aukningu landsframleiðslu á öðrum ársfjórðungi í Þýskalandi og Frakklandi. Viðskipti erlent 21.8.2009 10:40 Stærsta hagkerfi Evrópu að rétta úr kútnum Þýskaland, stærsta hagkerfi Evrópu, virðist vera að ná tökum á efnahagsniðursveiflunni samkvæmt nýlegri könnun sem sýnir fram á mjög mikla veltuaukningu einkageirans þar í landi. Hefur veltan í einkageiranum í Þýskalandi ekki aukist jafn hratt í einum mánuði síðan í maí á síðasta ári. Viðskipti erlent 21.8.2009 10:11 Skuldastaða breska ríkisins mjög slæm Það eru fleiri ríki en Ísland sem búa við slæma skuldastöðu. Samkvæmt bresku hagstofunni tóku bresk stjórnvöld 8 milljarða punda að láni í síðasta mánuði. Aldrei áður hefur breska ríkið þurft á svo háu lánsfjármagni að halda í júlí mánuði. Viðskipti erlent 20.8.2009 16:15 Unnið að sjónvarpsmynd um Lehman Brothers BBC vinnur nú að sjónvarpsmynd um gjaldþrot Lehman Brothers og er hún á dagskrá í október. Viðskipti erlent 19.8.2009 19:13 Atlantic Petroleum kemur nýtt inn í Úrvalsvísitöluna Færeyska olíufélagið Atlantic Petroleum kemur nýtt inn í Úrvalsvísitöluna við opnun markaða á morgun, 20. ágúst 2009. Alfesca hf. verður tekið úr OMXI6 Úrvalsvísitölunni eftir lokun markaða í dag, 19. ágúst vegna yfirtökutilboðs í félagið frá 26. júní 2009. Viðskipti erlent 19.8.2009 16:30 Bandarískur prófessor: Íslendingar, lítið ykkur nær „[Sagan] er næstum jafn dramatísk og ævintýri úr norrænni goðafræði," segir Daniel W. Drezner, þekktur bandarískur prófessor og bloggari, í grein á vefsvæði Wall Street Journal í gær. Viðskipti erlent 19.8.2009 10:36 Þjóðverjar ekki bjartsýnni í yfir þrjú ár Bjartsýni Þjóðverja hefur aukist töluvert að undanförnu og samkvæmt nýlegri könnun þar í landi hafa þeir ekki verið bjartsýnni í yfir þrjú ár eða síðan í apríl 2006. Financial Times greinir frá þessu í dag. Viðskipti erlent 18.8.2009 11:28 Hærri verðbólga á Bretlandi en búist var við Tólf mánaða verðbólga á Bretlandi stóð í stað í júlí og mælist enn 1,8% en sérfræðingar höfðu spáð því að draga myndi úr verðbólgunni í mánuðinum og hún myndi mælast 1,5%. Sky fréttastofan greinir frá þessu. Viðskipti erlent 18.8.2009 10:38 Næst stærsta hagkerfi heims að rétta úr kútnum Útflutningur Japana jókst um 6,3% á öðrum ársfjórðungi frá fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Þetta er mesta aukning milli ársfjórðunga síðan á öðrum ársfjórðungi ársins 2002. Japan er næst stærsta hagkerfi heimsins á eftir Bandaríkjunum. Viðskipti erlent 17.8.2009 14:55 Svínaflensan hefur áhrif á neyslu svínakjöts Útflutningur á svínakjöti frá Bandaríkjunum dróst saman um 20% á fyrstu sex mánuðum ársins og allt bendir til þess að fyrsta árlega niðursveiflan í útflutningi á svínakjöti síðan 1990 verði að veruleika. Sérfræðingar telja að verð á framvirkum samningum á svínakjöti gæti lækkað um þriðjung frá miðjum ágúst og fram til áramóta. Viðskipti erlent 17.8.2009 10:35 Skuggamálaráðherra vill kaupauka og bónusgreiðslur í burtu George Osborne, skuggamálaráðherra Íhaldsflokksins í fjármálum, vill útrýma kaupaukum og öðrum bónusgreiðslum til æðstu yfirmanna banka og fjármálastofnanna sem hlotið hafa opinbera aðstoð af einhverju tagi. Viðskipti erlent 16.8.2009 08:30 Fyrirtæki Kevins Stanford skuldar skatti 30 milljónir Fyrirtæki í eigu athafnamannsins Kevins Stanford, viðskiptafélaga Baugs og stórs skuldanautar í Kaupþing, er farið í þrot vegna rúmlega 30 milljóna skattaskuldar. Félagið sem um ræðir heitir Brookes Chauffeur Services og keyrði áður kóngana í smásöluverslun í London um borgina. Viðskipti erlent 16.8.2009 07:13 Stærsti bankinn sem verður gjaldþrota í ár Colonial bankinn í Montgomery í Alabama er stærsti bankinn í Bandaríkjunum sem verður gjaldþrota á þessu ári. Innistæðutryggingasjóðurinn í Bandaríkjunum tók bankann yfir bankann í gær en meira en 70 fjármálastofnanir hafa verið teknar yfir það sem af er ársins. Viðskipti erlent 15.8.2009 15:07 Bretar beittu Íslendinga hörku Dálkahöfundurinn Andrew Hill segir í Financial Times í dag að Bretar hafi beitt Íslendinga hörku, eitthvað sem þeir hefðu aldrei gert gagnvart stóru ríki. En ábyrgðin sé hins vegar líka í höndum íslenskra yfirvalda og sérstaklega þeirrar ríkisstjórnar sem var við völd á Íslandi á síðustu árum og einnig Fjármálaeftirlitsins. Hann segir að breska og íslenska fjármálaeftirlitið og yfirvöld beggja landa deili ábyrgð á því hvernig fór með Icesave reikningana. Viðskipti erlent 15.8.2009 10:00 Færri misstu heimili sín en búist var við Um það bil 11,400 einstuaklingar og fjölskyldur á Bretlandi misstu heimili sín á öðrum ársfjórðungi þessa árs samkvæmt opinberum tölum þar í landi. Búist hafði verið við að töluvert fleiri fjölskyldur þyrft að yfirgefa heimili sín, sérstaklega í ljósi mikils atvinnuleysis á Bretlandi. Viðskipti erlent 14.8.2009 10:55 Mjög jákvæðar fréttir frá stærsu hagkerfum Evrópu Landsframleiðsla í stærstu hagkerfum evrusvæðinsins, Þýskalandi og Frakklandi, dróst einungis saman um 0,1 prósent á öðrum ársfjórðungi þessa árs samanborið við 2,5% samdrátt á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þykir þetta benda til þess að mesta samdráttarskeið í Evrópu frá síðari heimsstyrjöldinni sé senn á enda. Viðskipti erlent 13.8.2009 10:57 Dýpri kreppa en búist hafði verið við Niðursveiflan í bresku efnahagslífi hefur verið meiri en Seðlabanki Englands gerði ráð fyrir, þrátt fyrir það eru væntingar um efnahagslegan bata að mati Seðlabankans. Bankinn á von á því að efnahagssamdrátturinn muni nema 5,5 prósentum áður en horfur í efnahagslífinu snúast til betri vegar. Viðskipti erlent 12.8.2009 13:37 SAS segir upp 1500 starfsmönnum Skandinavíska flugfélagið SAS hefur ákveðið að segja upp allt að fimmtánhundruð starfsmönnum til þess að reyna að rétta af fjárhag félagsins sem barist hefur í bökkum eins og fleiri flugfélög. Viðskipti erlent 12.8.2009 12:32 Financial Times tekur upp hanskann fyrir Íslendinga Leiðari breska blaðsins Financial Times er í dag helgaður Icesave samningunum og mögulegum afleiðingum þess máls. Þar er hanskinn tekinn upp fyrir Íslendinga og mælt með því að málsaðilar skipti betur með sér þeim byrðum sem af Icesave hafa hlotist. Leiðarahöfundur segir að Bretar og Hollendingar hafi ekki gert ráð fyrir slæmum viðtökum íslenskra kjósenda við samningnum. Málið sitji nú fast í nefndum Alþingis og ekki útlit fyrir að samningurinn fái brautargengi á þeim bænum. Viðskipti erlent 12.8.2009 10:58 Gríðarlegt atvinnuleysi á Bretlandi og fer vaxandi Atvinnulausum einstaklingum á breskum vinnumarkaði hefur fjölgað um 220 þúsund frá því í byrjun júní. Heildarfjöldi atvinnulausra er nú rúmlega 2,4 milljónir samkvæmt opinberum tölum þar í landi. Viðskipti erlent 12.8.2009 10:24 Enn miklar afskriftir lána hjá Danske Bank Stærsti banki Danmerkur, Danske Bank, skilaði lakari afkomutölum á öðrum ársfjórðungi en reiknað hafði verið með. Forsvarsmenn bankans segja að ástæðuna megi að miklu leyti rekja til mikilla afskrifta lána. Viðskipti erlent 11.8.2009 10:21 Töluverð aukning fasteignalána á Bretlandi Fasteignalán á Bretlandi jukust um 23 prósent í júní, vonast er til að þessar fréttir hleypi jákvæðu lífi í fasteignamarkaðinn þar í landi. Veitt voru 45 þúsund lán í júní en slíkur fjöldi lána hefur ekki sést í ellefu mánuði. Til samanburðar voru veitt 36.500 lán í maí. The Times greinir frá þessu í dag. Viðskipti erlent 11.8.2009 09:47 Sykurverð ekki hærra í 28 ár Heimsmarkaðsverð á hrásykri hækkaði um þrjú prósent í dag og endaði í 22 sentum pundið, eða um 61 króna kílóið. Sykurverð hefur ekki verið hærra síðan 1981. Viðskipti erlent 10.8.2009 20:04 Málflutningur í Héraðsdómi vegna peningamarkaðssjóðanna Aðalmeðferð fer fram í máli eigenda hlutdeildarskirteina í peningamarkaðssjóði Landsbankans gegn gamla Landsbankanum og Landsvaka dótturfélagi bankans í lok ágúst. Viðskipti erlent 10.8.2009 13:21 Gagnrýnir stjórnendur Kaupþings harkalega Engir skynsamir bankastjórnendur hefðu lánað eins miklar fjárhæðir til jafn fárra viðskiptavina og Kaupþing gerði, fullyrðir Tony Shearer, fyrrverandi forstjóri Singer & Friedlander, í grein sem birtist á vef breska blaðsins Telegraph í gær. Viðskipti erlent 10.8.2009 06:30 Kostnaður við fjármálakrísuna gæti orðið 12 billjónir dollara Kostnaðurinn við að taka til eftir fjármálakrísuna gæti orðið tæpar tólf billjónir dollara, samkvæmt útreikningum Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Fyrir sömu fjárhæð væri hægt að gefa hverju mannsbarni á jörðinni um 380 þúsund krónur. Viðskipti erlent 9.8.2009 11:07 Bók Ármanns Þorvaldssonar gæti stuðað viðskiptavini Kaupþings Wylie bókaforlagið gefur út Frosnar eigur, bók Ármanns Þorvaldssonar, fyrrverandi bankastjóra Singer & Friedlander, í Bretlandi í október. Fjallað var um útgáfuna á vef breska blaðsins Telegraph í gær. Viðskipti erlent 9.8.2009 08:00 Catherine Zeta Jones er ríkasti leikari á Bretlandi Listi yfir ríkustu leikara Bretlands er birtur á vef breska blaðsins Times. Það þarf ekki að koma á óvart að í 10 efstu sætunum er fólk sem er íslenskum kvikmyndahúsagestum og sjónvarpsáhorfendum að góðu kunnugt. Í fyrsta sæti er Catherine Zeta Jones. Viðskipti erlent 8.8.2009 14:00 Fyrrverandi bankastjóra Hróarskeldubanka stefnt Stjón Hróarskeldubanka hefur tilkynnt að bankinn muni stefna Niels Valentin Hansen, sem stjórnaði bankanum áður en hann varð þjóðnýttur vegna lausafjárvandræða. Viðskipti erlent 7.8.2009 10:54 « ‹ 293 294 295 296 297 298 299 300 301 … 334 ›
Eins manns dauði er annars manns brauð Verslanir með ódýrar vörur þrífast best í því efnahagsástandi sem nú er á Bretlandi. Verslunarkeðjan 99p Stores, eða allt á 99pens, hefur fjölgað verslunum sínum verulega á árinu og áætlar að tvöfalda fjölda verslana sinna á þessu ári. Verslanir 99p Stores á Bretlandi eru nú 99 talsins. Gjaldþrot Woolwoths, sem var að hluta til í eigu Baugs, aðstoðar við vöxt verslananna, segir annar af eigendum 99p Stores. Viðskipti erlent 21.8.2009 11:56
Evran styrkist og evrópsk hlutabréf hækka Evran hefur styrkst og hlutabréf í Evrópu hafa hækkað eftir jákvæðar fréttir af þjónustugeiranum i Þýskalandi og aukningu landsframleiðslu á öðrum ársfjórðungi í Þýskalandi og Frakklandi. Viðskipti erlent 21.8.2009 10:40
Stærsta hagkerfi Evrópu að rétta úr kútnum Þýskaland, stærsta hagkerfi Evrópu, virðist vera að ná tökum á efnahagsniðursveiflunni samkvæmt nýlegri könnun sem sýnir fram á mjög mikla veltuaukningu einkageirans þar í landi. Hefur veltan í einkageiranum í Þýskalandi ekki aukist jafn hratt í einum mánuði síðan í maí á síðasta ári. Viðskipti erlent 21.8.2009 10:11
Skuldastaða breska ríkisins mjög slæm Það eru fleiri ríki en Ísland sem búa við slæma skuldastöðu. Samkvæmt bresku hagstofunni tóku bresk stjórnvöld 8 milljarða punda að láni í síðasta mánuði. Aldrei áður hefur breska ríkið þurft á svo háu lánsfjármagni að halda í júlí mánuði. Viðskipti erlent 20.8.2009 16:15
Unnið að sjónvarpsmynd um Lehman Brothers BBC vinnur nú að sjónvarpsmynd um gjaldþrot Lehman Brothers og er hún á dagskrá í október. Viðskipti erlent 19.8.2009 19:13
Atlantic Petroleum kemur nýtt inn í Úrvalsvísitöluna Færeyska olíufélagið Atlantic Petroleum kemur nýtt inn í Úrvalsvísitöluna við opnun markaða á morgun, 20. ágúst 2009. Alfesca hf. verður tekið úr OMXI6 Úrvalsvísitölunni eftir lokun markaða í dag, 19. ágúst vegna yfirtökutilboðs í félagið frá 26. júní 2009. Viðskipti erlent 19.8.2009 16:30
Bandarískur prófessor: Íslendingar, lítið ykkur nær „[Sagan] er næstum jafn dramatísk og ævintýri úr norrænni goðafræði," segir Daniel W. Drezner, þekktur bandarískur prófessor og bloggari, í grein á vefsvæði Wall Street Journal í gær. Viðskipti erlent 19.8.2009 10:36
Þjóðverjar ekki bjartsýnni í yfir þrjú ár Bjartsýni Þjóðverja hefur aukist töluvert að undanförnu og samkvæmt nýlegri könnun þar í landi hafa þeir ekki verið bjartsýnni í yfir þrjú ár eða síðan í apríl 2006. Financial Times greinir frá þessu í dag. Viðskipti erlent 18.8.2009 11:28
Hærri verðbólga á Bretlandi en búist var við Tólf mánaða verðbólga á Bretlandi stóð í stað í júlí og mælist enn 1,8% en sérfræðingar höfðu spáð því að draga myndi úr verðbólgunni í mánuðinum og hún myndi mælast 1,5%. Sky fréttastofan greinir frá þessu. Viðskipti erlent 18.8.2009 10:38
Næst stærsta hagkerfi heims að rétta úr kútnum Útflutningur Japana jókst um 6,3% á öðrum ársfjórðungi frá fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Þetta er mesta aukning milli ársfjórðunga síðan á öðrum ársfjórðungi ársins 2002. Japan er næst stærsta hagkerfi heimsins á eftir Bandaríkjunum. Viðskipti erlent 17.8.2009 14:55
Svínaflensan hefur áhrif á neyslu svínakjöts Útflutningur á svínakjöti frá Bandaríkjunum dróst saman um 20% á fyrstu sex mánuðum ársins og allt bendir til þess að fyrsta árlega niðursveiflan í útflutningi á svínakjöti síðan 1990 verði að veruleika. Sérfræðingar telja að verð á framvirkum samningum á svínakjöti gæti lækkað um þriðjung frá miðjum ágúst og fram til áramóta. Viðskipti erlent 17.8.2009 10:35
Skuggamálaráðherra vill kaupauka og bónusgreiðslur í burtu George Osborne, skuggamálaráðherra Íhaldsflokksins í fjármálum, vill útrýma kaupaukum og öðrum bónusgreiðslum til æðstu yfirmanna banka og fjármálastofnanna sem hlotið hafa opinbera aðstoð af einhverju tagi. Viðskipti erlent 16.8.2009 08:30
Fyrirtæki Kevins Stanford skuldar skatti 30 milljónir Fyrirtæki í eigu athafnamannsins Kevins Stanford, viðskiptafélaga Baugs og stórs skuldanautar í Kaupþing, er farið í þrot vegna rúmlega 30 milljóna skattaskuldar. Félagið sem um ræðir heitir Brookes Chauffeur Services og keyrði áður kóngana í smásöluverslun í London um borgina. Viðskipti erlent 16.8.2009 07:13
Stærsti bankinn sem verður gjaldþrota í ár Colonial bankinn í Montgomery í Alabama er stærsti bankinn í Bandaríkjunum sem verður gjaldþrota á þessu ári. Innistæðutryggingasjóðurinn í Bandaríkjunum tók bankann yfir bankann í gær en meira en 70 fjármálastofnanir hafa verið teknar yfir það sem af er ársins. Viðskipti erlent 15.8.2009 15:07
Bretar beittu Íslendinga hörku Dálkahöfundurinn Andrew Hill segir í Financial Times í dag að Bretar hafi beitt Íslendinga hörku, eitthvað sem þeir hefðu aldrei gert gagnvart stóru ríki. En ábyrgðin sé hins vegar líka í höndum íslenskra yfirvalda og sérstaklega þeirrar ríkisstjórnar sem var við völd á Íslandi á síðustu árum og einnig Fjármálaeftirlitsins. Hann segir að breska og íslenska fjármálaeftirlitið og yfirvöld beggja landa deili ábyrgð á því hvernig fór með Icesave reikningana. Viðskipti erlent 15.8.2009 10:00
Færri misstu heimili sín en búist var við Um það bil 11,400 einstuaklingar og fjölskyldur á Bretlandi misstu heimili sín á öðrum ársfjórðungi þessa árs samkvæmt opinberum tölum þar í landi. Búist hafði verið við að töluvert fleiri fjölskyldur þyrft að yfirgefa heimili sín, sérstaklega í ljósi mikils atvinnuleysis á Bretlandi. Viðskipti erlent 14.8.2009 10:55
Mjög jákvæðar fréttir frá stærsu hagkerfum Evrópu Landsframleiðsla í stærstu hagkerfum evrusvæðinsins, Þýskalandi og Frakklandi, dróst einungis saman um 0,1 prósent á öðrum ársfjórðungi þessa árs samanborið við 2,5% samdrátt á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þykir þetta benda til þess að mesta samdráttarskeið í Evrópu frá síðari heimsstyrjöldinni sé senn á enda. Viðskipti erlent 13.8.2009 10:57
Dýpri kreppa en búist hafði verið við Niðursveiflan í bresku efnahagslífi hefur verið meiri en Seðlabanki Englands gerði ráð fyrir, þrátt fyrir það eru væntingar um efnahagslegan bata að mati Seðlabankans. Bankinn á von á því að efnahagssamdrátturinn muni nema 5,5 prósentum áður en horfur í efnahagslífinu snúast til betri vegar. Viðskipti erlent 12.8.2009 13:37
SAS segir upp 1500 starfsmönnum Skandinavíska flugfélagið SAS hefur ákveðið að segja upp allt að fimmtánhundruð starfsmönnum til þess að reyna að rétta af fjárhag félagsins sem barist hefur í bökkum eins og fleiri flugfélög. Viðskipti erlent 12.8.2009 12:32
Financial Times tekur upp hanskann fyrir Íslendinga Leiðari breska blaðsins Financial Times er í dag helgaður Icesave samningunum og mögulegum afleiðingum þess máls. Þar er hanskinn tekinn upp fyrir Íslendinga og mælt með því að málsaðilar skipti betur með sér þeim byrðum sem af Icesave hafa hlotist. Leiðarahöfundur segir að Bretar og Hollendingar hafi ekki gert ráð fyrir slæmum viðtökum íslenskra kjósenda við samningnum. Málið sitji nú fast í nefndum Alþingis og ekki útlit fyrir að samningurinn fái brautargengi á þeim bænum. Viðskipti erlent 12.8.2009 10:58
Gríðarlegt atvinnuleysi á Bretlandi og fer vaxandi Atvinnulausum einstaklingum á breskum vinnumarkaði hefur fjölgað um 220 þúsund frá því í byrjun júní. Heildarfjöldi atvinnulausra er nú rúmlega 2,4 milljónir samkvæmt opinberum tölum þar í landi. Viðskipti erlent 12.8.2009 10:24
Enn miklar afskriftir lána hjá Danske Bank Stærsti banki Danmerkur, Danske Bank, skilaði lakari afkomutölum á öðrum ársfjórðungi en reiknað hafði verið með. Forsvarsmenn bankans segja að ástæðuna megi að miklu leyti rekja til mikilla afskrifta lána. Viðskipti erlent 11.8.2009 10:21
Töluverð aukning fasteignalána á Bretlandi Fasteignalán á Bretlandi jukust um 23 prósent í júní, vonast er til að þessar fréttir hleypi jákvæðu lífi í fasteignamarkaðinn þar í landi. Veitt voru 45 þúsund lán í júní en slíkur fjöldi lána hefur ekki sést í ellefu mánuði. Til samanburðar voru veitt 36.500 lán í maí. The Times greinir frá þessu í dag. Viðskipti erlent 11.8.2009 09:47
Sykurverð ekki hærra í 28 ár Heimsmarkaðsverð á hrásykri hækkaði um þrjú prósent í dag og endaði í 22 sentum pundið, eða um 61 króna kílóið. Sykurverð hefur ekki verið hærra síðan 1981. Viðskipti erlent 10.8.2009 20:04
Málflutningur í Héraðsdómi vegna peningamarkaðssjóðanna Aðalmeðferð fer fram í máli eigenda hlutdeildarskirteina í peningamarkaðssjóði Landsbankans gegn gamla Landsbankanum og Landsvaka dótturfélagi bankans í lok ágúst. Viðskipti erlent 10.8.2009 13:21
Gagnrýnir stjórnendur Kaupþings harkalega Engir skynsamir bankastjórnendur hefðu lánað eins miklar fjárhæðir til jafn fárra viðskiptavina og Kaupþing gerði, fullyrðir Tony Shearer, fyrrverandi forstjóri Singer & Friedlander, í grein sem birtist á vef breska blaðsins Telegraph í gær. Viðskipti erlent 10.8.2009 06:30
Kostnaður við fjármálakrísuna gæti orðið 12 billjónir dollara Kostnaðurinn við að taka til eftir fjármálakrísuna gæti orðið tæpar tólf billjónir dollara, samkvæmt útreikningum Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Fyrir sömu fjárhæð væri hægt að gefa hverju mannsbarni á jörðinni um 380 þúsund krónur. Viðskipti erlent 9.8.2009 11:07
Bók Ármanns Þorvaldssonar gæti stuðað viðskiptavini Kaupþings Wylie bókaforlagið gefur út Frosnar eigur, bók Ármanns Þorvaldssonar, fyrrverandi bankastjóra Singer & Friedlander, í Bretlandi í október. Fjallað var um útgáfuna á vef breska blaðsins Telegraph í gær. Viðskipti erlent 9.8.2009 08:00
Catherine Zeta Jones er ríkasti leikari á Bretlandi Listi yfir ríkustu leikara Bretlands er birtur á vef breska blaðsins Times. Það þarf ekki að koma á óvart að í 10 efstu sætunum er fólk sem er íslenskum kvikmyndahúsagestum og sjónvarpsáhorfendum að góðu kunnugt. Í fyrsta sæti er Catherine Zeta Jones. Viðskipti erlent 8.8.2009 14:00
Fyrrverandi bankastjóra Hróarskeldubanka stefnt Stjón Hróarskeldubanka hefur tilkynnt að bankinn muni stefna Niels Valentin Hansen, sem stjórnaði bankanum áður en hann varð þjóðnýttur vegna lausafjárvandræða. Viðskipti erlent 7.8.2009 10:54