Enska kirkjan til varnar vogunarsjóðum 7. október 2009 08:40 Leiðtogar kirkjunnar í Englandi hafa komið vogunarsjóðum til varnar og vilja ekki að um of sé þrengt að sjóðunum með reglugerðum og lögum. Þetta sjónarmið kemur fram tæplega hálfum mánuði eftir að kirkjan líki fjármálahverfinu The City við víxlarana í musterinu í biblíunni. Financial Times fjallar um málið og segir að meðan að sum svið fjármálageirans þurfi nauðsynlega á hertum reglum að halda hafi kirkjan ákveðið að enn sé þörf á vogunarsjóðum til að viðhalda musterinu. Í bréfi til ESB nefndar Lávarðardeildarinnar á breska þinginu lýsa yfirmenn kirkjunnar yfir áhyggjum af nýjum áætlunum ESB að koma lögum og reglum yfir vogunarsjóði. Telja kirkjunnar menn að slíkt gæti dregið verulega úr fjáröflun þeirra og þar með draga úr getu kirkjunnar til að láta gott af sér leiða. Bréf þetta kemur í kjölfar afleits árs fyrir ensku kirkjuna hvað fjármálin varðar. Talið er að kirkjan hafi tapað sem nemur um 250 milljörðum kr. á árunum 2007 til 2008. Þeir sem skrifa undir bréfið eru m.a. Rowan Williams erkibiskupinn af Kantaraborg og John Sentamu erkibiskupinn af Jórvík. Þeir njóta stuðnings annarra góðgerðastofnanna í baráttu sinni fyrir óbreyttum starfsháttum vogunarsjóða. „Að hámarka hagnað okkar af fjárfestingum er nauðsynlegt til þess að við getum sinnt köllun okkar í þágu almannaheilla," segir í bréfinu. Meðal þess sem kirkjunnar menn hafa áhyggjur af er að vogunarsjóðum verði bannað að stunda svokallaðar skuldsettar yfirtökur sem hafa verið ein af höfuð gróðaleiðum sjóðanna. Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Leiðtogar kirkjunnar í Englandi hafa komið vogunarsjóðum til varnar og vilja ekki að um of sé þrengt að sjóðunum með reglugerðum og lögum. Þetta sjónarmið kemur fram tæplega hálfum mánuði eftir að kirkjan líki fjármálahverfinu The City við víxlarana í musterinu í biblíunni. Financial Times fjallar um málið og segir að meðan að sum svið fjármálageirans þurfi nauðsynlega á hertum reglum að halda hafi kirkjan ákveðið að enn sé þörf á vogunarsjóðum til að viðhalda musterinu. Í bréfi til ESB nefndar Lávarðardeildarinnar á breska þinginu lýsa yfirmenn kirkjunnar yfir áhyggjum af nýjum áætlunum ESB að koma lögum og reglum yfir vogunarsjóði. Telja kirkjunnar menn að slíkt gæti dregið verulega úr fjáröflun þeirra og þar með draga úr getu kirkjunnar til að láta gott af sér leiða. Bréf þetta kemur í kjölfar afleits árs fyrir ensku kirkjuna hvað fjármálin varðar. Talið er að kirkjan hafi tapað sem nemur um 250 milljörðum kr. á árunum 2007 til 2008. Þeir sem skrifa undir bréfið eru m.a. Rowan Williams erkibiskupinn af Kantaraborg og John Sentamu erkibiskupinn af Jórvík. Þeir njóta stuðnings annarra góðgerðastofnanna í baráttu sinni fyrir óbreyttum starfsháttum vogunarsjóða. „Að hámarka hagnað okkar af fjárfestingum er nauðsynlegt til þess að við getum sinnt köllun okkar í þágu almannaheilla," segir í bréfinu. Meðal þess sem kirkjunnar menn hafa áhyggjur af er að vogunarsjóðum verði bannað að stunda svokallaðar skuldsettar yfirtökur sem hafa verið ein af höfuð gróðaleiðum sjóðanna.
Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira