Cimber Sterling sparar lakkið og lendir í vandræðum 6. október 2009 11:03 Flugfélagið Cimber Sterling hefur ítrekað lent í því á alþjóðaflugvöllum að fá ekki afgreitt eldsneyti á vélar sínar þar sem þær eru enn merktar í litum og með nafni hins gjaldþrota Sterling flugfélags. „Það er ekki auðvelt að fljúga með nafn og lógó gjaldþrota flugfélags í meters háum stöfum á flugvélaskrokknum," segir í umfjöllun Jyllands Posten um málið Eftir gjaldþrot Sterling fyrr í ár yfirtók Cimber reksturinn og nafn félagsins breyttist í Cimber Sterling. Með í yfirtökunni fylgdu sex af fyrrum farþegavélum Sterling. Cimber Sterling er nú að naga sig í handarbökin fyrir að hafa ekki lakkað, eða málað yfir Sterlingnöfnin og lógóin á skrokkum vélanna. Aðeins er búið að gera slík við eina af vélunum sex. Hið gjaldþrota Sterling skildi eftir sig ógreidda reikninga á flugvöllum víða um heiminn. Athugulir starfsmenn á þessum flugvöllum haf því tvisvar neitað að afgreiða vélarnar um eldsneyti og hefur þetta valdið töfum á brottförum þessara véla. „Við gátum að sjálfsögðu sýnt fram á að þetta voru okkar vélar en ekki frá Sterling Airways. Á endanum fengum við eldsneyti á þær en vegna fjármálakreppunnar er fólk orðið varfærið," segir Signe Thorup. „Því miður olli þetta töfum hjá farþegum okkar." Mest lesið Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendur Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Flugfélagið Cimber Sterling hefur ítrekað lent í því á alþjóðaflugvöllum að fá ekki afgreitt eldsneyti á vélar sínar þar sem þær eru enn merktar í litum og með nafni hins gjaldþrota Sterling flugfélags. „Það er ekki auðvelt að fljúga með nafn og lógó gjaldþrota flugfélags í meters háum stöfum á flugvélaskrokknum," segir í umfjöllun Jyllands Posten um málið Eftir gjaldþrot Sterling fyrr í ár yfirtók Cimber reksturinn og nafn félagsins breyttist í Cimber Sterling. Með í yfirtökunni fylgdu sex af fyrrum farþegavélum Sterling. Cimber Sterling er nú að naga sig í handarbökin fyrir að hafa ekki lakkað, eða málað yfir Sterlingnöfnin og lógóin á skrokkum vélanna. Aðeins er búið að gera slík við eina af vélunum sex. Hið gjaldþrota Sterling skildi eftir sig ógreidda reikninga á flugvöllum víða um heiminn. Athugulir starfsmenn á þessum flugvöllum haf því tvisvar neitað að afgreiða vélarnar um eldsneyti og hefur þetta valdið töfum á brottförum þessara véla. „Við gátum að sjálfsögðu sýnt fram á að þetta voru okkar vélar en ekki frá Sterling Airways. Á endanum fengum við eldsneyti á þær en vegna fjármálakreppunnar er fólk orðið varfærið," segir Signe Thorup. „Því miður olli þetta töfum hjá farþegum okkar."
Mest lesið Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendur Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira