Breska fjármálaeftirlitið: Vill harðari reglur vegna íslenska bankahrunsins 6. október 2009 22:42 Lord Turner. Mynd/telegraph.co.uk. Stjórnarformaður breska fjármálaeftirlitsins (FSA), Lord Turner, vill koma á fót nefnd sem hefur vald til þess að taka fram fyrir hendurnar á eftirlitsaðilum einstakra ríkja í þeim tilgangi að vernda þjóðir fyrir bankahruni eins og gerðist á Íslandi á síðasta ári. Slík nefnd myndi hafa úrslitavöld varðandi eftirlit með alþjóðlegum bankarekstri í líkingu við Landsbankann sem var með útibú í Bretlandi. Eftirlitið var í höndum íslenska ríkisins. Ljóst er að það brást með þeirri afleiðingu að íslenska þjóðin þarf að greiða Icesave og Bretar og Hollendingar töpuðu gríðarlegum verðmætum. „Stórir bankar, jafnvel miðlungsstórir bankar sem tilheyra EES löndunum geta orðið of stórir til þess að þeim verði bjargað," segir Turner sem telur hættuna enn fyrir hendi. Hann segir að í framtíðinni eigi þau ríki sem hýsa erlenda bankastarfsemi að geta tekið hamlandi ákvarðanir telji þeir banka standa höllum fæti. Hann leggur til að ESB leiði í lög reglugerð sem gerir ríkjum fært að stofna slíkar nefndir. Fréttina má lesa í heild sinni hér. Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Stjórnarformaður breska fjármálaeftirlitsins (FSA), Lord Turner, vill koma á fót nefnd sem hefur vald til þess að taka fram fyrir hendurnar á eftirlitsaðilum einstakra ríkja í þeim tilgangi að vernda þjóðir fyrir bankahruni eins og gerðist á Íslandi á síðasta ári. Slík nefnd myndi hafa úrslitavöld varðandi eftirlit með alþjóðlegum bankarekstri í líkingu við Landsbankann sem var með útibú í Bretlandi. Eftirlitið var í höndum íslenska ríkisins. Ljóst er að það brást með þeirri afleiðingu að íslenska þjóðin þarf að greiða Icesave og Bretar og Hollendingar töpuðu gríðarlegum verðmætum. „Stórir bankar, jafnvel miðlungsstórir bankar sem tilheyra EES löndunum geta orðið of stórir til þess að þeim verði bjargað," segir Turner sem telur hættuna enn fyrir hendi. Hann segir að í framtíðinni eigi þau ríki sem hýsa erlenda bankastarfsemi að geta tekið hamlandi ákvarðanir telji þeir banka standa höllum fæti. Hann leggur til að ESB leiði í lög reglugerð sem gerir ríkjum fært að stofna slíkar nefndir. Fréttina má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira