Viðskipti erlent

Honda innkallar bifreiðar

Honda bílaframleiðandinn hefur ákveðið að innkalla 197 þúsund Accord bifreiðar og 117 þúsund Civic bifreiðar auk 69 þúsund Element bifreiðar frá árunum 2003 og 2004 vegna gruns um framleiðslugalla í kveikjulás.

Viðskipti erlent

Danskir bankar hafa tapað 2.200 milljörðum

Danskir bankar hafa tapað 105 milljörðum danskra króna eða um 2.200 milljörðum króna í kreppunni frá því hún skall á árið 2008. Ef ekki hefði komið til aðstoð frá dönskum stjórnvöldum væri tap þessara banka þrefalt meira.

Viðskipti erlent

Náði samkomulagi við konuna sem hann áreitti

Fyrrum forstjóri Hewlett-Packard tölvuframleiðandans, Mark Hurd, hefur náð samkomulagi um greiðslu bóta til konu sem sakaði hann um kynferðislega áreitni. Ásökun konunnar varð til þess að Hurd lét af forstjórastarfi í fyrirtækinu eins og Vísir sagði frá í gær.

Viðskipti erlent

Hver farþegi skilar minni tekjum

Tekjur SAS flugfélagsins af hverjum farþega lækkuðu um 9% í júlí, samkvæmt nýjum tölum frá SAS. Norski viðskiptavefurinn e24 segir að þetta sé umtalsvert meira tap en flugfélagið hafði gert ráð fyrir.

Viðskipti erlent

Forstjóri HP hættir vegna ásakana um áreitni

Mark Hurd, forstjóri Hewlett-Packard tölvuframleiðandans, hefur sagt starfi sínu lausu eftir að hann var ásakaður um að hafa áreitt konu kynferðislega. Konan var viðskiptavinur fyrirtækisins. Talsmenn Hewlett-Packard segja að stefnumörkun fyrirtækisins gegn kynferðilegri áreitni hefði ekki verið brotin. Hins vegar hefðu reglur fyrirtækisins um viðskiptasiðferði verið brotnar. Cathie Lesjak hefur verið ráðin forstjóri Hewlett-Packard til bráðabirgða.

Viðskipti erlent

Bretar keyptu færri bíla

Sala á nýjum bílum í Bretlandi dróst saman í júlí, í fyrsta sinn í heilt ár. Alls voru 136,446 bílar skráðir í síðasta mánuði. Það er samdráttur um 13,2% miðað við júlí í fyrra, eftir því sem fram kemur í frétt Daily Telegraph.

Viðskipti erlent

Grikkjum gengur vel að fást við fjárlagahallann

Aðgerðir Grikkja til að fást við fjárlagahalla ríkissjóðs ganga vel að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evrópusambandsins. Starfslið á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Evrópusambandsins og Seðlabanka Evrópu var nýlega í Grikklandi til að kynna sér stöðu mála.

Viðskipti erlent

Störfum fjölgar að nýju í Danmörku

Störfum fer nú fjölgandi að nýju í Danmörku. Samkvæmt upplýsingum sem Dansk Jobindex og Danske Bank hafa unnið í sameiningu voru 14.600 ný atvinnutilboð lögð fram á netið í júlímánuði. Er þetta 1.000 fleiri störf en mánuðinn áður og mesti fjöldi nýrra starfa síðan í janúar 2009.

Viðskipti erlent

Bandaríkjadalur fellur

Bandarískur dalur hefur veikst um 0,97% gagnvart íslensku krónunni það sem af er degi. Erlendir fjölmiðlar segja að hann sé í frjálsu falli þessa stundina. Til að mynda hefur breska pundið styrkst gagnvart bandaríkjadal og hefur ekki verið eins sterkt gagnvart honum síðan í febrúar.

Viðskipti erlent