Mikið magn af vopnum fannst á hafnarsvæði Mærsk í Lagos 29. október 2010 10:43 Tollverðir í Lagos í Nígeríu hafa fundið mikið magn af vopnum á hafnarsvæði danska skipafélagsins A.P. Möller-Mærsk í borginni. Um er að ræða 13 gáma sem fullir eru af sprengjuvörpum, handsprengjum og skotfærum. Hafnarsvæðið, Apapa-terminal, er í eigu Mærsk en fjöldi annarra skipafélaga nýtir það. Þannig hefur verið upplýst að gámarnir voru fluttir til Apapa af franska skipafélaginu CMA CGM í júlí s.l. og ætlaði CMA CGM að flytja þá þaðan aftur. Gámarnir voru þó enn á svæðinu þegar tollverðir létu til skarar skríða og fundu vopnin í þessari viku. Samkvæmt frétt í blaðinu Nigerian Tribune er talið að vopnasending þessi hafi komið frá Íran og að hana átti að senda til Hamas hreyfingarinnar á Gaza svæðinu. Í frétt í Jyllands Posten um málið er haft eftir Tom Boyd fjölmiðlafulltrúa hjá Mærsk að skipafélagið vinni að sjálfsögðu með tollyfirvöldum í Nígeríu að rannsókn sem nú er hafin í málinu. Hann tekur fram að Apapa hafi aðeins verið umskipunarstaður á vegum franska skipafélagsins fyrir þessa gáma. Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Tollverðir í Lagos í Nígeríu hafa fundið mikið magn af vopnum á hafnarsvæði danska skipafélagsins A.P. Möller-Mærsk í borginni. Um er að ræða 13 gáma sem fullir eru af sprengjuvörpum, handsprengjum og skotfærum. Hafnarsvæðið, Apapa-terminal, er í eigu Mærsk en fjöldi annarra skipafélaga nýtir það. Þannig hefur verið upplýst að gámarnir voru fluttir til Apapa af franska skipafélaginu CMA CGM í júlí s.l. og ætlaði CMA CGM að flytja þá þaðan aftur. Gámarnir voru þó enn á svæðinu þegar tollverðir létu til skarar skríða og fundu vopnin í þessari viku. Samkvæmt frétt í blaðinu Nigerian Tribune er talið að vopnasending þessi hafi komið frá Íran og að hana átti að senda til Hamas hreyfingarinnar á Gaza svæðinu. Í frétt í Jyllands Posten um málið er haft eftir Tom Boyd fjölmiðlafulltrúa hjá Mærsk að skipafélagið vinni að sjálfsögðu með tollyfirvöldum í Nígeríu að rannsókn sem nú er hafin í málinu. Hann tekur fram að Apapa hafi aðeins verið umskipunarstaður á vegum franska skipafélagsins fyrir þessa gáma.
Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira