Uppljóstrari fær nær 11 milljarða úr Glaxo-máli 28. október 2010 08:36 Fyrrum starfsmaður breska lyfjarisans GlaxoSmithKline (GSK), Cheryl Eckard, fær 96 milljónir dollara, eða nær 11 milljarða kr. í verðlaun fyrir að hafa ljóstrað upp um lögbrot lyfjarisans í tengslum við rekstur lyfjaverksmiðju í Puerto Rico. Eins og fram kom í frétt á visir.is í gærdag hafa bandarísk yfirvöld sektað GSK um 750 milljónir dollara vegna málsins. Samkvæmt bandarískum lögum á uppljóstrari í máli sem þessu rétt á allt að 25% af þeirri sektarupphæð sem ákveðin er. Í frétt um málið í blaðinu The Times segir að Eckard, sem er fyrrum gæðastjóri GSK, hafi heimsótt lyfjaverksmiðjuna árið 2002 og tekið þar eftir fleiri brotum á bandarískum lögum hvað varðar framleiðslu á lyfjum. Í verksmiðjunni voru m.a. framleidd lyfin Avandia, Paxil og Coreg.Eckard lét bandarísk yfirvöld vita af þessu en verksmiðjunni var ekki lokað fyrr en í fyrra. Tengdar fréttir GlaxoSmithKline fær risasekt vegna sölu gallaðra lyfja Breski lyfjarisinn GlaxoSmithKline hefur fengið á sig samtals 750 milljón dollara, eða 84 milljarða kr. sekt og skaðabætur í Bandaríkjunum vegna sölu á m.a. menguðu barnakremi og óvirku þunglyndislyfi. Salan á þessum lyfjum stóð árum saman þótt yfirstjórn GlaxoSmithKline væri kunnugt um vandamálin tengd þeim. 27. október 2010 12:50 Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fyrrum starfsmaður breska lyfjarisans GlaxoSmithKline (GSK), Cheryl Eckard, fær 96 milljónir dollara, eða nær 11 milljarða kr. í verðlaun fyrir að hafa ljóstrað upp um lögbrot lyfjarisans í tengslum við rekstur lyfjaverksmiðju í Puerto Rico. Eins og fram kom í frétt á visir.is í gærdag hafa bandarísk yfirvöld sektað GSK um 750 milljónir dollara vegna málsins. Samkvæmt bandarískum lögum á uppljóstrari í máli sem þessu rétt á allt að 25% af þeirri sektarupphæð sem ákveðin er. Í frétt um málið í blaðinu The Times segir að Eckard, sem er fyrrum gæðastjóri GSK, hafi heimsótt lyfjaverksmiðjuna árið 2002 og tekið þar eftir fleiri brotum á bandarískum lögum hvað varðar framleiðslu á lyfjum. Í verksmiðjunni voru m.a. framleidd lyfin Avandia, Paxil og Coreg.Eckard lét bandarísk yfirvöld vita af þessu en verksmiðjunni var ekki lokað fyrr en í fyrra.
Tengdar fréttir GlaxoSmithKline fær risasekt vegna sölu gallaðra lyfja Breski lyfjarisinn GlaxoSmithKline hefur fengið á sig samtals 750 milljón dollara, eða 84 milljarða kr. sekt og skaðabætur í Bandaríkjunum vegna sölu á m.a. menguðu barnakremi og óvirku þunglyndislyfi. Salan á þessum lyfjum stóð árum saman þótt yfirstjórn GlaxoSmithKline væri kunnugt um vandamálin tengd þeim. 27. október 2010 12:50 Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
GlaxoSmithKline fær risasekt vegna sölu gallaðra lyfja Breski lyfjarisinn GlaxoSmithKline hefur fengið á sig samtals 750 milljón dollara, eða 84 milljarða kr. sekt og skaðabætur í Bandaríkjunum vegna sölu á m.a. menguðu barnakremi og óvirku þunglyndislyfi. Salan á þessum lyfjum stóð árum saman þótt yfirstjórn GlaxoSmithKline væri kunnugt um vandamálin tengd þeim. 27. október 2010 12:50