Ólíklegt að brotleg lönd verði svipt atkvæðisrétti 29. október 2010 05:45 Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands.Fréttablaðið/AP Fulltrúar Þýskalands og Frakklands reyna að fá fulltrúa annarra ríkja Evrópusambandsins (ESB) til að styðja nýjar reglur um ríkisútgjöld sem nauðsynlegar séu til að forða annarri skuldakreppu í Evrópu. Angela Merkel, kanslari Þýskalands og Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti mættu til tveggja daga ráðstefnu Evrópuríkja í Brussel í gær. Á ráðstefnunni fara þau fram á að búin verði til neyðarlausn sem skylda myndi lánafyrirtæki í einkaeigu til að taka á sig hluta kostnaðar við að bjarga mjög skuldugum löndum. Um leið kalla þau eftir stuðningi við tillögu um að lönd sem ítrekað fari fram úr fjárlögum verði svipt atkvæðisrétti í ESB. Sú tillaga þykir afar róttæk og draga sumir embættismenn í efa að hún muni ná fram að ganga. Herskár tónn er sagður í Angelu Merkel sem vill að þjóðir, sem ekki takist á við heilbrigðar aðgerðir í ríkisfjármálum, þurfi þá að horfa upp á að missa atkvæðisrétt sinn. „Ógni þjóð heilbrigði evrunnar skekur hún grunnstoðir ESB," sagði hún. Leiðirnar sem Þjóðverjar og Frakkar leggja til eru líklega báðar sagðar kalla á breytingar á grunnsáttmála ESB. Breytingar á honum eru þó ekki auðsóttar og ferlið allt líklegt til að taka nokkur ár. Þannig tók tíu ár að fá samþykki Evrópuríkja fyrir gildandi Lissabon-sáttmála. Fyrri útgáfum sáttmálans var árið 2005 hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslum í Hollandi og Frakklandi, auk þess sem Írar felldu sáttmálann nokkrum sinnum. José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, sagði afnám atkvæðisréttar aðildarríkja „óásættanlegt" og taldi tillögu um slíkt aldrei verða samþykkta í öllum 27 aðildarríkjunum. Nokkrir þjóðarleiðtogar og embættismenn ESB tóku í gær undir orð hans. „Við horfum mjög gagnrýnum augum á allar breytingar á sáttmála ESB," sagði Josef Proell, fjármálaráðherra Austurríkis. Angela Merkel er hins vegar sögð hafa gert stuðning við breytingar á sáttmálanum að skilyrði stuðnings Þjóðverja við strangari reglur um ríki sem fara fram úr fjárlögum, sem einnig eru til umfjöllunar á ríkjaráðstefnunni. Fjármálaráðherrar ESB lögðu í síðustu viku til viðvaranir og mögulegar sektir á ríki sem brjóta reglur sambandsins um skuldir og fjárlagahalla. olikr@frettabladid.is Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fulltrúar Þýskalands og Frakklands reyna að fá fulltrúa annarra ríkja Evrópusambandsins (ESB) til að styðja nýjar reglur um ríkisútgjöld sem nauðsynlegar séu til að forða annarri skuldakreppu í Evrópu. Angela Merkel, kanslari Þýskalands og Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti mættu til tveggja daga ráðstefnu Evrópuríkja í Brussel í gær. Á ráðstefnunni fara þau fram á að búin verði til neyðarlausn sem skylda myndi lánafyrirtæki í einkaeigu til að taka á sig hluta kostnaðar við að bjarga mjög skuldugum löndum. Um leið kalla þau eftir stuðningi við tillögu um að lönd sem ítrekað fari fram úr fjárlögum verði svipt atkvæðisrétti í ESB. Sú tillaga þykir afar róttæk og draga sumir embættismenn í efa að hún muni ná fram að ganga. Herskár tónn er sagður í Angelu Merkel sem vill að þjóðir, sem ekki takist á við heilbrigðar aðgerðir í ríkisfjármálum, þurfi þá að horfa upp á að missa atkvæðisrétt sinn. „Ógni þjóð heilbrigði evrunnar skekur hún grunnstoðir ESB," sagði hún. Leiðirnar sem Þjóðverjar og Frakkar leggja til eru líklega báðar sagðar kalla á breytingar á grunnsáttmála ESB. Breytingar á honum eru þó ekki auðsóttar og ferlið allt líklegt til að taka nokkur ár. Þannig tók tíu ár að fá samþykki Evrópuríkja fyrir gildandi Lissabon-sáttmála. Fyrri útgáfum sáttmálans var árið 2005 hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslum í Hollandi og Frakklandi, auk þess sem Írar felldu sáttmálann nokkrum sinnum. José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, sagði afnám atkvæðisréttar aðildarríkja „óásættanlegt" og taldi tillögu um slíkt aldrei verða samþykkta í öllum 27 aðildarríkjunum. Nokkrir þjóðarleiðtogar og embættismenn ESB tóku í gær undir orð hans. „Við horfum mjög gagnrýnum augum á allar breytingar á sáttmála ESB," sagði Josef Proell, fjármálaráðherra Austurríkis. Angela Merkel er hins vegar sögð hafa gert stuðning við breytingar á sáttmálanum að skilyrði stuðnings Þjóðverja við strangari reglur um ríki sem fara fram úr fjárlögum, sem einnig eru til umfjöllunar á ríkjaráðstefnunni. Fjármálaráðherrar ESB lögðu í síðustu viku til viðvaranir og mögulegar sektir á ríki sem brjóta reglur sambandsins um skuldir og fjárlagahalla. olikr@frettabladid.is
Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira