Leiðtogar ESB samþykkja harðari evru-reglur 29. október 2010 08:01 Leiðtogar Evrópusambandsins hafa komið sér saman um að setja harðar reglur sem miða að því að styrkja evrusvæðið og minnka líkurnar á frekari fjármálakreppum. Leiðtogarnir sitja nú á fundi og í gær komu þeir sér saman um að setja upp neyðarsjóð sem ætlað er að styðja við evruna á erfiðum tímum. Þá hyggjast þeir setja lög sem gera Evrópusambandinu kleift að fylgjast náið með efnahagi aðildarlandanna og grípa inn í ef í óefni stefnir. Að sögn embættismanna sambandsins lá við algjöru hruni á evrusvæðinu fyrr á þessu ári vegna þess að reglur af þessu tagi hafi vantað. Á sama fundi tókst David Cameron leiðtoga íhaldsflokksins að koma í veg fyrir tæplega sex prósenta hækkun á framlögum þjóðanna til sambandsins og naut hann stuðnings Frakka og Þjóðverja í þeirri baráttu. Niðurstaðan var sú að hækkunin mun nema 2.9 prósentum. Fréttaritari BBC á fundinum sem haldinn er í Brussel, segir að með nýju reglunum verði hægt að þvinga lönd sem aðild eigi að evrunni til þess að taka til í eigin ranni löngu áður en vandræði viðkomandi lands verði að vandamáli alls svæðisins. Hermann Van Rompoy, forseti Evrópuráðsins fagnaði tillögunum og segir að mikilvæg skref hafi verið tekin til þess að styrkja evruna og aðildarlönd hennar. Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Leiðtogar Evrópusambandsins hafa komið sér saman um að setja harðar reglur sem miða að því að styrkja evrusvæðið og minnka líkurnar á frekari fjármálakreppum. Leiðtogarnir sitja nú á fundi og í gær komu þeir sér saman um að setja upp neyðarsjóð sem ætlað er að styðja við evruna á erfiðum tímum. Þá hyggjast þeir setja lög sem gera Evrópusambandinu kleift að fylgjast náið með efnahagi aðildarlandanna og grípa inn í ef í óefni stefnir. Að sögn embættismanna sambandsins lá við algjöru hruni á evrusvæðinu fyrr á þessu ári vegna þess að reglur af þessu tagi hafi vantað. Á sama fundi tókst David Cameron leiðtoga íhaldsflokksins að koma í veg fyrir tæplega sex prósenta hækkun á framlögum þjóðanna til sambandsins og naut hann stuðnings Frakka og Þjóðverja í þeirri baráttu. Niðurstaðan var sú að hækkunin mun nema 2.9 prósentum. Fréttaritari BBC á fundinum sem haldinn er í Brussel, segir að með nýju reglunum verði hægt að þvinga lönd sem aðild eigi að evrunni til þess að taka til í eigin ranni löngu áður en vandræði viðkomandi lands verði að vandamáli alls svæðisins. Hermann Van Rompoy, forseti Evrópuráðsins fagnaði tillögunum og segir að mikilvæg skref hafi verið tekin til þess að styrkja evruna og aðildarlönd hennar.
Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira