Viðskipti erlent Metsala á Ferrari bílum í fyrra Ítölsku sportbílaverksmiðjurnar Ferrari áttu gott ár í fyrra og seldist metfjöldi af Ferrari bílum það ár. Alls voru 6.573 Ferrari seldir á heimsvísu sem er um 8% aukning frá árinu áður. Viðskipti erlent 11.2.2011 09:45 Nokia og Microsoft í stríð við Android og iPhone Nokia og Microsoft hafa náð samkomulagi um samvinnu við gerð nýs og hraðvirkari snjallsíma. Með því ætlar Nokia að reyna að vinna aftur tapaða markaði í hendur Android og iPhone. Viðskipti erlent 11.2.2011 09:07 FIH bankinn skilaði 6,6 milljarða hagnaði í fyrra FIH bankinn í Danmörku skilaði hagnaði upp á 316 milljónir danskra kr. eða um 6,6 milljörðum kr. fyrir skatt í fyrra. Fjórði ársfjórðungur ársins var hinsvegar afleit upplifun fyrir bankann sem tapaði 230 milljónum danskra kr. á því tímabili. Viðskipti erlent 11.2.2011 08:24 Eigendur Danske Bank töpuðu 200 milljörðum í morgun Eigendur Danske Bank, það er hluthafar bankans, töpuðu tæpum 10 milljörðum danskra kr. eða um 200 milljörðum kr. á tveimur tímum í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í morgun. Viðskipti erlent 10.2.2011 13:24 Olíuverðið ekki hærra frá því fyrir hrun Olíuverð hefur haldist hátt það sem af er degi á alþjóðamörkuðum eftir allsnarpa hækkun í gær. Þegar þetta er ritað er viðmiðunarverð á Brent-hráolíu 101,3 dollarar á tunnuna, og hefur olíuverð ekki verið svo hátt frá haustdögum árið 2008. Viðskipti erlent 10.2.2011 12:31 Verður stærsta kauphöll heims Stjórnendur NYSE Euronext-kauphallarsamstæðunnar og Deutsche Börse, þýsku kauphallarinnar, greindu frá því í gær að samrunaviðræður væru í gangi. Skili þær tilætluðum árangri verður til stærsti hlutabréfamarkaður í heimi. Viðskipti erlent 10.2.2011 11:45 Skipasmiðir tapa 35 milljörðum á ofursnekkju Sagan um Eclipce stærstu ofursnekkju heims líkist æ meir nútíma lúxusharmleik en þessi fljótandi höll er í eigu Roman Abramovitch. Nú er komið í ljós að þýska skipasmíðastöðin Blohm & Voss, sem tóku að sér smíði Eclipse, muni tapa um 300 milljónum dollara eða um 35 milljörðum kr. á verkinu. Viðskipti erlent 10.2.2011 10:35 Danske Bank sækir 420 milljarða í hlutafjárútboði Danske Bank ætlar að sækja sér 20 milljarða danskra kr. eða ríflega 420 milljarða kr. í nýju hlutafjárútboði á fyrri helming þessa árs. Þetta kom fram á kynningu á ársuppgjöri bankans fyrir síðasta ár. Viðskipti erlent 10.2.2011 09:49 Hörð gagnrýni á AGS frá endurskoðendum sjóðsins Sjálfstæðir endurskoðendur/matsmenn (IEO) Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) gagnrýna sjóðinn harðlega fyrir að hafa ekki séð fjármálakreppuna fyrir árið 2007. Meðal annars er gagnrýnt að í skýrslu sinni um Ísland árið 2007 hafi AGS ekki einbeitt sér að þeirri staðreynd að stærð bankakerfis landsins var orðin 1.000% af landsframleiðslu þess. Viðskipti erlent 10.2.2011 09:15 Hagnaður Rio Tinto nam 1.650 milljörðum í fyrra Námurisinn Rio Tinto, móðurfélag álversins í Straumsvík, hagnaðist um 14,3 milljarða dollara á síðasta ári eða ríflega 1.650 milljarða kr. Þetta er nær þreföldun á hagnaði miðað við árið áður þegar hann nam 4,9 milljörðum dollara. Viðskipti erlent 10.2.2011 08:39 Danir gætu þurft að taka upp evru „Svo gæti farið að á næstunni þurfi Danmörk að endurskoða afstöðu sína til evrunnar,“ sagði Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, í umræðum á danska þjóðþinginu í gær. Viðskipti erlent 10.2.2011 07:30 Stórt innherjasvikamál upplýst á Wall Street Rannsókn á stóru innherjasvikamáli á Wall Street hefur leitt til handtöku fjögurra manna. Einn er greinandi en þrír voru forstjórar vogunarsjóða, þar af tveir frá milljarðasjóðnum SAC Capital. Viðskipti erlent 9.2.2011 14:21 Boða nýja kynslóð af iPad Apple er byrjað að undirbúa framleiðslu á næstu kynslóð af iPad, eftir því sem fram kemur í Wall Street Journal. Nýja útgáfan fær heitið iPad 2 og mun samkvæmt upplýsingum blaðsins vera með innbygða myndavél og vinnslan verður hraðari en í fyrstu útgáfunni. Viðskipti erlent 9.2.2011 12:23 Kröfur um að Danske Bank stórauki eigið fé sitt Meirihluti mun vera fyrir því á danska þinginu að Danske Bank verði gert að stórauka eigið fé sitt. Rætt hefur verið um að eiginfjárhlutfall bankans verði hækkað um 2 til 3 prósentustig sem myndi þýða um 16 til 24 milljarða danskra kr. eða allt að 500 milljarða kr. Viðskipti erlent 9.2.2011 10:56 Statoil veldur vonbrigðum, hlutabréf falla í verði Uppgjör norska olíurisans Statoil fyrir fjórða ársfjórðung á síðasta ári hefur valdið vonbrigðum. Hagnaðurinn var nokkuð undir væntingum fjárfesta og hefur niðurstaðan valdið því að hlutir í félaginu hafa lækkað um 3% í morgun. Sú lækkun leiddi til þess að vísitalan í kauphöllinni í Osló hóf daginn í rauðum lit. Viðskipti erlent 9.2.2011 10:19 Mubarak gæti verið ríkasti maður í heimi Hosni Mubarak forseti Egyptlands gæti verið ríkasti maður heimins og ætti því meiri auð en menn á borð við Carlos Slim, Bill Gates og Warren Buffett. Viðskipti erlent 9.2.2011 09:16 Olíubirgðir Saudi Arabíu ekki nægar til verðlækkanna Samkvæmt skjölum sem WikiLeaks hefur sett á vefinn telja bandarískir embættismenn að Saudi Arabar eigi ekki nægilega miklar olíubirgðir til að halda olíuverðinu niðri. Raunar telja þeir að birgðirnar, það er óunnin olía í landinu, séu ofmetnar um 40% sem samsvarar 300 milljörðum tunna af olíu. Viðskipti erlent 9.2.2011 08:34 SAS tapaði 54 milljörðum í fyrra SAS flugfélagið skilaði 3 milljarða sænskra kr. eða 54 milljarða kr. tapi á síðasta ári. Eldgosið í Eyjafjallajökli var flugfélaginu þungt í skauti en um 700 milljón sænskra kr. af tapinu má rekja til gossins. Viðskipti erlent 9.2.2011 08:09 Kínverjar hækka stýrivexti vegna verðbólgu Kínverjar hafa hækkað stýrivexti sína í annað sinn á síðustu sex vikum. Ástæðan er barátta þarlendra stjórnvalda við vaxandi verðbólguþrýsing í landinu. Vextirnir voru hækkaðir um 0,25 prósentur eins og síðast og eru vextirnir þá komnir í 3%. Viðskipti erlent 8.2.2011 13:58 Verð á matvælum í heiminum heldur áfram að hækka Verð á matvælum heldur áfram að hækka og hefur aldrei verið hærra samkvæmt mati Alþjóðamatvælastofnunarinnar FAO. Viðskipti erlent 8.2.2011 12:31 Viðskiptajöfnuður Danmerkur 2.000 milljarðar í plús Viðskiptajöfnuður Danmerkur á síðasta ári sló öll fyrri met. Viðskiptajöfnuðurinn var hagstæður um 93,6 milljarða danskra kr. eða tæplega 2.000 milljarða kr. Fyrra met í afgangi á viðskiptajöfnuðinum í Danmörku var sett árið 2005 en þá var hann hagstæður um rúma 67 milljarða danskra kr. Viðskipti erlent 8.2.2011 10:02 Varað við fleiri bankagjaldþrotum í Danmörku Fjármálaeftirlit Danmerkur hefur varað við því að fleiri bankagjaldþrot séu í farvatninu í kjölfar þess að Amagerbanken féll með hvelli um helgina. Raunar hefur Amagerbanken þegar dregið lítinn sparisjóð, Sparekassen Midtfjord, með sér í fallinu. Viðskipti erlent 8.2.2011 09:12 Fjórði hver danskur banki fallinn í kreppunni Það er svipuð staða komin upp í danska bankageiranum og laginu um Tíu litla negrastráka. Einn af öðrum hafa þeir horfið bakvið móðuna miklu undanfarin ár. Frá árinu 2007 þegar fjármálakreppan hófst hefur fjórði hver banki í Danmörku hætt rekstri eða sameinast öðrum banka. Viðskipti erlent 7.2.2011 19:30 Sjælsö reiknar með að reksturinn verði á sléttu í ár Sjælsö Gruppen reiknar með því að rekstur félagsins verði á sléttu í ár, það er að hagnaður ársins verði 0 kr. fyrir skatta og hugsanlegar afskriftir. Skattar og afskriftir nemi hinsvegar um 240 milljónum danskra kr. fyrir árið í fyrra. Viðskipti erlent 7.2.2011 15:13 Miklar hreinsanir á næstunni meðal Nokia stjóra Nokkrir háttsettir stjórnendur finnska farsímarisans Nokia verða látnir taka pokann sinn á næstunni. Hinn nýi forstjóri Nokia, Stephen Elop, ætlar sér að hreinsa rækilega til í stjórnunarteymi fyrirtækisins. Þetta hefur The Wall Street Journal eftir ónafngreindum heimildum. Viðskipti erlent 7.2.2011 13:59 Mótmælin kosta Egyptland 36 milljarða á dag Mótmælin í Eyptlandi hafa hingað til kostað hagkerfi landsins 36 milljarða kr. á dag. Þetta kemur fram í skýrslu greiningar franska bankans Credit Agricole um málið. Viðskipti erlent 7.2.2011 13:18 Umfangsmikið skattafúsk í kvótasölu í Noregi Skattyfirvöld í Noregi segja að við eftirlit með sjávarútvegsfyrirtækjum landsins í fyrra hafi skatturinn uppgvötvað tekjur upp á 1,2 milljarða norskra kr. eða 24 milljarða kr. sem ekki voru taldar fram. Megnið af þessum tekjum, eða 800 milljónir norskra kr., voru vegna viðskipta með veiðiheimildir. Viðskipti erlent 7.2.2011 12:23 Beinagrindurnar rúlla úr skápum Amagerbanken Tölurnar um hugsanlegt tap vegna gjaldþrots Amagerbanken fara hækkandi eftir því sem líður á morguninn. Nú er talið að tapið geti numið allt að 9 milljörðum danskra kr. eða vel yfir 180 milljarða kr. Viðskipti erlent 7.2.2011 10:19 Danska ríkið gæti tapað 140 milljörðum á Amagerbanken Danska ríkið gæti endað með því að tapa 6,7 milljörðum danskra kr. eða ríflega 140 milljörðum kr. á gjaldþroti Amagerbanken sem tilkynnt var á sunnudag. Þetta samsvarar því að hver einasti Dani þurfi að greiða 1.200 danskrar kr. eða ríflega 25.000 kr. vegna gjaldþrotsins. Viðskipti erlent 7.2.2011 08:51 Góður hagnaður hjá French Connection Breska tískuverslanakeðjan French Connection hefur tilkynnt að áætlaður hagnaður hennar á síðasta rekstrarári, sem lauk 31. janúar s.l., hafi numið 6,8 milljónum punda eða tæplega 1,3 milljörðum kr. Um mikinn viðsnúning er að ræða m.v. við árið á undan þegar keðjan tapaði tæpum 13 milljónum punda. Viðskipti erlent 7.2.2011 08:19 « ‹ 237 238 239 240 241 242 243 244 245 … 334 ›
Metsala á Ferrari bílum í fyrra Ítölsku sportbílaverksmiðjurnar Ferrari áttu gott ár í fyrra og seldist metfjöldi af Ferrari bílum það ár. Alls voru 6.573 Ferrari seldir á heimsvísu sem er um 8% aukning frá árinu áður. Viðskipti erlent 11.2.2011 09:45
Nokia og Microsoft í stríð við Android og iPhone Nokia og Microsoft hafa náð samkomulagi um samvinnu við gerð nýs og hraðvirkari snjallsíma. Með því ætlar Nokia að reyna að vinna aftur tapaða markaði í hendur Android og iPhone. Viðskipti erlent 11.2.2011 09:07
FIH bankinn skilaði 6,6 milljarða hagnaði í fyrra FIH bankinn í Danmörku skilaði hagnaði upp á 316 milljónir danskra kr. eða um 6,6 milljörðum kr. fyrir skatt í fyrra. Fjórði ársfjórðungur ársins var hinsvegar afleit upplifun fyrir bankann sem tapaði 230 milljónum danskra kr. á því tímabili. Viðskipti erlent 11.2.2011 08:24
Eigendur Danske Bank töpuðu 200 milljörðum í morgun Eigendur Danske Bank, það er hluthafar bankans, töpuðu tæpum 10 milljörðum danskra kr. eða um 200 milljörðum kr. á tveimur tímum í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í morgun. Viðskipti erlent 10.2.2011 13:24
Olíuverðið ekki hærra frá því fyrir hrun Olíuverð hefur haldist hátt það sem af er degi á alþjóðamörkuðum eftir allsnarpa hækkun í gær. Þegar þetta er ritað er viðmiðunarverð á Brent-hráolíu 101,3 dollarar á tunnuna, og hefur olíuverð ekki verið svo hátt frá haustdögum árið 2008. Viðskipti erlent 10.2.2011 12:31
Verður stærsta kauphöll heims Stjórnendur NYSE Euronext-kauphallarsamstæðunnar og Deutsche Börse, þýsku kauphallarinnar, greindu frá því í gær að samrunaviðræður væru í gangi. Skili þær tilætluðum árangri verður til stærsti hlutabréfamarkaður í heimi. Viðskipti erlent 10.2.2011 11:45
Skipasmiðir tapa 35 milljörðum á ofursnekkju Sagan um Eclipce stærstu ofursnekkju heims líkist æ meir nútíma lúxusharmleik en þessi fljótandi höll er í eigu Roman Abramovitch. Nú er komið í ljós að þýska skipasmíðastöðin Blohm & Voss, sem tóku að sér smíði Eclipse, muni tapa um 300 milljónum dollara eða um 35 milljörðum kr. á verkinu. Viðskipti erlent 10.2.2011 10:35
Danske Bank sækir 420 milljarða í hlutafjárútboði Danske Bank ætlar að sækja sér 20 milljarða danskra kr. eða ríflega 420 milljarða kr. í nýju hlutafjárútboði á fyrri helming þessa árs. Þetta kom fram á kynningu á ársuppgjöri bankans fyrir síðasta ár. Viðskipti erlent 10.2.2011 09:49
Hörð gagnrýni á AGS frá endurskoðendum sjóðsins Sjálfstæðir endurskoðendur/matsmenn (IEO) Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) gagnrýna sjóðinn harðlega fyrir að hafa ekki séð fjármálakreppuna fyrir árið 2007. Meðal annars er gagnrýnt að í skýrslu sinni um Ísland árið 2007 hafi AGS ekki einbeitt sér að þeirri staðreynd að stærð bankakerfis landsins var orðin 1.000% af landsframleiðslu þess. Viðskipti erlent 10.2.2011 09:15
Hagnaður Rio Tinto nam 1.650 milljörðum í fyrra Námurisinn Rio Tinto, móðurfélag álversins í Straumsvík, hagnaðist um 14,3 milljarða dollara á síðasta ári eða ríflega 1.650 milljarða kr. Þetta er nær þreföldun á hagnaði miðað við árið áður þegar hann nam 4,9 milljörðum dollara. Viðskipti erlent 10.2.2011 08:39
Danir gætu þurft að taka upp evru „Svo gæti farið að á næstunni þurfi Danmörk að endurskoða afstöðu sína til evrunnar,“ sagði Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, í umræðum á danska þjóðþinginu í gær. Viðskipti erlent 10.2.2011 07:30
Stórt innherjasvikamál upplýst á Wall Street Rannsókn á stóru innherjasvikamáli á Wall Street hefur leitt til handtöku fjögurra manna. Einn er greinandi en þrír voru forstjórar vogunarsjóða, þar af tveir frá milljarðasjóðnum SAC Capital. Viðskipti erlent 9.2.2011 14:21
Boða nýja kynslóð af iPad Apple er byrjað að undirbúa framleiðslu á næstu kynslóð af iPad, eftir því sem fram kemur í Wall Street Journal. Nýja útgáfan fær heitið iPad 2 og mun samkvæmt upplýsingum blaðsins vera með innbygða myndavél og vinnslan verður hraðari en í fyrstu útgáfunni. Viðskipti erlent 9.2.2011 12:23
Kröfur um að Danske Bank stórauki eigið fé sitt Meirihluti mun vera fyrir því á danska þinginu að Danske Bank verði gert að stórauka eigið fé sitt. Rætt hefur verið um að eiginfjárhlutfall bankans verði hækkað um 2 til 3 prósentustig sem myndi þýða um 16 til 24 milljarða danskra kr. eða allt að 500 milljarða kr. Viðskipti erlent 9.2.2011 10:56
Statoil veldur vonbrigðum, hlutabréf falla í verði Uppgjör norska olíurisans Statoil fyrir fjórða ársfjórðung á síðasta ári hefur valdið vonbrigðum. Hagnaðurinn var nokkuð undir væntingum fjárfesta og hefur niðurstaðan valdið því að hlutir í félaginu hafa lækkað um 3% í morgun. Sú lækkun leiddi til þess að vísitalan í kauphöllinni í Osló hóf daginn í rauðum lit. Viðskipti erlent 9.2.2011 10:19
Mubarak gæti verið ríkasti maður í heimi Hosni Mubarak forseti Egyptlands gæti verið ríkasti maður heimins og ætti því meiri auð en menn á borð við Carlos Slim, Bill Gates og Warren Buffett. Viðskipti erlent 9.2.2011 09:16
Olíubirgðir Saudi Arabíu ekki nægar til verðlækkanna Samkvæmt skjölum sem WikiLeaks hefur sett á vefinn telja bandarískir embættismenn að Saudi Arabar eigi ekki nægilega miklar olíubirgðir til að halda olíuverðinu niðri. Raunar telja þeir að birgðirnar, það er óunnin olía í landinu, séu ofmetnar um 40% sem samsvarar 300 milljörðum tunna af olíu. Viðskipti erlent 9.2.2011 08:34
SAS tapaði 54 milljörðum í fyrra SAS flugfélagið skilaði 3 milljarða sænskra kr. eða 54 milljarða kr. tapi á síðasta ári. Eldgosið í Eyjafjallajökli var flugfélaginu þungt í skauti en um 700 milljón sænskra kr. af tapinu má rekja til gossins. Viðskipti erlent 9.2.2011 08:09
Kínverjar hækka stýrivexti vegna verðbólgu Kínverjar hafa hækkað stýrivexti sína í annað sinn á síðustu sex vikum. Ástæðan er barátta þarlendra stjórnvalda við vaxandi verðbólguþrýsing í landinu. Vextirnir voru hækkaðir um 0,25 prósentur eins og síðast og eru vextirnir þá komnir í 3%. Viðskipti erlent 8.2.2011 13:58
Verð á matvælum í heiminum heldur áfram að hækka Verð á matvælum heldur áfram að hækka og hefur aldrei verið hærra samkvæmt mati Alþjóðamatvælastofnunarinnar FAO. Viðskipti erlent 8.2.2011 12:31
Viðskiptajöfnuður Danmerkur 2.000 milljarðar í plús Viðskiptajöfnuður Danmerkur á síðasta ári sló öll fyrri met. Viðskiptajöfnuðurinn var hagstæður um 93,6 milljarða danskra kr. eða tæplega 2.000 milljarða kr. Fyrra met í afgangi á viðskiptajöfnuðinum í Danmörku var sett árið 2005 en þá var hann hagstæður um rúma 67 milljarða danskra kr. Viðskipti erlent 8.2.2011 10:02
Varað við fleiri bankagjaldþrotum í Danmörku Fjármálaeftirlit Danmerkur hefur varað við því að fleiri bankagjaldþrot séu í farvatninu í kjölfar þess að Amagerbanken féll með hvelli um helgina. Raunar hefur Amagerbanken þegar dregið lítinn sparisjóð, Sparekassen Midtfjord, með sér í fallinu. Viðskipti erlent 8.2.2011 09:12
Fjórði hver danskur banki fallinn í kreppunni Það er svipuð staða komin upp í danska bankageiranum og laginu um Tíu litla negrastráka. Einn af öðrum hafa þeir horfið bakvið móðuna miklu undanfarin ár. Frá árinu 2007 þegar fjármálakreppan hófst hefur fjórði hver banki í Danmörku hætt rekstri eða sameinast öðrum banka. Viðskipti erlent 7.2.2011 19:30
Sjælsö reiknar með að reksturinn verði á sléttu í ár Sjælsö Gruppen reiknar með því að rekstur félagsins verði á sléttu í ár, það er að hagnaður ársins verði 0 kr. fyrir skatta og hugsanlegar afskriftir. Skattar og afskriftir nemi hinsvegar um 240 milljónum danskra kr. fyrir árið í fyrra. Viðskipti erlent 7.2.2011 15:13
Miklar hreinsanir á næstunni meðal Nokia stjóra Nokkrir háttsettir stjórnendur finnska farsímarisans Nokia verða látnir taka pokann sinn á næstunni. Hinn nýi forstjóri Nokia, Stephen Elop, ætlar sér að hreinsa rækilega til í stjórnunarteymi fyrirtækisins. Þetta hefur The Wall Street Journal eftir ónafngreindum heimildum. Viðskipti erlent 7.2.2011 13:59
Mótmælin kosta Egyptland 36 milljarða á dag Mótmælin í Eyptlandi hafa hingað til kostað hagkerfi landsins 36 milljarða kr. á dag. Þetta kemur fram í skýrslu greiningar franska bankans Credit Agricole um málið. Viðskipti erlent 7.2.2011 13:18
Umfangsmikið skattafúsk í kvótasölu í Noregi Skattyfirvöld í Noregi segja að við eftirlit með sjávarútvegsfyrirtækjum landsins í fyrra hafi skatturinn uppgvötvað tekjur upp á 1,2 milljarða norskra kr. eða 24 milljarða kr. sem ekki voru taldar fram. Megnið af þessum tekjum, eða 800 milljónir norskra kr., voru vegna viðskipta með veiðiheimildir. Viðskipti erlent 7.2.2011 12:23
Beinagrindurnar rúlla úr skápum Amagerbanken Tölurnar um hugsanlegt tap vegna gjaldþrots Amagerbanken fara hækkandi eftir því sem líður á morguninn. Nú er talið að tapið geti numið allt að 9 milljörðum danskra kr. eða vel yfir 180 milljarða kr. Viðskipti erlent 7.2.2011 10:19
Danska ríkið gæti tapað 140 milljörðum á Amagerbanken Danska ríkið gæti endað með því að tapa 6,7 milljörðum danskra kr. eða ríflega 140 milljörðum kr. á gjaldþroti Amagerbanken sem tilkynnt var á sunnudag. Þetta samsvarar því að hver einasti Dani þurfi að greiða 1.200 danskrar kr. eða ríflega 25.000 kr. vegna gjaldþrotsins. Viðskipti erlent 7.2.2011 08:51
Góður hagnaður hjá French Connection Breska tískuverslanakeðjan French Connection hefur tilkynnt að áætlaður hagnaður hennar á síðasta rekstrarári, sem lauk 31. janúar s.l., hafi numið 6,8 milljónum punda eða tæplega 1,3 milljörðum kr. Um mikinn viðsnúning er að ræða m.v. við árið á undan þegar keðjan tapaði tæpum 13 milljónum punda. Viðskipti erlent 7.2.2011 08:19