Tölvupóstar geta kostað helminginn af Facebook 13. apríl 2011 09:57 Mark Zuckerberg stofnandi Facebook gæti misst helminginn af vefsíðunni í hendur fjárfestisins Paul D. Ceglia. Fjárfestirinn hefur birt opinberlega tölvupósta sem sanna helmingseignarhlut hans í Facebook. Fjallað er um málið í Jyllands Posten. Þar segir að mál þetta komi upp eftir að Zuckerberg tókst að hrista af sér kröfur þriggja samstúdenta sinna um eignarhlut í Facebook í dómsmáli sem lauk í Bandaríkjunum á mánudaginn var. Paul D. Ceglia hefur ásamt lögmönnum sínum birt tölvupóstsamskipti sín við Zuckerberg á árunum 2003 og 2004 þar sem greinilegt er að Zuckerberg veitir Ceglia 50% eignarhlut í vefsíðu sinni sem þá hét thefacebook eftir að Ceglia lánaði Zuckerberg fé til að koma vefsíðunni í gagnið. Tölvupóstarnir hafa verið birtir á vefsíðunni Business Insider. Í einum tölvupóstinum kemur fram að fyrir utan að eignast 50% hlut átti Ceglia að fá 1% í viðbót fyrir hvern dag sem útgáfu vefsíðunnar seinkaði. Þegar útgáfunni hafði seinkað um 30 daga og eignarhlutur Ceglia var kominn í 80% sendi Zuckerberg tölvupóst með beiðni um að upphaflega skiptingin, 50/50, stæði áfram. Ceglia féllst á þá beiðni í svari til Zuckerberg. Nokkrum dögum eftir að þeir tveir sammæltust um skiptinguna fór thefacebook í loftið og síðan þá hafa þeir tveir deilt um eignarhluti í henni. Facebook er metin á nær 6.000 milljarða kr. Því gæti Ceglia orðið einn af auðugustu mönnum heimsins ef dómstólar dæma honum í vil. Mest lesið Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Mark Zuckerberg stofnandi Facebook gæti misst helminginn af vefsíðunni í hendur fjárfestisins Paul D. Ceglia. Fjárfestirinn hefur birt opinberlega tölvupósta sem sanna helmingseignarhlut hans í Facebook. Fjallað er um málið í Jyllands Posten. Þar segir að mál þetta komi upp eftir að Zuckerberg tókst að hrista af sér kröfur þriggja samstúdenta sinna um eignarhlut í Facebook í dómsmáli sem lauk í Bandaríkjunum á mánudaginn var. Paul D. Ceglia hefur ásamt lögmönnum sínum birt tölvupóstsamskipti sín við Zuckerberg á árunum 2003 og 2004 þar sem greinilegt er að Zuckerberg veitir Ceglia 50% eignarhlut í vefsíðu sinni sem þá hét thefacebook eftir að Ceglia lánaði Zuckerberg fé til að koma vefsíðunni í gagnið. Tölvupóstarnir hafa verið birtir á vefsíðunni Business Insider. Í einum tölvupóstinum kemur fram að fyrir utan að eignast 50% hlut átti Ceglia að fá 1% í viðbót fyrir hvern dag sem útgáfu vefsíðunnar seinkaði. Þegar útgáfunni hafði seinkað um 30 daga og eignarhlutur Ceglia var kominn í 80% sendi Zuckerberg tölvupóst með beiðni um að upphaflega skiptingin, 50/50, stæði áfram. Ceglia féllst á þá beiðni í svari til Zuckerberg. Nokkrum dögum eftir að þeir tveir sammæltust um skiptinguna fór thefacebook í loftið og síðan þá hafa þeir tveir deilt um eignarhluti í henni. Facebook er metin á nær 6.000 milljarða kr. Því gæti Ceglia orðið einn af auðugustu mönnum heimsins ef dómstólar dæma honum í vil.
Mest lesið Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira