Aðvörun: Olíuverðið í 160 dollara á tunnuna 13. apríl 2011 14:47 Hrávörusérfræðingar Bank of America hafa sent frá sér greiningu á þróun olíuverðs út þetta ár. Þeir telja að 30% líkur séu á að verðið nái 160 dollurum fyrir árslok. Til skamms tíma telja sérfræðingarnir að mjög sennilega fari olíuverðið í 140 dollara á tunnuna, það er á næstu þremur mánuðum. Fjallað var um málið á sjónvarpsstöðinni CNBC. Þessi aðvörun frá sérfræðingum Bank of America kemur aðeins fáeinum dögum eftir að Alþjóðlega orkumálastofnunin sendi frá sér álit um að olíuverð í 100 dollurum á tunnuna gæti bremsað veikan efnahagsbata í heiminum. Greiningin sem sett var fram byggir m.a. á því að aukin eftirspurn eftir olíu þessa dagana kemur á sama tíma og að framleiðslan í Líbíu hefur dregist saman um milljón tunnur á dag. Ekki er útlit fyrir að framleiðsla Líbíu fari aftur á fullt skrið í náinni framtíð. Raunar segja sérfræðingarnir að ef staðan í Líbíu versni frá því sem nú er megi búast við enn hærra olíuverði í ár. Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað gífurlega undanfarna mánuði. Í nóvember s.l. var verðið á Brent olíunni 85 dollarar á tunnuna. Í janúar var 100 dollara múrinn rofinn og í dag stendur verðið í yfir 120 dollurum á tunnuna. Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hrávörusérfræðingar Bank of America hafa sent frá sér greiningu á þróun olíuverðs út þetta ár. Þeir telja að 30% líkur séu á að verðið nái 160 dollurum fyrir árslok. Til skamms tíma telja sérfræðingarnir að mjög sennilega fari olíuverðið í 140 dollara á tunnuna, það er á næstu þremur mánuðum. Fjallað var um málið á sjónvarpsstöðinni CNBC. Þessi aðvörun frá sérfræðingum Bank of America kemur aðeins fáeinum dögum eftir að Alþjóðlega orkumálastofnunin sendi frá sér álit um að olíuverð í 100 dollurum á tunnuna gæti bremsað veikan efnahagsbata í heiminum. Greiningin sem sett var fram byggir m.a. á því að aukin eftirspurn eftir olíu þessa dagana kemur á sama tíma og að framleiðslan í Líbíu hefur dregist saman um milljón tunnur á dag. Ekki er útlit fyrir að framleiðsla Líbíu fari aftur á fullt skrið í náinni framtíð. Raunar segja sérfræðingarnir að ef staðan í Líbíu versni frá því sem nú er megi búast við enn hærra olíuverði í ár. Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað gífurlega undanfarna mánuði. Í nóvember s.l. var verðið á Brent olíunni 85 dollarar á tunnuna. Í janúar var 100 dollara múrinn rofinn og í dag stendur verðið í yfir 120 dollurum á tunnuna.
Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent