Zuckerberg sleppur frá Fésbókarbræðrum JHH skrifar 11. apríl 2011 23:02 Tyler og Cameron Winklevoss. Mynd/ afp Alríkisdómur í Bandaríkjunum vísaði í dag frá máli Tyler og Cameron Winklevoss, sem telja sig eiga hugmyndina að baki Facebook. Bræðurnir höfðuðu mál til að rifta sáttargjörð sem þeir gerðu við Mark Zuckerberg, stofnanda vefsíðunnar, vegna deilna um höfundarrétt. Saga málsins er rakin í Hollywoodmyndinni The Social Network. Tvíburarnir fullyrða að þeir hafi ráðið Zuckerberg til þess að ljúka við forritun á samskiptasíðunni ConnectU árið 2003. Zuckerberg hafi hins vegar stolið hugmyndinni. Hann hafi sett Facebook í loftið í febrúar 2004, í stað þess að efna samkomulagið við tvíburana. Zuckerberg neitar ásökununum. Fyrir tveimur árum urðu svo sættir sem fólust í því að tvíburarnir fengu greiddar 20 milljónir bandaríkjadala, um 2.2 milljarða króna. Að auki gátu þeir keypt mjög ríflegan hlut í Facebook fyrir 45 milljónir bandaríkjadala. Dómurinn segir að með hjálp lögmanna og fjármálaráðgjafa hafi tvíburarnir gert samning sem virðist vera mjög hagstæður fyrir þá. Dómurinn sér enga ástæðu til að rifta þeim samningi. Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Alríkisdómur í Bandaríkjunum vísaði í dag frá máli Tyler og Cameron Winklevoss, sem telja sig eiga hugmyndina að baki Facebook. Bræðurnir höfðuðu mál til að rifta sáttargjörð sem þeir gerðu við Mark Zuckerberg, stofnanda vefsíðunnar, vegna deilna um höfundarrétt. Saga málsins er rakin í Hollywoodmyndinni The Social Network. Tvíburarnir fullyrða að þeir hafi ráðið Zuckerberg til þess að ljúka við forritun á samskiptasíðunni ConnectU árið 2003. Zuckerberg hafi hins vegar stolið hugmyndinni. Hann hafi sett Facebook í loftið í febrúar 2004, í stað þess að efna samkomulagið við tvíburana. Zuckerberg neitar ásökununum. Fyrir tveimur árum urðu svo sættir sem fólust í því að tvíburarnir fengu greiddar 20 milljónir bandaríkjadala, um 2.2 milljarða króna. Að auki gátu þeir keypt mjög ríflegan hlut í Facebook fyrir 45 milljónir bandaríkjadala. Dómurinn segir að með hjálp lögmanna og fjármálaráðgjafa hafi tvíburarnir gert samning sem virðist vera mjög hagstæður fyrir þá. Dómurinn sér enga ástæðu til að rifta þeim samningi.
Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira