Economist: Írar vilja íslenska þjóðaratkvæðagreiðslu Hafsteinn Hauksson skrifar 15. apríl 2011 11:49 Vinstrimenn á Írlandi vilja halda þjóðaratkvæðagreiðslu að íslenskri fyrirmynd um lántökur hins opinbera til að ábyrgjast bankakerfið þar í landi. Þetta kemur fram í nýjasta hefti breska vikublaðsins The Economist, en í einu leiðaraplássi þess er fjallað um Icesave atkvæðagreiðsluna síðastliðna helgi. Þar segir blaðið að Íslendingar hafi litið til Bjarts í Sumarhúsum, hetju Halldórs Laxness, við atkvæðagreiðsluna. Þeir sem hvöttu til þess að lögin yrðu felld hafi efast um lagalega skyldu Íslendinga til að endurgreiða Bretum og Hollendingum vegna falls Landsbankans, en ekki síður hafi verið um óhlýðni við valdboð stórþjóðanna að ræða. Þannig hafi verið hálf stórbrotið hvernig Íslendingar hafi staðið í fæturnar gagnvart voldugri þjóðum, og gagnvart þeim leiðum sem önnur ríki hafa farið til að eiga við efnahagsvanda. Til samanburðar nefnir blaðið Íra, sem fóru þá leið að bjarga bankakerfinu sínu, meðan Íslendingar leyfðu allri starfsemi bankanna erlendis að falla. Economist útskýrir þetta sem svo að Írsku bankarnir hafi verið of stórir til að falla, en þeir íslensku of stórir til að bjarga þeim. Vegna þessa séu horfur um margt betri á Íslandi en á Írlandi. Blaðið segir einnig að Vinstrimenn í írska þinginu krefjist þess nú að halda þjóðaratkvæðagreiðslu að íslenskri fyrirmynd um lántökur hins opinbera til að ábyrgjast bankakerfið, og að portúgalskir mótmælendur kalli einnig eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um aðgerðir í ríkisfjármálum þar í landi. Þeir segja að himinn og jörð hafi ekki farist á Íslandi þrátt fyrir að Icesave-samningnum hafi verið hafnað. Blaðið vitnar þrátt fyrir það til bæði íslenskra og írskra hagfræðinga sem lýsa efasemdum um þessa íslensku leið. Þar er klykkt út með því að rétta svarið liggi líklegast mitt á milli þess að ábyrgjast bankakerfið í heild sinni, líkt og Írar, og að leyfa því að falla, líkt og Íslendingar gerðu. Þess er svo að lokum minnst að jafnvel sjálfstæðisviðleitni Bjarts í sumarhúsum hafi að lokum leitt hann til glötunar.Hægt er að lesa greinina í heild sinni hér. Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Vinstrimenn á Írlandi vilja halda þjóðaratkvæðagreiðslu að íslenskri fyrirmynd um lántökur hins opinbera til að ábyrgjast bankakerfið þar í landi. Þetta kemur fram í nýjasta hefti breska vikublaðsins The Economist, en í einu leiðaraplássi þess er fjallað um Icesave atkvæðagreiðsluna síðastliðna helgi. Þar segir blaðið að Íslendingar hafi litið til Bjarts í Sumarhúsum, hetju Halldórs Laxness, við atkvæðagreiðsluna. Þeir sem hvöttu til þess að lögin yrðu felld hafi efast um lagalega skyldu Íslendinga til að endurgreiða Bretum og Hollendingum vegna falls Landsbankans, en ekki síður hafi verið um óhlýðni við valdboð stórþjóðanna að ræða. Þannig hafi verið hálf stórbrotið hvernig Íslendingar hafi staðið í fæturnar gagnvart voldugri þjóðum, og gagnvart þeim leiðum sem önnur ríki hafa farið til að eiga við efnahagsvanda. Til samanburðar nefnir blaðið Íra, sem fóru þá leið að bjarga bankakerfinu sínu, meðan Íslendingar leyfðu allri starfsemi bankanna erlendis að falla. Economist útskýrir þetta sem svo að Írsku bankarnir hafi verið of stórir til að falla, en þeir íslensku of stórir til að bjarga þeim. Vegna þessa séu horfur um margt betri á Íslandi en á Írlandi. Blaðið segir einnig að Vinstrimenn í írska þinginu krefjist þess nú að halda þjóðaratkvæðagreiðslu að íslenskri fyrirmynd um lántökur hins opinbera til að ábyrgjast bankakerfið, og að portúgalskir mótmælendur kalli einnig eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um aðgerðir í ríkisfjármálum þar í landi. Þeir segja að himinn og jörð hafi ekki farist á Íslandi þrátt fyrir að Icesave-samningnum hafi verið hafnað. Blaðið vitnar þrátt fyrir það til bæði íslenskra og írskra hagfræðinga sem lýsa efasemdum um þessa íslensku leið. Þar er klykkt út með því að rétta svarið liggi líklegast mitt á milli þess að ábyrgjast bankakerfið í heild sinni, líkt og Írar, og að leyfa því að falla, líkt og Íslendingar gerðu. Þess er svo að lokum minnst að jafnvel sjálfstæðisviðleitni Bjarts í sumarhúsum hafi að lokum leitt hann til glötunar.Hægt er að lesa greinina í heild sinni hér.
Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent