Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar áfram

Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að lækka. Tunnan af Brentolíunni er komin niður í 124 dollara sem er 1% lækkun frá í gærmorgun og tunnan af bandarísku léttolíunni er komin niður í 105 dollara sem er lækkun um 2%.

Viðskipti erlent

CaixaBank verður stærsti banki Spánar

CaixaBank er orðinn stærsti banki Spánar eftir að hann keypti Banca Civicia á 977 milljónir evra, sem jafngildir 164 milljörðum króna. Þetta er umfangsmesta hagræðing sem orðið hefur í spænska bankakerfinu frá því árið 2008, en djúpstæður efnahagsvandi hefur einkennt stöðu Spánar síðustu misserin, en atvinnuleysi í landinu mælist yfir 23 prósent þessa dagana.

Viðskipti erlent

Breska ríkið vill selja RBS til fjárfesta í Abu Dhabi

Breska ríkið, sem á 82 prósent hlut í Royal Bank of Scotland (RBS), hefur á undanförnum mánuðum átt í viðræðum við fjárfestingasjóði í Abu Dhabi með það að markmiði að selja hlut sinn í bankanum. Frá þessu var greint seinni partinn í dag á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC.

Viðskipti erlent

Prótein sem veldur skalla

Bandarískir vísindamenn við háskólann í Pennsylvaníu hafa uppgötvað prótein sem getur valdið hármissi. Þeir rannsökuðu sköllótta karlmenn og tilraunamýs og komu þá auga á þessi prótein.

Viðskipti erlent

Veðurskynjari í síma

Fyrirtækið Google hefur tryggt sér réttinn til að nota kerfi sem byggir á að selja auglýsingar byggðar á veðrinu. Þannig gæti sá sem heldur á síma í rigningu mögulega séð auglýsingu um hvar næstu regnhlíf er að finna.

Viðskipti erlent

Sívirkni á Facebook merki um sjálfhverfu

Þeir Facebook-notendur sem uppfæra stöðu sína reglulega og merkja sjálfa sig með nafni inn á myndir eru sjálfhverfari en aðrir. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum rannsóknar Chris Carpenter, prófessors við Western Illinois-háskólann í Bandaríkjunum.

Viðskipti erlent

Hollt að láta hugann reika

Fólk sem á það til að láta hugann reika á meðan það vinnur er líklegra til að búa yfir betra vinnuminni en aðrir. Þetta kemur fram í nýrri grein í tímaritinu Psychological Science.

Viðskipti erlent

Nýr iPad rokseldist áður en hann lenti á landinu

"Þetta er ekki bara leikjatölva," segir Hörður Ágústsson, framkvæmdastjóri Maclands. Sala á þriðju kynslóð iPad-spjaldtölvunnar frá Apple hefst í dag. Hundruðir Íslendinga höfðu forpantað tölvuna samkvæmt verslunum Maclands og Epli.is, sem sérhæfa sig í sölu á vörum frá Apple.

Viðskipti erlent

iPad fer í sölu á miðnætti

Miðnæturopnun verður í verslunum Epli.is á Laugavegi 182 og í Smáralind. Dyr verslananna opna klukkan 00:01 og munu íslenskir Apple aðdáendur fá að handleika þriðju kynslóð iPad spjaldtölvunnar í fyrsta sinn.

Viðskipti erlent

Nýr framkvæmdastjóri hjá McDonald's

Jim Skinner, forstjóri McDonald's-skyndibitakeðjunnar, ætlar að láta af störfum í júní næstkomandi en hann hefur gegnt starfinu frá árinu 2004. Stjórn fyrirtækisins segir að Skinner ætli að setjast í helgan stein enda verður hann 67 ára á þessu ári. Stjórnin þakkar Skinner fyrir störf sín en hann byrjaði fyrir 40 árum síðan sem yfirmaður á einum af stöðunum í Bandaríkjunum. Við starfinu tekur Donald Thompson, sem hefur starfað hjá fyrirtækinu í tvo áratugi en hann verður fyrsti svarti framkvæmdastjórinn í sögu fyrirtækisins sem var stofnað árið 1955. Á þessu ári gerir skyndabitakeðjan ráð fyrir að opna þrettán hundruð nýja staði víðsvegar um heiminn.

Viðskipti erlent