Fréttaskýring: Efnahagsvandinn í Evrópu dýpkar enn meira Magnús Halldórsson skrifar 31. maí 2012 23:36 Mario Draghi, seðlabankastjóri Evrópu. Hann segir ekkert annað koma til greina að grundvallarbreyting í ríkisfjármálum evruríkja. Þar er samstarf og stefnufesta algjört lykilatriði. Hagtölur Hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat, sem birtar voru í morgun sýna glögglega hvernig staða efnahagsmála í Evrópu er um þessar mundir. Suður-Evrópa, þ.e. Grikkland, Portúgal, Spánn og Ítalía, er í miklum vanda sem birtist ekki síst í algjöru hruni á smásölu. Þannig féll smásala í aprílmánuði í Grikklandi um 16 prósent frá fyrra ári, og á Spáni féll hún um 12 prósent á sama tíma. Þetta þykir til marks um að erfiðleikar í efnahagslífi þessara landa séu að dýpka og það nokkuð hratt. Á sama tíma birtustu tölur um atvinnuleysi í Þýskalandi, sem heldur áfram að minnka. Það er nú komið niður fyrir 7 prósent og mælist nú 6,7 prósent. Það telst frekar lágt miðað við meðaltalið í Evrópusambandinu en það er ríflega 10 prósent. Mest er það á Spáni, tæplega 25 prósent, og næst þar á eftir í Grikklandi en þar er atvinnuleysið nú um 21 prósent. Ósjálfbær staða Mario Draghi, bankastjóri Seðlabanka Evrópu, sagði á ráðstefnu í Brussell í morgun, samkvæmt endursögn breska ríkisútvarpsins BBC, að staðan á evrusvæðinu væri „ósjálfbær". Nauðsynlegt væri að samræma ríkisfjármál evrulandanna 17 og einnig peningmálastefnu hvers lands. Aðeins þannig væri að hægt að komast út úr þeim skuldavanda sem þjóðirnar í Evrópu væru komnar í. Hann sagði enn fremur, að verkefnið væri ekki á hendi seðlabankans heldur stjórnmálamanna. Þeir þyrftu að grípa til aðgerða og marka skýra stefnu, þar sem árafjöldi væri tiltekinn sérstaklega í áætlun um ríkisfjármála og kvika síðan hvergi frá stefnunni. Aðeins þannig væri hægt að komast út úr þeim vanda sem blasti við. Hann sagði enn fremur að þó vandinn væri mestur í Suður-Evrópu væri líka alvarleg staða í mörgum öðrum ríkjum, ekki síst vegna mikilla skulda og lítils hagvaxtar. Ekki síst þess vegna þyrfti samkomulag evruríkjanna að ná til þeirra allra. Nú liggja Danir í því Í morgun lækkaði lánshæfismatsfyrirtækið Moody's lánshæfiseinkunn níu banka í Danmörku, þar á meðal stærsta banka landsins, Danske Bank. Ástæðan er sögð vera neikvæðar horfur vegna erfiðleika á evrusvæðinu og líkleg neikvæð áhrif vegna þeirra á eignasöfn bankanna. Á vef Politiken segir að þessar fréttir hafi komið á versta tíma fyrir danska banka sem hafi að undanförnu reynt að fjármagna sig betur vegna þeirra erfiðleika sem eru á fjármálamörkuðum. Staðan á Norðurlöndunum er þó betri en víðast hvar í álfunni, en Norðmenn eru þar sér á báti. Þeir hafa svo gott sem ekkert fundið fyrir efnahagserfiðleikum en Jens Stoltenberg, forsætisráðherra, varaði landsmenn við því á dögunum að þeir þyrftu að búa sig undir erfiðleika vegna stöðunnar á evræðusvæðinu. Líklegt væri að frekari erfiðleikar myndu koma nokkuð hart niður á útflutningsiðnaði í Noregi og á hinum digra olíusjóði Norðmanna, en hann á eignir sem nema einu prósenti af öllum skráðum hlutabréfum á heimsvísu.Hver á að draga vagninn? Hagvaxtarspár Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), frá því fyrr á árinu, hafa gert ráð fyrir því að risaveldin í Asíu, Kína og Indland, yrðu leiðandi í því að skapa hagvöxt á heimsvísu á þessu ári. Evrópuríki eru ekki síst næm fyrir stöðu mála þar vegna mikilla viðskipta við Asíuríkin. Hagtölur frá Kína og Indlandi hafa verið fremur neikvæðari en búist hafði verið við, en hagvöxtur í Indlandi mældist 5,3 prósent í apríl, samanborið við sama mánuð í fyrra, og í Kína mælist hagvöxturinn ríflega 8 prósent. Þetta er heldur minni hagvöxtur en spár AGS gerðu ráð fyrir og óhjákvæmilega mun það hafa neikvæð áhrif á stöðu mála í Evrópu og annars staðar í heiminum, þar sem erfitt er að sjá hvaða önnur ríki eigi að draga hagvaxtarvagninn með viðlíka þrótti og Kína og Inland hafa gert undanfarin ár, og gera raunar enn. Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Hagtölur Hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat, sem birtar voru í morgun sýna glögglega hvernig staða efnahagsmála í Evrópu er um þessar mundir. Suður-Evrópa, þ.e. Grikkland, Portúgal, Spánn og Ítalía, er í miklum vanda sem birtist ekki síst í algjöru hruni á smásölu. Þannig féll smásala í aprílmánuði í Grikklandi um 16 prósent frá fyrra ári, og á Spáni féll hún um 12 prósent á sama tíma. Þetta þykir til marks um að erfiðleikar í efnahagslífi þessara landa séu að dýpka og það nokkuð hratt. Á sama tíma birtustu tölur um atvinnuleysi í Þýskalandi, sem heldur áfram að minnka. Það er nú komið niður fyrir 7 prósent og mælist nú 6,7 prósent. Það telst frekar lágt miðað við meðaltalið í Evrópusambandinu en það er ríflega 10 prósent. Mest er það á Spáni, tæplega 25 prósent, og næst þar á eftir í Grikklandi en þar er atvinnuleysið nú um 21 prósent. Ósjálfbær staða Mario Draghi, bankastjóri Seðlabanka Evrópu, sagði á ráðstefnu í Brussell í morgun, samkvæmt endursögn breska ríkisútvarpsins BBC, að staðan á evrusvæðinu væri „ósjálfbær". Nauðsynlegt væri að samræma ríkisfjármál evrulandanna 17 og einnig peningmálastefnu hvers lands. Aðeins þannig væri að hægt að komast út úr þeim skuldavanda sem þjóðirnar í Evrópu væru komnar í. Hann sagði enn fremur, að verkefnið væri ekki á hendi seðlabankans heldur stjórnmálamanna. Þeir þyrftu að grípa til aðgerða og marka skýra stefnu, þar sem árafjöldi væri tiltekinn sérstaklega í áætlun um ríkisfjármála og kvika síðan hvergi frá stefnunni. Aðeins þannig væri hægt að komast út úr þeim vanda sem blasti við. Hann sagði enn fremur að þó vandinn væri mestur í Suður-Evrópu væri líka alvarleg staða í mörgum öðrum ríkjum, ekki síst vegna mikilla skulda og lítils hagvaxtar. Ekki síst þess vegna þyrfti samkomulag evruríkjanna að ná til þeirra allra. Nú liggja Danir í því Í morgun lækkaði lánshæfismatsfyrirtækið Moody's lánshæfiseinkunn níu banka í Danmörku, þar á meðal stærsta banka landsins, Danske Bank. Ástæðan er sögð vera neikvæðar horfur vegna erfiðleika á evrusvæðinu og líkleg neikvæð áhrif vegna þeirra á eignasöfn bankanna. Á vef Politiken segir að þessar fréttir hafi komið á versta tíma fyrir danska banka sem hafi að undanförnu reynt að fjármagna sig betur vegna þeirra erfiðleika sem eru á fjármálamörkuðum. Staðan á Norðurlöndunum er þó betri en víðast hvar í álfunni, en Norðmenn eru þar sér á báti. Þeir hafa svo gott sem ekkert fundið fyrir efnahagserfiðleikum en Jens Stoltenberg, forsætisráðherra, varaði landsmenn við því á dögunum að þeir þyrftu að búa sig undir erfiðleika vegna stöðunnar á evræðusvæðinu. Líklegt væri að frekari erfiðleikar myndu koma nokkuð hart niður á útflutningsiðnaði í Noregi og á hinum digra olíusjóði Norðmanna, en hann á eignir sem nema einu prósenti af öllum skráðum hlutabréfum á heimsvísu.Hver á að draga vagninn? Hagvaxtarspár Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), frá því fyrr á árinu, hafa gert ráð fyrir því að risaveldin í Asíu, Kína og Indland, yrðu leiðandi í því að skapa hagvöxt á heimsvísu á þessu ári. Evrópuríki eru ekki síst næm fyrir stöðu mála þar vegna mikilla viðskipta við Asíuríkin. Hagtölur frá Kína og Indlandi hafa verið fremur neikvæðari en búist hafði verið við, en hagvöxtur í Indlandi mældist 5,3 prósent í apríl, samanborið við sama mánuð í fyrra, og í Kína mælist hagvöxturinn ríflega 8 prósent. Þetta er heldur minni hagvöxtur en spár AGS gerðu ráð fyrir og óhjákvæmilega mun það hafa neikvæð áhrif á stöðu mála í Evrópu og annars staðar í heiminum, þar sem erfitt er að sjá hvaða önnur ríki eigi að draga hagvaxtarvagninn með viðlíka þrótti og Kína og Inland hafa gert undanfarin ár, og gera raunar enn.
Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira