Viðskipti erlent

Evran ekki verðminni í tæp tvö ár

BBI skrifar
Verðmæti evrunnar féll í dag eftir að tilkynnt var um fyrirhugaða afsögn seðlabankastjóra Spánar. Evran hefur ekki verið lægri í tæp tvö ár miðað við Bandaríkjadalinn. Almennar áhyggjur af gjaldfærni spænskra banka, sem aukast nú dag frá degi, hafa einnig neikvæð áhrif á verðgildi hennar. Ein evra er 1,25 dollari í lok dags.

Nánar er fjallað um málið á vefmiðli Guardian.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×