Viðskipti erlent

Vöruskiptin hagstæð um 9,5 milljarða

Í aprílmánuði voru fluttar út vörur fyrir 50,2 milljarða króna og inn fyrir 40,7 milljarða króna. Vöruskiptin voru því hagstæð um 9,5 milljarða króna, samanborið við 3,4 milljarða í fyrra. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar og þar segir ennfremur að fyrstu fjóra mánuði þessa árs voru fluttar út vörur fyrir 206,2 milljarða króna en inn fyrir 178,3 milljarða króna.

„Afgangur var því á vöruskiptunum við útlönd, reiknað á fob verðmæti, sem nam tæpum 28 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 33,8 milljarða á sama gengi. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 5,8 milljörðum króna lakari en á sama tíma árið áður," segir Hagstofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×