Viðskipti erlent

Tilraunaútgáfa Windows 8 opinberuð

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Windows 8
Windows 8 mynd/Microsoft
Nýjasta stýrikerfi Microsoft, Windows 8, fer í almenna sölu seint í haust, rúmum þremur árum eftir að Windows 7 fór á markað. Fyrirtækið hefur nú birt nýjustu útgáfu stýrikerfisins á heimasíðu sinni.

Microsoft segir að tugir þúsunda breytinga hafi verið gerðar á stýrikerfinu frá því að fyrsta tilraunaútgáfa þess var birt fyrir nokkrum mánuðum.

Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að Windows 8 sé viðamesta endurhönnun á notendaviðmót Windows frá því að Windows 95 fór á markað.

Windows 8 þykir mikill prófsteinn fyrir Microsoft en hönnun stýrikerfisins tekur mið af snjallsímum og spjaldtölvum. Fyrirtækinu hefur ekki tekist að halda í við keppinauta sína enda hefur það átt í erfiðleikum með að fóta sig á snjallsímamarkaðinum.

Hægt er að nálgast Windows 8 hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×