Viðskipti erlent

Kínverjar vilja opna dyr fyrir einkafjárfesta

Magnús Halldórsson skrifar
Helsta tákn Kína, sjálfur Kínamúrinn.
Helsta tákn Kína, sjálfur Kínamúrinn.
Kínversk stjórnvöld skoða nú hvernig þau geta stutt enn frekar við hagvöxt í landinu, og er þar einkum horft til þess að opna dyrnar fyrir alþjóðlegum einkafjárfestum í fjármálageira landsins. Frá þessu greindi breska ríkisútvarpið BBC í dag.

Hagvöxtur mældist 8,1 prósent í Kína á fyrsta fjórðungi ársins, sem var töluvert undir væntingum. Til þess að örva hagvöxtinn frekar vilja stjórnvöld í Kína bregðast við gagnrýni á kínverska banka sem sagðir eru óskilvirkir og ekki samkeppnishæfir við alþjóðlega banka. Einkum horfa kínversk stjórnvöld til þess að hleypa einkafjárfestum inn í fjármálageirann með skuldabréfaútgáfu og einnig sem litlir hluthafar í fjármálastofnunum, sem eru að langmestu leyti í eigu kínverska ríkisins.

Sjá má umfjöllun BBC um þetta hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×