Viðskipti erlent

Grikkir uppfylla ekki skilyrði IMF

Yfirvöldum í Grikklandi hefur ekki tekist að uppfylla skilyrði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evrópusambandsins fyrir fjárhagsaðstoð. Stjórnvöld í landinu hafa farið fram á að breytingar verði gerðar á skilyrðunum en talsmaður IMF sagði að slíkar hugleiðingar væru ótímabærar.

Viðskipti erlent

Gengi Groupon nær nýjum lægðum

Virði hlutabréfa í tilboðasíðunni Groupon féll um 6.5 prósent í gær og var gengi félagsins skráð á 7.77 dollara þegar Kauphöllin í New York lokaði fyrir viðskipti. Við skráningu var stakur hlutur í síðunni metinn á 20 dollara.

Viðskipti erlent

Milljarðamæringar í samstarf

Auðkýfingarnir James Cameron og Richard Branson hafa nú tekið höndum saman. Branson mun sjá nýstofnuðu fyrirtæki Camerons fyrir geimskutlum en sá síðarnefndi hyggst stunda námuvinnslu á fjarlægum smástirnum.

Viðskipti erlent

Ítalskir vextir snarlækkuðu í morgun

Vextir á ítölskum ríkisskuldabréfum snarlækkuðu í morgun. Þá var haldið útboð á skuldabréfum til eins árs og reyndust vextir á þeim vera tæplega 2,7%. Til samanburðar voru vextirnir á samsvarandi bréfum í útboði fyrir mánuði síðan tæplega 4%.

Viðskipti erlent

Spánverjar hækka virðisaukaskatt

Forsætisráðherra Spánar, Mariano Rajoy tilkynntu í morgun um þriggja prósenta hækkun á virðisaukaskatti í landinu. Aðgerðin er hluti af aðhaldsaðgerðum Spánverja sem ætla sér að skera niður fjárlög landsins um 65 milljarða evra. Þá á söluskattur að hækka auk þess sem sveitarstjórnum verður gert að skera niður um þrjá og hálfan milljarð evra. Aðgerðirnar eru hluti af samkomulagi sem Spánverjar gerðu við ríkin á evrusvæðinu um 30 milljarða evra lán til spænskra banka.

Viðskipti erlent

Afsalar sér 4 milljarða króna bónusgreiðslu

Bob Diamond, fyrrverandi forstjóri breska bankans Barclays, mun þiggja 400 milljónir króna í laun fyrir árið. Hann mun hins vegar afsala sér 4 milljarða króna bónusgreiðslu sem hann hafði áunnið sér fyrir störf sín í bankanum. Diamond sagði upp störfum hjá bankanum á dögunum vegna vaxtahneykslis sem skekið hefur Bretland.

Viðskipti erlent