„Fólk þarf náttúrulega ekki lengur að nota lyklaborð," segir Trausti. „Þá er þetta þægilegt fyrir sjónlausa og blinda. En markmiðið er að gera tæknina þægilegri, til dæmis er hægt að nota raddgreininguna í bílnum, til að senda smáskilaboð eða stilla verkjaraklukkuna."
Verkefnið er kallað Almannarómur. Þar var safnað rúmlega 123 þúsund íslenskum raddsýnum frá 563 einstaklingum.
„Það er heilmikið mál að búa til ný tungumál fyrir raddleitina," segir Trausti „Það þarf ekki aðeins að taka málhljóð og breyta þeim í texta, heldur þarf einnig útbúa sérstök hljóðlíkön. Það þarf hundruð þúsunda setninga til að setja slíkt líkan saman."

„Google er með lista yfir tungumál sem samsvara 98 prósent af mannkyninu," segir Trausti. „Þetta eru 24 tungumál og íslenskan er ekki nálægt því að vera á þessum lista. Ég vildi náttúrulega fá íslenskuna."
Sérstakur hugbúnaður var því þróaður sem menntastofnanir víða um heim geta nú notað til að skrá tungumál. Slíkur hugbúnaður var notaður hér á landi og var það Háskólinn í Reykvík sem stýrði verkefninu.
Hægt er að nota tæknina í gegnum Android snjallsíma og iPhone sem og Chrome, netvafra Google. Áhugasamir geta síðan nálgast myndband þar sem Trausti sýnir hvernig nota skuli raddleitina hér.